Haustverk Ullunga

Sæl öll.

Geng út frá því að félagsmenn stundi heilsurækt af öllu tagi til að búa sig undir veturinn. Fann lykt af snjó í Bláfjöllum í dag, þar sem jaðraði við að væri slydda. Stjórnin hefur fundað í tvígang að undanförnu og m.a. eru þjálfaramál fyrir börn og unglinga að skýrast. Ljóst er að rekstur skálans í Bláfjöllum, einkum rafmagnskostnaður, er talsverður og duga félagsgjöld rétt fyrir honum en þá er ekkert til annarra verkefna sem við viljum ráðast í. Því er ljóst að félagsgjöld þarf að hækka í vor og einnig þiggjum við allar tillögur um fjáraflanir svo og styrki frá félagsmönnum að ekki sé talað um fyrirtæki. Margt smátt hjálpar til. Unnið er að því að opna nýju heimasíðuna og verður skoðað hvort við getum ekki haft einhverja uppákomu til að vekja athygli á því og félaginu. Segjum meira frá þessu þegar nær dregur.

Set hér inn minnisblað um verkefni framundan og geta margir lagt hönd á plóginn.

Minnisblað 19.9.2010 Verkefni við skála Ulls.
1. Fúaverja glugga að utan, ein umferð, gluggakarma og að norðan  2 umferðir með 6 klst. millibili.
2. Fúaverja þakkant á gafli við inngang. ÞFÞ búinn með ein umferð nema að norðan.
3. Pússa/skafa útihurð, skipta um gler í útihurð, listar og gler á staðnum en þarf góða sög, fúaverja útihurð spurning með lit. ÞFÞ búinn að pússa hurðina en hún er léleg og spruning hvort ekki er einfaldast að fá nýja hurð, áekki einhver úthurð með gleri?
4. Rafmagn. Setja ljós í geymsluna og rafmagnstengil fyrir blástursofn, skóþurrkun. Yfirfara raflögn í tenglum á gafli þar sem ekki er straumur, koma ljósi á útiljós á gafli e.t.v. bara peran.
5. Bæta festingu á einum ofni.

6. Smíða/kaupa stiga/tröppu til að komast upp á loft.
7. Ljúka við geymslusmíði, læsing og loftræsting. Skarphéðinn yfirsmiður.
8. Smíða skóhillur í geymslu, smíða snaga fyrir stafi í geymslu og rekka fyrir skíði.

9. Smíða stand fyrir skíði sem verður úti á skafli/palli.
Haraldur Hilmars búinn að taka að sér.
10. Smíða stífu að baki útihurð með krók til að festa útihurðina opna.
11. Skipta um brotna rúðu og komast fyrir leka með gleri á einum stað á stafni og með tveimur opnanlegum fögum á suðurhlið. ÞFÞ pantar rúðuna.

12. Bera á gluggakarma og sillur að innan ath. efni og lit.

13. Setja þakrennur og niðurföll á húsið.

Önnur verkefni.

1. Merkja skíði, stafi og skó, eignast meira af þessu öllu.
Óskar J. vinnur að merkingum

2. Vefmyndavél.
3. Tímatökubúnaður.
ÞFÞ

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband