Færsluflokkur: Bloggar

Æfingabúðir á Ísafirði 26.-29. nóvember

Ullungar hvattir til að skoða þetta, sammælast í bíla og leita að hagstæðri gistingu.

                                                                                                             

 Æfingabúðir fyrir væntanlega VASA fara og aðra sem hyggja á stórar göngur innanlands sem utan ,  26/11-29/11í samstarfi við Fossavatnsgönguna, Skíðafélag Ísfirðinga,  Ísafjarðarbæ,  Hótel Ísafjörð.   Haldið á Seljalandsdal.

 

Fimmtudagur 26/11/2009

Tækniæfing    kl.18:30-19:30   

Föstudagur 27/11/2009

Æfing

kl. 10:00 -  12:00Hópur 1: Áfangaþjálfun I3 3x10 min. m/2 min.hvíldHópur2:. róleg langþjálfun,fylgst m/tækniUpptaka af þáttakendum  Æft verður áSeljalandsdal
Áburðarkennslakl. 14:00 -  15:30Gönguhúsi

Æfing

kl. 17:00 -  18:30Róleg langþjálfun,m/tækniæfingum  Æft verður áSeljalandsdal
 

Laugardagur 28/11/2009

   
Æfing
kl. 10:00 -  12:00Langþjálfun 1:30-2:00Upptaka af þáttakendum  Æft verður áSeljalandsdal
Myndbandasýningkl. 14:00 -  15:30 

Æfing

kl. 17:00 -  18:30Létt æfing með smá sprelli Æft verður áSeljalandsdal
Sameiginlegur kvöldmatur, Tjöruhúsi.kl. 20:00 -  ?? 
 

Sunnudagur 29/11/2009

Æfing

Kl. 10:00 -  12:00Hópur 1. Upphitun síðan áfangar 1x8 min I3  og 4x3mín I4, 2min hvíldHópur 2: Langþjálfun, hugað að tækni  Æft verður áSeljalandsdal
  Æfingagjald kr. 8.500,-Þjálfarar: Åshild Höva Sporsheim, Trond VognildÁburðarkennsla:   

Nánari uppl. Kristbjörn s. 896 0528 , Heimir s: 862 3291        

 

 

 

 

 


Góðar skráningar í Vasa.

Skv. heimasíðu Vasagöngunnar vasaloppet.se er bara fínar skráningar í Vasa. 49 Íslendingar eru skráðir í einhverja gönguna.

Sjá lista hér að neðan.

Nr.
Namn
Klubb/OrtLoppStartnummerStartgrupp/Åkdag
1Magnus EirikssonIcelandVasaloppet32663
2Birkir StefanssonIcelandVasaloppet125743
3Kristbjörn SigurjóNssonIcelandVasaloppet43404
4Baldur IngvarssonIcelandVasaloppet54225
5Thorhallur AsmundssonIcelandVasaloppet56635
6Njall EidssonIcelandVasaloppet56815
7Kristinn KristjanssonIcelandVasaloppet57335
8Kari JohannessonIcelandVasaloppet64366
9Johannes KarasonIcelandVasaloppet74777
10Jörundur TraustasonIcelandVasaloppet81518
11Einar Björn KristbergssonIcelandVasaloppet87428
12Katrin Sif KristbjörnsdottirIcelandVasaloppet185658
13Gudrun PalsdottirIcelandVasaloppet186979
14Áslaugur HaddssonIcelandVasaloppet1211310
15Jakob StefanssonIcelandVasaloppet1215310
16JóN ÁRni KonráðSsonIcelandVasaloppet1311410
17Bergthor OlasonIcelandVasaloppet1448810
18Johann OlasonIcelandVasaloppet1448910
19Vidarmar MatthiassonIcelandVasaloppet1609110
20Eyrun BjornsdottirIcelandVasaloppet1871710
21Linda BjornsdottirIcelandVasaloppet1871810
22Rosmundur NumasonIcelandVasaloppet73427
23Ottar ArmannssonIcelandVasaloppet93689
24Bragi RagnarssonIcelandVasaloppet97959
25ÓLi MetúSalemssonIcelandVasaloppet97989
26Ingvar EinarssonIcelandVasaloppet98759
27Haraldur HilmarssonIcelandVasaloppet147929
28ÓLafur JohannssonIcelandVasaloppet1249010
29Stefan ThorarinssonIcelandVasaloppet1257210
30Sigmar StefáNssonIcelandVasaloppet1260510
31Thorarinn StefanssonIcelandVasaloppet1261410
32Erlendur StefanssonIcelandVasaloppet1261510
33Hilmar HjartarsonIcelandVasaloppet1481910
34Ragnhildur JonsdottirIcelandVasaloppet1747010
35Halldor MargeirssonIcelandÖppet Spår103960
36Rannveig HalldorsdottirIcelandÖppet Spår103970
37Vilborg GudmundsdottirIcelandÖppet Spår104000
38Pall GislasonIcelandÖppet Spår3170
39Karl LauritzsonIcelandÖppet Spår28470
40Pétur HeimissonIcelandÖppet Spår29830
41Hjörleifur ThorarinssonIcelandÖppet Spår116000
42Bergthora BaldursdottirIcelandÖppet Spår116010
43Karen Erla ErlingsdottirIcelandTjejVasan099
44Olöf RagnarsdottirIcelandTjejVasan099
45Gisli OskarssonIcelandHalvVasan2410
46Porolfdottir SigríðUrIcelandHalvVasan3190
47ÓLi MetúSalemssonIcelandHalvVasan7120
48Johanna RosmundsdottirIcelandHalvVasan2380
49Numi Leo RosmundssonIcelandUngdomsVasan4052


Sunnudagsæfingin frá Árbæjarlaug

Á sunnudaginn ætlum við að leggja upp frá Árbæjarlaug og taka hring þar ca 15-20 km á hjólaskíðum. Eins og vanalega er sund á eftir.

Ég verð á Akureyri, þannig að mín ósk er að Halli sýni ykkur leið um Grafarholt o.fl. sem hann ræddi í dag. Æfinging er eins og venjulega kl 10:00

Í dag var fín æfing. Einn nýr hjólaskíðari, Hlynur bættist í hópinn. Hann er þá sá 24 sem mætir á æfingu hjá okkur í haust. Flott að fá nýjan mann. Hlynur kom svo sannarlega á óvart en hann átti erfitt með að sannfæra aðra mætta að um að hann væri að fara í fyrsta sinn.

Aðrir mættir voru, Halli, Siggi, Kalli G, Gulli og ég. Við tókum 9 spretti í brekkunum við Borgarspítalann. Mjög fínt. Svo var rúllað út í Nauthólsvík.

Minni þá sem huga að mætingu næsta Þriðjudag að gott er að vera í endurskynsvesti og með ennisljós. Endilega mætið.

Ég myndi gjarnan vilja sjá mætingarmet sem er 10 slegið.

Ofurganga á Akureyri um helgina ofl. FRESTAÐ-FRESTAÐ til 5. des.

Minni á ofurgönguna, kemst ekki sjálfur, gaman væri ef fólk tjáði sig hér sem ætlar norður (samflot?) og norðanmenn upplýsi um aðstæður og horfur. Það var ekki laust við að það færi notalegur straumur um mig við að lesa hér á síðunni um árangur Einars í Noregi.

Geri ráð fyrir að einhverjir mæti í Fossvoginn á eftir, fer sjálfur niður á Sæbraut.

Látið heyra í ykkur Ullungar ef þið eruð með hugmyndir um eitthvað sem þið hefðuð áhuga á að Ullur stæði fyrir núna á næstunni til að kveikja í skíðagöngufólki.

Þóroddur F.


Birkebeiner

Þeir sem ætla í Birkebeinergönguna þyrftu að fara að huga að skráningu. Ekki er hægt að taka á móti skráningum sem hópur. Því er þeim sem vilja fara bent á að skrá sig og láta okkur svo vita, ef þið viljið vera í samfloti.

Við ætlum að skoða með gistingu. Hugmyndin er að fara út á miðvikudegi og koma heim á sunnudegi.

Hér er hægt að skrá sig á norsku http://birkebeiner.no/Min-Side/Pamelding/

Hér er hægt að skrá sig á ensku http://www.birkebeiner.no/English/Online-registration1/

 


Mætingar

Ullarmerkið með stórum kantiEr að reyna að halda utan um skráningar, svona er ég með þetta núna.

Ef einhver telur upp á sig syndgað þá endilega látið í ykkur heyra. Sjá meðf. skrá.

Samtals eru þetta skv. mínum bókum 23 aðilar sem hafa mætt á æfingu hjá okkur. Þeir hafa að meðaltali mætt um 3,4 sinnum og samtals eru þetta 78 mætingar.

Ég mætti ekki á fjórar æfingar og hef því ekki yfirlit yfir það hverjir mættu þá. En það eru fjórar æfingar í röð frá 25.10. Getur einhver sent mér það.

Skv. þessu er Halli mætingarkóngur er búinn að mæta alltaf, þegar að ég hef mætt. Biggi er með eitt skróp og Viðar hefur mætt


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Frábær árangur Íslendings í Noregi.

snorri einar einarssonSnorri Einar Einarsson er hálfur Íslendingur og búsettur í Noregi. Hann er fæddur 1986 og hefur æft gönguskíði um árabil. Um helgina tók hann þátt í opnunarmótunum í Beitostölen í Noregi og sló heldur betur í gegn.

Í gær laugardag var keppt í 15 km skauti og það fór ekki fram hjá neinum sem fylgdust með göngunni á NRK að Íslendingur var að standa sig vel. Hann fór nefnilega snemma af stað og tók forystu og hélt henni alveg í mark. Sat lengi á sigurvegarastólnum og fékk mikla umfjöllun. Þegar að stórkanonurnar í síðasta ráshóp fóru að koma í lokin færðist hann niður listann og endaði í 38. sæti sem enga að síður er glæsilegur árangur, sérstaklega með það í huga að það hætti að snjóa þegar að hann var kominn í mark og hinir gegnu í mun betra færi.

Í dag bætti kappinn svo enn um betur en nú var keppt í 10 km. með hefðbundinni aðferð. Snorri varð í 18. sæti 1.26 á eftir Martin Sundby sem sigraði. Mótið var gífurlega sterkt, allir bestu Norðmennirnir með og margir útlendingar líka. Fyrir mótið fékk Snorri 43 punkta en ekki er komið styrkstig á mótið enn, en það getur ekki verið hátt. Snorri er því kominn með farseðil á ÓL, ef hann vill vera Íslendingur, en hvort hann vill það er ekki vitað.

Til að setja árangur Snorra í samhengi má benda á að á eftir honum voru m.a. Jon Kristian Dahl sem er í norskur meistari og var m.a. í 2. sæti í Heimsbikarnum í Stokkhólmi í fyrra, Vasagöngu-  heims- og Ólympíumeistarinn, Anders Aukland, Sergei Dolidovich frá Hvíta Rússlandi sem hefur verið meðal eftstu manna í Heimsbikar.

Úrslitin má sjá hér


Hjólaskíði: Lágafellskóli á morgun, sunnudag kl 10

...sund á eftir.

Stefnum á 15-20 km, eftir vindátt.

dja.


Ofurganga á Akureyri 21. nóv. Masterclass á Ísafirði 26.-29. nóv.

Akureyringar boða til ofurgöngu laugardaginn 21. nóv. og hefja vetrarstarfið með stæl, ætunin er að ganga í 5 klst. Nánar á síðu Akureyringa.

Ísfirðingr hafa boðað til masterclass námskeiðs 26-29. nóv. það námskeið er árlegur viðburður og hefur líkað vel, það hefur verið fyrir alla sem æfa skíðagöngu en ekki aðeins topp keppnisfólkið. Bíðum nánari dagskrár.

Ullungar eru hvattir til að taka þáttt í ofangreindum viburðum og hafa samráð um bílferðir og  gistingu, (hafa einhverjir sem ætla vestur sambönd hvað gistingu varðar) þvi ekki veitir af að halda ferðakostnaði í lágmarki.

Þóroddur F.


Notuð hjólaskíði, vantar

Ef einhver á notuð hjólaskíði þá er ég með kaupendur.

Daníel Jakobs


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband