enging æfing í dag

Lokað í Bláfjöllum. Því verður engin æfingin í dag.

kv. vala


Barnaæfingar um helgina

ullur 8aef sk (112)Hæ krakkar. 

Ég ætla á Hólmavík í Íslandsgönguna á morgun.  Friggi pabbi Lovísu Huldar og Árna Fannars verður með æfinguna fyrir mig. 

Mætið hress kl 13:00 á leirunni og verið dugleg því nú styttist í Andrés.

Ég sé ykkur á sunnudag kl 13:00 og hlakka til. 

kv. Vala


Hugmynd fyrir þá sem ekki fara í Strandagönguna

Ég fékk hringingu frá Unnari hjá Icesafri sem gerir út frá Hólaskógi (ofan Búrfellsvirkjunar) þar er verið að byrja með gönguskíðaferðir og gæti þróast skemmtilega með endalausum skíðasporum. Um helgina er sérstakt tilboð og áhugasamir geta skoðaða það á eftirfarandi síðu http://obyggdir.blogspot.com/ . (Einnig icesafari.is) Ég ákvað að setja þetta hér inn þar sem hugsanlega þróast þetta út í það að lagt verði skíðaspor og gæti orðið stórgaman að taka helgaræfingu þarna uppfrá.

Þóroddur F.


Strandagangan á laugardaginn, skíðafæri í Heiðmörk

Strandagangan er á laugardaginn sbr. http://strandagangan.blogcentral.is/

 Amk. ÞFÞ, DJ og HV hafa skráð sig, Gerður, Hrefna og Björk lýst áhuga og vonandi fleiri

 Gistimöguleikar á stór Hólmavíkur svæðinu eru.

Gistiheimilið Kirkjubóli, strandir.is/kirkjubol , Steinhúsið á Hólmavík, steinhusid.is , Bær á Selströnd ferðaþjónusta, this.is/baer, Malarhorn Drangsnesi, strandir.is/malarhorn , Gistiþjónusta Sunnu, drangsnes.is/sunna  og Hótel Laugarhóll Bjarnafirði, strandir.is/laugarholl , Gistiheimilið Hólmavík

Verið er að troða spor frá Helluvatni í Heiðmörk og uppl. að nota það ef of hvasst er í Bláfj.

Þóroddur F.


Til hamingju allir þátttakendur í Vasavikunni, ofl.

Íslenskir þátttakendur stóð sig með sóma í keppnum Vasavikunnar, ég hef ekki bori saman í hvaða sæti þeir lentu núna miðað við í fyrra en í fljótu bragði sýnist mér hærra hlutfall hafa lokið göngu nú en undanfarin 2-3 ár a.m.k. Árangur Andra Steindórssonar verð ég þó að nenfa, 501 sæti er glæsilegt.

Það var fjöldi fólks í Bláfjöllum í gær og í dag, ég náði nöfnum 75 einstaklinga á milli kl. 11 og 13:30 í gær og missti örugglega af 25-30 en mikil fjölgun var á svæðinu eftir þann tíma og sjálfur stóðst ég ekki mátið og fór út í sporið. Ég tel að milli 300 og 400 hafi verið á gönguskíðum í ægr á milli kl 10 og 18, þegar ég fór af svæðinu og horfði á eftir fólki út í "sporið" sem var reyndar í styttri kantinum. Miðað við snjóalög og það spor sem lagt var í dag og ég gekk allt veit ég ekki hvað stýrði ákvörðun um sporlagningu í gær en þá var eitthvert besta gönguveður sem komið hefur í vetur.

Minni á Strandagönguna á laugardaginn.

Útsaumað merki Ulls til að setja á föt er komið og kostar kr. 1000.

Þóroddur F.


barnaæfingar um helgina

ullur 8aef sk (112)Barnaæfing verður á morgun laugardag og á sunnudag kl 13:00 báða dagana. 

Við Daníel verðum ekki í bænum svo að Birgir Gunnarsson, pabbi Birgittu ætlar að vera með æfinguna.

Góða skemmtun og verið dugleg.

kv. Vala


Skíðafæri, æfingar og mót

Skíðafæri til skíðagöngu er stórfínt í Bláfjöllum og hefur bætt talsvert við snjó síðan á sunnudaginn.

Veðurspá er þokkaleg, mun snjóa meira og gæti síðan orðið ágætis veður á laugardaginn og er þá um að gera að fjölmenna í fjöllin. Á sunnudag er spá ekki jafn góð en það gerir ekkert til því þá reyna líklega flestir að rífa sig upp fyrir 07 og horfa á Vasagönguna, milli þess sem gerðar eru magaæfingar og armbeygjur.

Um aðra helgi er Íslandsgangan á Hólmavík og væri gaman ef við gætum fjölmennt og upplagt að ræða saman og raða í bíla hér á síðunni. Sumir ætla á föstudagskvöld vestur og eru að skoða gistingarmöguleika.

Síðan er stefnt að Reykjavíkurmóti 21. mars, Íslandsgöngu á Húsavík 28. mars og að lokum er Fossavatnsgangan 2. maí svo það er að nógu að stefna.

Útsaumað merki félagsins er komið og verður til sölu en upplagt er að sauma það í fatnað.

Húsið í Bláfjöllum veður opið fyrst um sinn þegar lykilmenn verða á svæðinu en lyklum er að fjölga, lítið endilega þar við´t.d. á laugardaginn og ræðum um hverngi við viljum nýta húsið og hvað okkur vantar þar inn.

Þóroddur F.


45-an

 Hálf Vasa er í dag.  Hér má sjá úrslit Íslendinganna sem tóku þátt.


Opið spor í Vasagöngunni í dag

Darri Mikaelsson kominn í mark á 6:47:41 glæsilegt.

Gerður Steinþórsdóttir er komin á 9:41.24 frábært hjá henni.´

Darri sagði að það hefði snjóað fram að hádegi en svo farið batnandi og hann var alveg steinhissa á hvað hann náði góðum tíma en æfingin skapar meistarann og við sjáum að Gerður er líka á góðum tíma miðað við tíma hennar í fyrra og verri aðstæður núna.

Þóroddur F


Ungdomsvasan í dag glæsilegt hjá Heiðu og Gústaf

  Gústaf Darrason kominn í mark í 3 km göngu 9-1 ára á tímanum 17:34 og í 37 sæti, sigurvegarinn gekk á 14:02.

Heiða Darradóttir gekk líka glæsilega í 7 km göngu 13-14 ára á tímanum 33:21 og í 50 sæti af 115.

Til hamingju Gústaf og Heiða, glæsilegt hjá ykkur og við Ullungar eru stolt af ykkur.

Þóroddur F


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband