14.2.2009 | 09:07
Bláfjallagangan verður haldin í dag
Bláfjallagangan verður haldin, þó blautt sé í Fjöllunum. Verið er að troða sporið.
Þóroddur F.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2009 | 07:59
Bláfjallagangan - veðurútlit og færi
Góðan daginn. Veðurhorfu þær sömu og í gærkvöld ég spái -1 til +2, vindur ekki vandamál, einhver úrkoma hugsanleg.
Þetta verður fínn dagur og almenningur hvattur til að kom í Bláfjöll og taka þátt í göngunni.
Þóroddur F. Þ.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2009 | 11:22
Bláfjallagangan
Skráning í Bláfjallagönguna fer fram í nýja Ullar-húsinu, sem er litli skálinn á bílaplaninu gengt svonefndu gönguplani, klukkan 11.30-12.45. Hægt er að skrá sig fyrirfram á skidagongufelagid@hotmail.com en þeir sem gera það eru beðnir að koma við í Ullar-húsinu til að ná í númerið sitt.
Í húsinu verður aðstaða til að smyrja á skíðin.
Að göngu lokinni bjóða Ullungar til kaffisamsætis og verðlaunaafhendingar í skála Breiðabliks. Hann stendur við efri enda byrjendalyftanna í Kóngsgili (vona að þetta sé skýrt).
Við komumst inn í húsið klukkan 15.00 og búist er við að verðlaunaafhending fari fram milli hálf fjögur og fjögur.
Hlökkum til að sjá sem flesta í Bláfjallagöngunni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2009 | 10:53
Bláfjallagangan- veðurhorfur góðar
Var að ræða við Veðurvaktina. Nokkuð hefur snjóað í fjöllunum en hiti núna að skríða yfir frostmark og mun rigna nokkuð fram að kaffi þá þornar og kólnar. Hugsanlega frystir undir morgun en um hádegi á morgun verður um 2 °C, vindur 4-6 m/s (logn á Leirunni eins og alltaf) og úrkomulaust.
Semsagt frábært keppnis- og útivistarveður á morgun í Bláfjöllum og allir sem vettlingi geta valdið (jafnvel hægt að ganga berhentur) mæta og vera með.
Það þarf að gefa regnvatninu séns á að síga niður þannig að ekki liggur fyrir hvenær sporað verður en sérfræðingar meta það í dag og við munum upplýsa um það eftir getu m.a. m.t.t. þess hvort líkur verði á því að sporið nái að frjósa í nótt, en búumst við 2°C um hádegi á morgun.
Þóroddur F.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2009 | 22:39
Skráðir í Bláfjallagönguna 2009
Nokkrir forsjálir skíðamenn hafa þegar skráð sig í gönguna á laugardaginn. Við hvetjum fleiri til að gera slíkt hið sama og senda okkur póst.
20km
Kristbjörn R. Sigurjónsson
Kári Páll Jónasson
Magnús Eiríksson
Þóroddur formaður
Hrefna Katrín Guðmundsdóttir
Hólmfríður Vala Svavarsdóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2009 | 22:16
Masterclassnámskeið
Masterclassnámskeiðið hjá Óla verður í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ kl 17:00-19:00.
Kv. Vala 821-7374
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.2.2009 | 11:14
Bláfjallagangan - veðurhorfur
Var að fá eftirfarandi frá félaga okkar Einar Sveinbjörnssyni á Veðurvaktinni: Lítur vel út og skora ég fólk að fjölmenna, skráið ykkur svo nóg verði af tertunum og kaffinu við verðlaunafhendinguna.
Það lítur út fyrir nokkra leysingu í kvöld og nótt og eins á morgun. Fyrsta kastið mun þó bæta í snjóinn, en hlánar í nótt. Gera má ráð fyrir um 20-30 mm úrkomu á morgun, rigningu og hita 3 til 4 stig á göngusvæðinu. SA-átt, varla nema strekkingur á morgun.
Aðfararnótt laugardag rofar til og kólnar jafnvel lítið eitt, frystir jafnvel um morguninn.
Á laugardag er spáð ágætu veðri. Vindur verður afara hægur S eða SA átt. Mestar líkur á því að það verði úrkomulaust, en sennilega skýjað, jafnvel lágskýjað með þokuruðningi. Hitastigið yfir daginn er sennilegast að verði þetta 1 til 2 stig. Hins vegar ef bjartara verður yfir í þetta hægum vindi, er hiti alveg við frostmark líklegur á göngusvæðinu.
Þóroddur F.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2009 | 23:42
Masterclassnámskeið
Ullur í samstarfi við SKÍ býður upp á námskeið fyrir þá sem vilja meiri fróðleik um gönguskíðin. Kennari verður Ólafur Björnsson íþróttakennari og þjálfari hjá Skíðafélagi Akureyrar. Ólafur hefur mikla reynslu af þjálfun, bæði hér á landi og í Noregi og hefur m.a. verið landsliðsþjálfari Íslands.
Námskeiðið er ætlað þeim sem eru að nota skíðin sem æfinga- og keppnistsport.
Bóklegt hefst kl 17 á föstudaginn 13.2 n.k., fundarstaður tilkynntur síðar (en verður í bænum).
Farið verður í gegnum það hvernig æfingaáætlun er byggð upp fyrir skíðagönguþjáfun og hvaða þætti er mikilvægt að séu með í þeirri áætlun. Teknir verða sérstaklega fyrir þjálfunarþættir eins og þol, styrkur, snerpa/hraði og hvaða aðferðir við getum notað til að bæta þessa eiginleika. Einnig verður farið í mikilvægi markmiðssetningar í þjálfuninni.
Verklegt kl 11:15 á sunnudaginn 15.2 n.k. í Bláfjöllum við Ullarskálan.
Farið verður í tækniæfingar, styrktaræfingar á skíðum og dæmi um áfangaþjálfun á skíðum
Síðan verður að sjálfsögðu reynt að svara spurningum sem brenna á fólki varðandi hitt og þetta í þjálfun.
Fylgist með hér á síðunni. en skráning er á skidagongufelagid@hotmail.com. Námskeiðsgjald er 2500 kr.
Ekki missa af þessu.
Bloggar | Breytt 11.2.2009 kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.2.2009 | 19:24
Bláfjallagangan, undirbúningur á fullri ferð
Við framkvæmd skíðagöngumótsins væri mikið hagræði að hafa einn vélsleða og sá sem gæti komið með hann er beðinn að hafa samband við undirritaðan.
Þóroddur F.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.2.2009 | 21:34
Brautin í Bláfjallagöngunni
Á myndinni hér að ofan er 10 km brautin sem notuð verður í Bláfjallagöngunni næstu helgi merkt með Bláu. Ræst verður við Gosann, sem er stólalyftan í Suðurgili. Brautin er ekki ólík þeirri frá í fyrra en hér er smá leiðarlýsing. Ég veit að kortið er ekki fullkomið en vinsamlega takið viljan fyrir verkið. Á myndinni er Ljósabrautin merkt með grænu og hefðbundni 10 km hringurinn með rauðu.
Fyrstu 500 metrarnir niður á bílastæði eru léttir. Þaðan er á fótinn í 1,5 km að 2 km markinu. Síðustu 500 metrarnir þangað eru mjög drjúgir sérstaklega þar sem engin hvíld er frá 0,5 að 2 km.
Frá 2 km og að 4,0 km er mjög létt. Fyrst góð brekka niður og svo sléttur og lítið um brekkur. Við 4 km er létt brekka og aftur við ca. 4,5 km. Svo kemur brekka niður og flati (Leiran við startið) og þá tekur við 500 metra drjúg brekka upp gilið.
Frá 5,5 km að 6 km er mjög létt undan fæti en þaðan og upp í 8 km er mikið á fótinn. Ekki brattar brekkur en ekki mikið um alvöru hvíld. Fyrir þá sem þekkja til þarna er þetta brekkan í ljósabrekkunni. Hún er þó ekki gengin heldur er sikk-sakkað upp hana eins og sjá má á myndinni.
Frá 8 km og niður í mark er mjög létt, nema ein smá brekka 500 m fyrir mark.
5 km hringurinn eru fyrstu 5 km af 10 km hringinum. 20 km fara tvo 10 km hringi. Krakkarnir fara smá hring á Leirunni.
KK dja
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)