Drög að mótskrá var kynnt í dag.

Set hér inn mótin í skíðagöngu og á ekki von á breytingum en frestur félaga til að gera athugasemdir er til 31. okt.

Íslandsgangan

15.-16. jan. á Akureyri

12.-13. feb. í Reykjavík

12.-13. mars á Hólmavík

9.-10. apríl á Húsavík

30. apríl á Ísafirði-Fossavatnsgangan, masterclass 28.-29. apríl

 

4.-6. feb. Ólafsfjörður. Bikarmót 13-14 ára, Íslandsmót lengri vegal.15-16 ára og 17 ára og eldri bæði hefðbundin aðferð og frjáls.

25.-27. feb. Akureyri. Bikarmót 13-14 ára og 15-16 ára bæði hefðbundin aðferð og frjáls.

18.-20. mars. Ísafjörður. Bikarmót 13-14 ára og 15-16 ára bæði hefðbundin aðferð og tvíkeppni og 19.-20. Meistaramót 11-12 ára.

25.-27. mars. Akureyri. Unglingameistaramót 13-16 ára.

1.-2. apríl Reykjavík. Skíðamót Íslands.

26.-29. apríl Akureyri- Andrésarleikarnir


Opin samæfing og þjálfaranámskeið 29-31. okt. í Reykjavík

Frétti í dag að eftirfarandi viðburður verður í Reykjavík en til sótð að hann gæti orðið á Akureyri. Þetta er einstakt tækifæri og hvetjum við alla til að nýta sér það, Ullungar notfærum okkur þetta.

Skíðagöngunefnd og Fræðslunefnd Skí boða til þjálfaranámskeiðs og samæfingar í skíðagöngu dagana 29-31 okt. n.k. Leiðbeinandi verður Linus Davidsson landsliðsþjálfari. Námskeiðið er ætlað öllum sem koma að þjálfun og/eða vilja kynna sér það nýjasta í þjálfun í skíðagöngu. Linus hefur mikla reynslu á þessu sviði og hefur tekið að sér ýmis verkefni á vegum sænska skíðasambandsins auk þess að þjálfa og kenna við Skíðamenntaskóla í Svíþjóð. Þátttaka tilkynnist á netfangið olafur@vma.is sem fyrst.

Nánari upplýsingar um staðsetningu og dagskrá verður vonandi komin á mánudaginn en námskeiði hefst á föstudagskvöld. Upplýsingar um kostnað koma alveg á næstunni en ætlunin er að reyna að jafna svolítið út ferðakostnað bæði við námskeið og samæfingu.

Þóroddur F


Æfingaáætlun frá Óskari Svärd í Vasalöparen 3/2010 - fyrir Vasafara

Ég hef snarað lauslega bæði textanum og æfingaáætluninni, tvær töflur, sem nær fram til 21. nóvember en þá kemur ný áætlun frá honum. Sjá viðhengin. Ég snaraði ekki töflunni fyrir keppnisfólk þ.e. þá sem stefna á að verða á meðal 500 fyrstu, tel að þeir hljóti að vera með eigin áætlun. En ég tel að þessar æfingaáætlanir séu góðar fyrir okkur öll sem viljum bæta okkur og markmið okkar Ullunga hlýtur að vera að fjölga þeim sem taka þátt í Íslandsgöngunni og standa okkur þar sem best.

Þóroddur F.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Opin samæfing í skíðagöngu og þjálfaranámskeið

Skíðagöngunefnd boðar til samæfingar undir stjórn Linus Davidsson landsliðsþjálfara. Æfingin fer fram dagana 30.okt-2.nóv í Reykjavík og er opin fyrir alla iðkendur 13 ára og eldri. Ef komið verður skíðafæri
fyrir norðan á þessum tíma verður æfingin á Akureyri. Nánari dagskrá verður send út síðar. Þátttaka tilkynnist á netfangið olafur@vma.is fyrir 22.okt. n.k.

Skíðagöngunefnd og Fræðslunefnd Skí boða til þjálfaranámskeiðs í skíðagöngu dagana 29-31 okt. n.k. Leiðbeinandi verður Linus Davidsson landsliðsþjálfari. Námskeiðið er ætlað öllum sem koma að þjálfun og/eða vilja kynna sér það nýjasta í þjálfun í skíðagöngu. Linus hefur mikla reynslu á þessu sviði og hefur tekið að sér ýmis verkefni á vegum sænska skíðasambandsins auk þess að þjálfa og kenna við Skíðamenntaskóla í Svíþjóð. Þátttaka tilkynnist á netfangið olafur@vma.is fyrir 22. Okt. n.k. Nánari upplýsingar og dagskrá verður send út síðar. Þetta er einstakt tækifæri og hvetjum við alla til að nýta sér það.

Upplýsingar um kostnað koma alveg á næstunni en við ætlum að reyna að jafna svolítið út ferðakostnað bæði við námskeið og samæfingu.

Haustverk Ullunga

Sæl öll.

Geng út frá því að félagsmenn stundi heilsurækt af öllu tagi til að búa sig undir veturinn. Fann lykt af snjó í Bláfjöllum í dag, þar sem jaðraði við að væri slydda. Stjórnin hefur fundað í tvígang að undanförnu og m.a. eru þjálfaramál fyrir börn og unglinga að skýrast. Ljóst er að rekstur skálans í Bláfjöllum, einkum rafmagnskostnaður, er talsverður og duga félagsgjöld rétt fyrir honum en þá er ekkert til annarra verkefna sem við viljum ráðast í. Því er ljóst að félagsgjöld þarf að hækka í vor og einnig þiggjum við allar tillögur um fjáraflanir svo og styrki frá félagsmönnum að ekki sé talað um fyrirtæki. Margt smátt hjálpar til. Unnið er að því að opna nýju heimasíðuna og verður skoðað hvort við getum ekki haft einhverja uppákomu til að vekja athygli á því og félaginu. Segjum meira frá þessu þegar nær dregur.

Set hér inn minnisblað um verkefni framundan og geta margir lagt hönd á plóginn.

Minnisblað 19.9.2010 Verkefni við skála Ulls.
1. Fúaverja glugga að utan, ein umferð, gluggakarma og að norðan  2 umferðir með 6 klst. millibili.
2. Fúaverja þakkant á gafli við inngang. ÞFÞ búinn með ein umferð nema að norðan.
3. Pússa/skafa útihurð, skipta um gler í útihurð, listar og gler á staðnum en þarf góða sög, fúaverja útihurð spurning með lit. ÞFÞ búinn að pússa hurðina en hún er léleg og spruning hvort ekki er einfaldast að fá nýja hurð, áekki einhver úthurð með gleri?
4. Rafmagn. Setja ljós í geymsluna og rafmagnstengil fyrir blástursofn, skóþurrkun. Yfirfara raflögn í tenglum á gafli þar sem ekki er straumur, koma ljósi á útiljós á gafli e.t.v. bara peran.
5. Bæta festingu á einum ofni.

6. Smíða/kaupa stiga/tröppu til að komast upp á loft.
7. Ljúka við geymslusmíði, læsing og loftræsting. Skarphéðinn yfirsmiður.
8. Smíða skóhillur í geymslu, smíða snaga fyrir stafi í geymslu og rekka fyrir skíði.

9. Smíða stand fyrir skíði sem verður úti á skafli/palli.
Haraldur Hilmars búinn að taka að sér.
10. Smíða stífu að baki útihurð með krók til að festa útihurðina opna.
11. Skipta um brotna rúðu og komast fyrir leka með gleri á einum stað á stafni og með tveimur opnanlegum fögum á suðurhlið. ÞFÞ pantar rúðuna.

12. Bera á gluggakarma og sillur að innan ath. efni og lit.

13. Setja þakrennur og niðurföll á húsið.

Önnur verkefni.

1. Merkja skíði, stafi og skó, eignast meira af þessu öllu.
Óskar J. vinnur að merkingum

2. Vefmyndavél.
3. Tímatökubúnaður.
ÞFÞ

 


Farið að hausta - Æfingabúðir á Ísafirði í lok nóvember

Ísfirðingar minna á æfingabúðir síðustu helgina í nóvember þá mun þjálfari frá Noregi ásamt þjálfurum Skíðafélags Ísfirðinga  sjá um æfingar. Nú verður þetta helgina 25/11-28/11 og miðast við

1 æfing á fimmtudegi, 2 æfingar á föstudegi, 2 æfingar á laugardegi og 1 æfing á sunnudegi.

Bent er á að Hótel Ísafjörður hefur alltaf boðið kostakjör á gistingu og fæði, einnig verður sameiginlegur kvöldmatur á laugardeginum fyrir allan hópinn. Nánari upplýsingar þegar nær dregur.

Við Ullungar ættum að skoða möguleika á að fjölmenna. 

Þóroddur F.


Hjólaskíði

Minni á hjólaskíðaæfingar á þriðjudögum. Lagt af stað frá Víkingsheimili kl17:30. Skora á alla sem hafa áhuga að mæta, byrjendur sem og lengra komna.

Haraldur


Hjólaskíðavörur

Félaginu barst tölvupóstur frá Bretlandi, frá Iain Ballentine (iain@rollerski.co.uk), þar sem hann bendir á að verslun hans býður nú hjólaskíðavörur til kaups á netinu. Allar nánari upplýsingar er að finna á eftirfarandi heimasíðu: http://rollerski.co.uk/buy.html


Bláfjöll - vinna við skálann

Stefnt er að vinnu við glerskipti í gluggum kl. 17-21 í dag og frá kl. 9 í fyrramálið og væri æskilegt að ljúka verkinu á morgun laugardag. Magnús b., Þórhallur A og ÞFÞ haf verið við þetta en 2-3 til viðbótar væru þegnir í verkið - hafi gjarnan með hleðsluborvél, skrúfbita og sporjárn. Á morgun verður líka hægt að fúaverja glugga ofl.

Alltaf er hægt að bæta gróthreinsun á sporsvæðinu ef komið er með malarhrífur, skóflur, hjólbörur.

Ef einhver hefur álstiga/tréstiga - tröppu, 2,5 m sem hann er t.d. í vandræðum með að geyma er þörf á slíkum grip í húsinu einnig tilvalið fyrir nokkra félagsmenn að slá saman í púkk og kaupa græjuna og mæt a með á morgun. Stigiinn nýtist fyrst og frest við að komast upp á háaloftið en einnig við lagfæringar á húsinu að utan.

Þóroddur F.


Fréttir af stjórnarfundi

Stjórnarfundur var haldinn í kvöld.

Meðal annars rætt um vinnu við skálann í Bláfjöllum og verður látið vita þegar hendur kann að vanta.

Rætt um þjálfara fyrir börn og unglinga og er ætlunin að heyra í nokkrum einstaklingum á næstu dögum og í framhaldinu að ganga frá samkomulagi við þjálfara. Einnig rætt um þjálfun fullorðinna svo og námskeiðahald.

Hjólaskíðaæfingar verða með svipuðu sniði, a.m.k. til að byrja með, á þriðjudögum og hefjast við Víkinsgheimilið í Fossvogi kl 17:30.

Rætt um hjólaskíðamót og er hér með kannað hver er áhugi fyrir að það verði haldið í september, látið heyra í ykkur annað hvort hér á síðunni eða með tölvupósti á stjórnarmeðlim.

Þóroddur F.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband