Bláfjöll - vinna við skálann

Stefnt er að vinnu við glerskipti í gluggum kl. 17-21 í dag og frá kl. 9 í fyrramálið og væri æskilegt að ljúka verkinu á morgun laugardag. Magnús b., Þórhallur A og ÞFÞ haf verið við þetta en 2-3 til viðbótar væru þegnir í verkið - hafi gjarnan með hleðsluborvél, skrúfbita og sporjárn. Á morgun verður líka hægt að fúaverja glugga ofl.

Alltaf er hægt að bæta gróthreinsun á sporsvæðinu ef komið er með malarhrífur, skóflur, hjólbörur.

Ef einhver hefur álstiga/tréstiga - tröppu, 2,5 m sem hann er t.d. í vandræðum með að geyma er þörf á slíkum grip í húsinu einnig tilvalið fyrir nokkra félagsmenn að slá saman í púkk og kaupa græjuna og mæt a með á morgun. Stigiinn nýtist fyrst og frest við að komast upp á háaloftið en einnig við lagfæringar á húsinu að utan.

Þóroddur F.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband