Færsluflokkur: Bloggar

Hjólaskíði á morgun frá Lágafellslaug kl 10

Mér sýnist að það sé orðið hjólaskíðafært og ekki skíðafært
Förum kl 10 frá Lágafellslaug og svo sund á eftir.
Hverjir mæta?
dj

Bláfjöll, búið að þjappa hring

Ómar S. í Bláfjöllum var að hringja, hann er búinn að þjappa hring á Slétunni en þar sem snjólagið er ekki þykkt allsstaðar ákvað hann að spora ekki, minni hætta á að skíðamenn lendi á grjóti. Ljós verða á staurum fram til ca 22 í kvöld.

Þóroddur F.


Pantanir í galla fara á morgun

Jæja það er kominn slatti af pöntunum í galla.

Pöntunin fer á morgun.

 Sjá hér. http://skidagongufelagid.blog.is/blog/skidagongufelagid/entry/985219/

 


Þriðjudagsæfing - hlaup frá Víkingsheimilinu 17:30

Var að tala við Daníel og þetta eru skilaboð frá honum, líklega ekki hjólaskíðafæri vegna hálku.

Þóroddur F. 

 

Var að tala við menn í Bláfjöllum, 14 m/sek í allan dag er þó aðeins að lægja, mest af snjó fokið burt. 9 stiga frost og góð kæling. Hugsanlega hangir eitthvað á hringnum sem ekinn var á troðara í gær en ekkert spor.

DJ segir til um æfinguna, bílastæðahús Kringlan 300m / Holtagarðar 500 m hringur seint í kvöld eða fyrir vinnu í fyrramálið???

Þóroddur F.


Bláfjöll

Þóroddur er í Bláfjöllum og þar er nægur snjór en ekkert troðið

Þæfingur uppefftir og hálka.

Vonandi verðum við á skíðum á þriðjudagsæfingunni.

kv. vala


Sýnist við ekki vera á leið á hjólaskíði.

Ætli sé ekki best að reyna að fara í Heiðmörk á skíði eða Bláfjöll.

En það verður ekki fyrr en einhverntíman

dj


Rúllum frá Lágafellslaug á morgun kl 10

Förum frá Lágafellslaug á morgun.

Svo sund.

Gæti orðið spennandi.

Kk dja.


Göngugallar, hverjir hafa áhuga?

valaNú stendur til að panta göngugalla. Um er að ræða sömu galla og síðast þ.e. bláa Craft keppnisgalla (sjá mynd).

Gallarnir henta öllum sem ætla að æfa eða keppa, ekki bara hörðustu keppnismönnum.

Verð:

Fullorðnir 

Treyja kr. 10.540,-  XS-XXL

Buxur kr.   9.860,-  XS-XXL

Samtals   20.400 kr. 

Börn 120-160 

Treyja kr. 8.920,-

Buxur kr. 7.510,-

Samtals 16.430 kr.

 

Hugsanlega kemur eitthvað smá umsýslugjald.

 

Þeir sem vilja panta geta gert það með því að senda meil á skidagongufelagid@hotmail.com

Pöntun þarf að vera komin fyrir n.k. miðvikudag og þá berast fötin fyrir jól.

 

Ef einhver vill átta sig á stærðum þá eru Craft hlaupaföt fyrir fullorðna til sölu í Afreksvörum í Glæsibæ. Svo eru til gallar hér og þar sem hugsanlega er hægt að máta. Erfiðara fyrir börnin er þar er þetta í cm. stærðum.

 

P.s. ef einhver á bjartari mynd af gallanum má senda hana á sama meil.

 

KK daníel

 


Taumerki Ulls eru komin

Vil vekja athygli á því að ný sending af merki Ulls, sem ætlað er til að sauma á fatnað, er komin og kostar merkið kr. 1200. Hólmfríður Þóroddsdóttir sér um merkin og er hægt að hafa samband við hana t.d. í gegnum netfangið darriogfrida@internet.is

Farið varlega á hjólaskíðunum í myrkrinu og verið dugleg að dansa snjódansinn. Spennandi að vita hvort nægilega snjóar í Bláfjöllum um helgina til þess að hægt verði að fara á skíði. Fréttir verða hér um leið og eitthvað verður að frétta.Smile

Þóroddur F.


Æing í dag kl 1730

Frá Víking

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband