Bláfjöll - Vasagangan

Skrapp upp í Bláfjöll í gær, þar var slydda og ansi blautt, reyndi ekki að fara á skíðin en snjórinn er og verður nægur þegar styttir upp og kólnar aðeins. Til að byrja með henta sjóskíði betur á Leirunni en þar er stór tjörn sem við komumst þó framhjá.

Er ekki einhver húsasmiður í félaginu? Það þarf að gera lagfæringar á húsinu í Bláfjöllum einkum þarf að taka í gegn gluggana sem halda ekki vatni, ÍTR sem á húsið hefur spurt hvort við getum gert úttekt á því sem þarf að gera og kostnaðaráætlun miðað við að við sjáum um verkið.

Nú hefst Vasavikan á sunnudaginn með Ungdomsvasan og þar á Ísland tvo verðuga fulltrúa í fyrsta sinn (svo ég viti) það eru þau Heiða og Gústaf Darra og Fríðu börn. Á sunnudaginn eftir viku verður svo Vasagangan og er spurning hvort við getum komið einhversstaðar saman og horft á útsendingu sænska sjónvarpsins en startið er 07 á okkar tíma. Kannski einhverjum sportbarnum í morgunmat og fram að hádegi t.d. ???

Þóroddur F.


Bláfjallagangan úrslit 15 km

15 konur aldur

15 km karlar til 4915 km karlar 50+

 


Bláfjallaganga úrslit 4 km

4 km aldur stúlkur4 km aldur strákar

Bláfjöll - Vasagangan

Skrapp upp í Bláfjöll í gær, þar var slydda og ansi blautt, reyndi ekki að fara á skíðin en snjórinn er og verður nægur þegar styttir upp og kólnar aðeins. Til að byrja með henta sjóskíði betur á Leirunni en þar er stór tjörn sem við komumst þó framhjá.

Er ekki einhver húsasmiður í félaginu? Það þarf að gera lagfæringar á húsinu í Bláfjöllum einkum þarf að taka í gegn gluggana sem halda ekki vatni, ÍTR sem á húsið hefur spurt hvort við getum gert úttekt á því sem þarf að gera og kostnaðaráætlun miðað við að við sjáum um verkið.

Nú hefst Vasavikan á sunnudaginn með Ungdomsvasan og þar á Ísland tvo verðuga fulltrúa í fyrsta sinn (svo ég viti) það eru þau Heiða og Gústaf Darra og Fríðu börn. Á sunnudaginn eftir viku verður svo Vasagangan og er spurning hvort við getum komið einhversstaðar saman og horft á útsendingu sænska sjónvarpsins en startið er 07 á okkar tíma. Kannski einhverjum sportbarnum í morgunmat og fram að hádegi t.d. ???

Þóroddur F.


Myndir komnar í albúmið

IMG_8778

Hér má sjá myndir frá Bláfjallagöngunni sem að Vala tók. Við munum bæta við fleiri myndum næstu daga.

Svo tók hann Guðmundur Hafsteinsson Ullungur myndir líka en þær má finna hér. Hann tók þessar myndir.

Það er gaman þegar að fólk lætur okkur vita um myndir sem að það tekur og deilir með okkur.

IMG_8856

Guðmundur er með 171 mynd frá göngunni og sérstaklega er gaman að sjá myndirnar úr startinu.  Þvílíkur fjöldi. Flestir sjást á a.m.k. einni mynd. Brautin í göngunni reyndist vera 15,1 km. sem þýðir að hringurinn var um 3,5 km. 87 fengu skráðan tíma í göngunni. 52 í fimmtán km. 32 í fjórum km og 3 í einum km.


Námskeiði frestað

Námskeiði sem vera átti í dag kl 11:15 er frestað.

Brjálað veður í fjallinu. Látum vita síðar hvenær það verður haldið

KK dja


Takk fyrir daginn í Bláfjöllum

Þátttaka í Bláfjallagöngunni fór fram úr björtustu vonum þrátt fyrir slæmt veðurútlit en þetta slapp fyrir horn þó veðrið hefði mátt vera betra. Við Ullungar lærðum margt við framkvæmd mótsins og vonumst til að standa betur að mótum í framtíðinni. Við Ullungar viljum þakka ykkur þátttökuna ekki síst þeim sem komu utan af landi og lögðu á sig langferð.


Þóroddur F.

e.s. ég vil minna þá sem ætla að mæta á masterclass námskeiðið að mæting er í Bláfjöllum kl. 11:15 í fyrramálið svo framarlega að ekki komi nýjar upplýsingar hér.

ÞFÞ


Vel heppnuð Bláfjallaganga

Um 90 manns mættu til leiks í Bláfjallagöngu Ullar í dag. Veðrið var aðeins að stríða okkur en við létum það ekki á okkur fá. Styttum brautina í 3,75 km og gengum 4 hringi lengst.

Í kvennaflokki var Elsa Guðrun Jónsdóttir fyrst í 15 km og Andir Steindórsson í karlaflokki.

Við stefnum að því að koma helstu úrslitum inn á morgun sunnudag.

 


Bláfjallaganga haldin í dag

Ákveðið hefur verið að halda mótið miðað við áætlun, þ.e. start er kl. 13.00

Í Bláfjöllum er þoka og í morgun gékk á með pínu skúrum en þessa stundina er engin úrkoma. Aðstæður eru þannig að það er klísturfæri.

Við ætlum að stytta vegalengdirnar þannig að lengsti hringur verður 3.3 km. og lengsta vegalengd 13.2 km eða 4 x 3.3 km

Vonumst til að sjá sem flesta í fjallinu á eftir með bros á vör.


Athugun með Bláfjallagöngu

Vegna veðurs og aðstæðna er mótahald í skoðun. Nánari upplýsingar verða gefnar hér fyrir klukkan 11.00

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband