Ólympíudagurinn á morgun, 23. júní 2010

Ullur mun bjóða áhugasömum að prófa hjólaskíði á milli klukkan 20:00 og 21:00 annað kvöld í Laugardalnum.

Ekki er alveg ljóst hvar við verðum nákvæmlega, annað hvort á bílastæðinu við gervigrasvöllinn hjá Þrótti eða á göngustígnum að baki húsi Þróttar, en nærri bílastæðinu. Munum reyna að gera okkur sýnileg með klæðnaði, fánum og skíðum. Það mun ráðast af aðstæðum og þátttöku Ullunga hvort við höfum keppni í sprettgöngu en öryggi allra þarf að vera í fyrirrúmi.

Þarna gefst vonani gott tækifæri til að kynna gönguskíðaíþróttina, a.m.k. að vissu marki.

Hvet alla til að mæta, í búningum merktum Ulli, með hjólaskíð og venjuleg skíði líka ef einhverjir nenna til að sýna fólki búnaðinn fyrir hvíta dregilinn næsta vetur.

Þóroddur F.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að ég verði upptekin í öðru á þessum tíma, en ég skal reyna að koma með hjólaskíðin svo aðrir geti prófað.

Hrefna (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband