Allir á fullu í æfingum??????

Góðan daginn, ég geri ráð fyrir að gönguskíðafólk sé á fullri ferð að þjálfa sál og líkama í sumarblíðunni og væri gaman að heyra frá ykkur hér á síðunni. Við förum að huga að föstum hjólaskíðaæfingum.

Senn líður að því að farið verður að skipta um gler í skálanum í Bláfjöllum og látum við frétta nánar af því. Ekki er búið að ganga frá deiliskipulagi skíðasvæðisins í Bláfjöllum en það gerist vonandi fljótlega.

Búið er að auglýsa deiliskipulag Heiðmerkur og er þar gert ráð fyrir leið til að leggja skíðaspor um 7,5 km, geri ráð fyrir að stjórn félagsins tjái sig um það en við fyrstu sýn er það í samræmi við hugmyndir sem við vorum bún að kynna í tengslum við skipulagsvinnuna í sumar. Sjá www.skipbygg.is

Búið er að senda út rukkun á árgjaldinu í gegnum heimabankann og eru allir beðnir að greiða það sem fyrst.

Þóroddur F.


Opin landsliðsæfing á vegum skíðagöngunefndar SKÍ

Haldin verður opin landsliðsæfing á vegum skíðagöngunefndar SKÍ dagana 28. júlí – 4. ágúst 2010 að Steinsstöðum í Skagafirði. Mæting er á miðvikudegi 28. júlí og heilir æfingadagar verða frá fimmtudegi til þriðjudags, brottför á þriðjudagskvöldi eða á miðvikudegi 4 ágúst.

Einnig verður boðið uppá fræðslu í formi fyrirlestra og/eða kynninga á samæfingunni. Samæfingin verður fjölskylduvæn og opin ÖLLUM (foreldrar og börn og gamalreyndar Vasakempur) og er fólki frjálst að mæta þá daga sem því hentar (þarf ekki að vera allan tímann), en á áður upptöldum dögum mun verða skipulögð dagskrá á vegum skíðagöngunefndarinnar ásamt Linusi Davidsyni landsliðsþjálfara.

Hver og einn verður þarna á sínum vegum og við höfum fengið eftirfarandi tilboð frá ferðaþjónustunni á Steinsstöðum:
Uppbúið rúm : 2ja manna : 12.900 kr. Uppbúið rúm : 1 manns 8.900 kr. Svefnpokapláss pr.mann: 4.500 kr. Tjaldstæði pr.mann: 1.000 kr. Öll herbergin eru með snyrtingu, hvort sem það er uppbúið eða svefnpokapláss. Síðan er ein nótt frí. Morgunverður: 900 kr.( hlaðborð), Hádegisverður : 1.600 kr.( t.d. súpur, salatbar, brauð - fiskisúpur - gúllassúpa og fl.), Miðdagskaffi: 700 kr., Kvöldverður:1.900 kr ( miðað er við venjulegan heimilismat, fiskréttur, lasagne, pottréttur, kjúklingur)

Skíðagöngunefnd innheimtir ekki neitt þáttökugjald fyrir æfingarnar. Gert er ráð fyrir að þáttakendur hafi meðferðis venjulegan búnað til sumaræfinga. Hjólaskíði, hlaupaskó og inniskó og NÓG af æfingafötum sérstaklega ef einhverjir ætla sér að gista í tjaldi.

Áhugasamir Ullungar eru beðnir um að hafa samband við undirritaðann (s 861-9561) fyrir 6. júlí sem mun senda lista yfir þátttakendur og hvaða daga þeir ætla að mæta til SKÍ. Hvatt er til að Ullungar notfæri sér þetta tækifæri.

Þóroddur F.


Hvernig æfir Petter Northug?

Skv. viðtali við petter á Langrenn.com líta æfingar hans í grófum dráttum svona út.

25% hlaup til að auka úthald, 10% hjól til tilbreytingar, 5% styrktaræfingar.

Afgangurinn 50/50 hjólaskíði og á snjó.

Svon nú er að hlaupa, hjóla og stunda hjólaskíðin.

Þóroddur F.


Íþróttasálfræði og afreksíþróttir

Frá ÍSÍ:

 

Komið þið sæl.

 

Þann 30. júní munu níu af fremstu íþróttasálfræðingum Evrópu koma til landsins og halda ráðstefnu um íþróttasálfræði og afreksíþróttir í samstarfi við ÍSÍ og Háskólann í Reykjavík. Einkunnarorð ráðstefnunnar er hagnýting. Þátttakendur munu læra hagnýta hluti til að auka færni sína í aðkomu að afreksíþróttamönnum. Efni ráðstefnunnar er mjög fjölbreytt og leitast er við að það eigi erindi við alla þá sem koma að afreksíþróttastarfi svo sem þjálfara, afreksíþróttamenn, sálfræðinga, sjúkraþjálfara, lækna, íþróttafræðinga, stjórnendur í íþróttahreyfingunni og dómara.

Ráðstefnugjald er 12.000 kr. Veittur er 50% afsláttur fyrir nemendur (láta vita hjá hvaða skóla). Skráning fer fram á skraning@ru.is. Hægt er að greiða þátttökugjald inn á reikning 537-26-500670, kt: 670169-0499. Þegar þátttökugjald er greitt í gegnum heimabanka þarf að senda kvittun á begga@isi.is. Einnig verður hægt að greiða á staðnum.


Ólympíudagurinn á morgun, 23. júní 2010

Ullur mun bjóða áhugasömum að prófa hjólaskíði á milli klukkan 20:00 og 21:00 annað kvöld í Laugardalnum.

Ekki er alveg ljóst hvar við verðum nákvæmlega, annað hvort á bílastæðinu við gervigrasvöllinn hjá Þrótti eða á göngustígnum að baki húsi Þróttar, en nærri bílastæðinu. Munum reyna að gera okkur sýnileg með klæðnaði, fánum og skíðum. Það mun ráðast af aðstæðum og þátttöku Ullunga hvort við höfum keppni í sprettgöngu en öryggi allra þarf að vera í fyrirrúmi.

Þarna gefst vonani gott tækifæri til að kynna gönguskíðaíþróttina, a.m.k. að vissu marki.

Hvet alla til að mæta, í búningum merktum Ulli, með hjólaskíð og venjuleg skíði líka ef einhverjir nenna til að sýna fólki búnaðinn fyrir hvíta dregilinn næsta vetur.

Þóroddur F.


Ólympíudagurinn 2010

Ágætu félagsmenn. Ullur tók áskorun um að taka þátt í Ólympíudeginum sem er næstkomandi miðvikudag. Hugmyndin er að við kynnum hjólaskíði og leyfum fólki að prófa, verðum væntanlega á tartanbrautinni á Valbjarnarvelli eða gervigrasi. Einnig verður sprettstjak (50-100 m), útsláttarkeppni, reynds hjólaskíðafólks og þarf 8 manns í það og síðan e.t.v. stjaktímataka þekktra íþróttamann úr öðrum greinum, líklega 30 m ef við teljum það óhætt, verðum að gæta að öll öryggi.

Ullungar eru beðnir að koma með hjólaskíði og tilheyrandi búnað, skór -stafir-hjálmar-hnjáhlífar, bæði konur og karlar, stórfættir og smáfættir svo sem flestir geti fengið að prófa.

Ágætt væri að heyra frá þeim sem geta mætt með hjólaskíði með tölvupósti á Doddi1@hive.is eða í síma 861 9561

Ullungar eru beðnir að fjölmenna í fatnaði merktum Ulli hvort sem fólk kemur með hjólaskíði eða ekki, þátttakendur fá viðurkenningu frá Alþjóða Ólympíuhreyfingunni.

Ný heimasíða Ulls er nánast tibúin og verður látið vita þegar hún fer í loftið.

Þóroddur F.


Vinnuferð í Bláfjöll á mánudaginn 7. júní.

Farið verður í Bláfjöll á mánudaginn 7. júní og er hittast þar kl 17:30, það fer eftir veðri og vindum hvað við verðum lengi, 2-3 tíma. Ætlunin er að taka til á göngusvæðinu, í og við húsið, halda áfram að slétta skíðsporleiðina, lagfæra snjógirðingu og e.t.v. bæta við og setja upp nýja "tilraunagirðingu" . Þá verða framtíðarmálin rædd, bæði húsnæðismál og sporleið og eru allir félagsmenn hvattir til að taka þátt í ferðinni, hægt er að sameinast í bíla í gegnum spjall hér á síðunni.

Þóroddur F


Hjólaskíði á morgun

Hjólaskíðaæfingarnar hafa ekki farið vel á stað hjá mér. Eitthvað hefur mér gengið illa að mæta.

Á morgun þriðjudag stefni ég þó á að mæta. Reyndar er öxlin eitthvað að stríða mér en ég læt það ekki á mig fá.

Hvet alla til að mæta við Víking kl 1730

Hverjir mæta

dja


Hjólaskíðaæfingar og hjólaskíðamót

Æfingar undir stjórn Daníels Jakobssonar verða sem hér segir á meðan annað verður ekki ákveðið, byrja á morgun.

Þriðjudaga kl. 17:30 við Víkingsheimilið í Fossvogi.

Sunnudaga kl 10:00 við Lágafellslaug í Mosfellsbæ.

Allt hjólaskíðafólk velkomið.

Stefnt er að hjólaskíðamóti á æfingatíma þriðjudaginn 8. júní við Víkingsheimilið, nánar um það síðar.

Þóroddur F.


Vertíðarlok og uppskeruhátíð, sunnudag kl. 18:00-

Sælir Ullungar ungir og eldri.

Það hefur gengið hálf erfiðlega að finna tíma fyrir loka samveru í vor en nú er bara tekin ákvörðun.

Hittumst heima hjá Daníel og Völu í Markholti 9, Mosó, á sunnudaginn kemur, 16. maí, kl 18.

Takið með ykkur eitthvað á grillið og drykkjarföng. Allir Ullungar með fjölskylduna hvattir til að koma. Spjöllum um veturinn, verkefni sumarsins- æfingar - skálinn og búum okkur undir snjóaveturinn 2010-2011.

Þóroddur F.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband