Færsluflokkur: Bloggar

Leit að styrktaraðila

Sæl félagar og aðrir sem heimsækja síðuna. Við erum að undirbúa kaup á númeravestum og leitum að aðila/aðilum sem er tilbúinn til að styrkja okkur gegn því að fá merki sitt á vestin og hugsanlega fleiri kynningarmöguleika. Þeir sem geta hjálpað í þessu sambandi hafi samband við undirritaðann í síma 861 9561.

Þóroddur F. Þ.


Ekkert bætt á snjóinn í Bláfjöllum enn sem komið er

Var að tala við Ómar og það hefur verið lítil úrkoma og ekki snjóað að gagni.

Þóroddur F.


Þriðjudagur - Urriðavöllur kl 18 - skíði

Á morgun kl 18 er skíðaæfing á Urriðavelli. Ennisljós eru vinsæl.

KK dja


Vantar númer í Vasagönguna

Ingþór Bjarnason auglýsir eftir tveimur númerum í Vasagönguna. Það er semsagt orðið fullbókað en ef einhver sem er skráður getur ekki nýtt sitt númer er hann beðinn að hafa samband við Ingþór í síma 896 9476.

Skráðir eru 15901 og þar af 36 Íslendingar og 15 í opið spor, hvalvan, tejen og ungdomsspor.

Þóroddur F.


"skíðafæri" á höfuðborgarsvæðinu

Gleðilegt ár Ullungar og annað skíðagöngufólk. Ég var að koma úr gönguferð um Bláfjallasvæðið og eini möguleikinn til þess að fara þar á skíði er inni í Kerlingardal, austan Bláfjalla, þar hefur myndast að venju stór tjörn sem er ísilögð og ágætis snólag á ísnum. Þarna má ná svona 300 m beinum sprettum og upp undir 1 km hring. Hugsanlega er hægt að ná smá brekkupúli á gömlum sköflum í hlíðunum í kring sem ég skoðaði ekki. Til þess að komast að þessu svæði þarf að ganga eftir vegslóð upp að Suðurgilslyftunni og niður hinumegin og þá er bara spölur að tjarnarstæðinu, skíðaskór og nesti í bakpokann og skíðin á öxlina. Ég stefni á að leggja á brattann um kl 10 í fyrramálið. Þetta er náttúrulega svolítið hjákátlegt en betra er ekki í boði. DANSIÐ snjódansinn hér sunnan heiða.

Þóroddur F


Skíðafæri í nágrenni Reykjavíkur ????

Skrapp í Bláfjöll í dag, þar er örþunnt lag af snjó og þarf a.m.k. annað eins svo fært sé á skíði. Frétti að ekki væri skíðafæri í Heiðmörk. Fór á golfvöllinn í Garðabæ og þar var hægt að fara á "grjótskíðum" á túninu en mæli ekki með því skíðanna vegna. Látið vita hér ef þið vitið um skíðafæri í t.d. innan við 100 km frá Höfuðborginni.

Þóroddur F.


Gallarnir komnir.

Sæl öll
Ég er á leið út á pósthús að ná í gallana, þeir sem vilja nálgast þá fyrir jól geta hringt i 820 6827
kk Daníel


Jólafrí?

Sæl öll.

Ég er komin í jólafrí og mæti ekki aftur fyrr en eftir áramót. Endilega nýtið síðuna ef einhverjir ætla að fara. Það eru t.d. örugglega einhverjir að fara á morgun.

Kk dja.


Hjólaskíði 1730 í Víking

Hverir mæta?

Verður ábyggilega pínu spennandi á svellinu.


Ullur má ekki fara í jólaköttinn ofl.

Ullur þiggur gjafir um jólin eins og aðrir, við Bláfjallaskálann vantar snjóskóflu, 1-2 gúmmímottur við útdyr (bestar þessar þykku gatamottur stærð ca 60 x 70(80) og ca 15 klappstóla (Góði hirðirinn á 300 kr en finnast þar hels strax eftir opnun kl 12). Velunnarar láta vita hér með því að skrifa inn athugasemd.

Minni líka á að taumerki Ulls eru komin (1200 kr) og eru kjörin í jólapakka, er það ekki annars? Eða utan á pakka eða í skóinn. Merkin fást hjá Hólmfríði netfang darriogfrida@internet.is

Ef einhverjir hyggja á ferð til Akureyrar veit ég þar af íbúð til leigu (helgar eða lengur), er laus (einhverjar vikur bundnar) og út febrúar og er best að senda fyrirspurn á harpa.kristin@gmail.com

Þóroddur F.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband