Færsluflokkur: Bloggar
25.1.2010 | 22:48
Hjólaskíði á morgun þriðjudag kl 1730 frá Víking
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2010 | 23:17
Ullungar í Skíðastaðagöngunni.
Ullungar fjölmenntu í Skíðastaðagönguna á Akureyri í dag, við áttum 13 þátttakendur í öllum aldursflokkum og fóru flestir lengstu vegalengd eða 24km. Einnig var hægt að ganga 4 og 8km
Gengið var á klístri enda var hiti um 5°. Færið var hart en laus snjór í brekkum og beygjum, nokkuð erfitt fyrir þá sem ekki eru með tæknina í blóðinu.
Að lokinni göngu var boðið upp á kaffi og glæsilegt kökuhlaðborð, alveg þess virði að keyra norður og ganga nokkra km fyrir svona bakkelsi.
Næsta ganga í Íslandsgöngumótaröðinni er í boði okkar Ullunga, 6. febrúar. Skipulagning er komin á fullt en okkur vantar alltaf starfsólk til að aðstoða okkur. Endilega hafið samband ef þið getið lagt okkur lið.
Kv. Vala
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.1.2010 | 07:46
Skíðastaðaganga á Akureyri 23.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
Skíðastaðagangan 24 km. Karlar og konur 16-34 ára, 35-49 ára og 50 ára og eldri. Þátttökugjald er 2000 krónur.
Skíðastaðagangan 8 km. og 4 km. Karla- og kvennaflokkur. Þátttökugjald 13 ára og eldri er 1.500 krónur. Þáttökugjald 12 ára og yngri 500 krónur
Allar frekari upplýsingar á www.skidi.is. Skráning og frekari upplýsingar: ganga@internet.is
 
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.1.2010 | 22:22
Húsanefnd Ullar
Við Hólmfríðarnar tókum að okkur að stjórna húsanefnd. En sem komið er erum við bara tvær, Hólmfríður er formaður og Hólmfríður varaformaður.
Við ætlum að skipuleggja vaktir í húsinu okkar og hafa umsjón með þeim. Vaktirnar myndu skiptast niður á helgarnar í vetur. Vaktmaður sé um að opna húsið að morgni dags og hafa eftirlit og ganga svo frá og læsa þegar dagur er að kveldi kominn.
Ef umsjónarmenn vilja og hafa nennu til væri hægt að hafa einhverjar veitingar til sölu.
Okkur vantar fólk á listann okkar. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast sendið okkur póst og ef þið viljið einhverja sérstaka helgi væri hægt að nefna það.
Munið nú að margar hendur vinna létt verk :)
Kv. Hólmfríður Vala hvala@simnet.is Hólmfríður Þóroddsdóttir darriogfrida@internet.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.1.2010 | 12:09
Fréttir úr Bláfjöllum
Formaðurinn hafði samband úr Bláfjöllum. Þar er éljagangur, komið ágætis snjólag, en mikill krapi undir á Leirunni og því varla göngufært. Vegurinn uppeftir er einnig varasamur vegna krapa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.1.2010 | 19:37
hjólaskíði-Lágafellslaug-10:30
hjólaskíði frá Lágafellslaug kl 10:30 sunnudaginn 17. janúar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.1.2010 | 12:06
Laust númer í Vasagönguna
hafið samband við Ólaf Jóhannsson s. 893 0236
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.1.2010 | 00:15
norðurferð 23-24jan
Auðvitað fjölmennum við norður í Íslandsgönguna, ekki spurning.
Ég mæli með að við förum saman á Greifann á laugardagskvöldið, jöfnum okkur eftir átök dagsins og hlöðum fyrir sunnudagsæfinguna.
Ég skal panta fyrir okkur borð, þið látið vita hvort, nei að þið viljið vera með :)
kv. Hvala
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
11.1.2010 | 16:28
Íslandsgangan 2010, frá Trimmnefnd SKÍ
23. janúar: Skíðastaðagangan, Akureyri www.skidi.is 4 km, 8 km, 24 km
06. febrúar: Bláfjallagangan, Reykjavík www.skidagongufelagid.blog.is 5km, 10 km, 20 km
13. mars: Strandagangan, Hólmavík www.strandagangan.blogcentral.is 1 km, 5 km, 10 km, 20 km
10. apríl: Buchgangan/Orkugangan, Húsavík www.volsungur.is 1 km, 5km, 10 km, 20 km, 60 km01. maí: Fossavatnsgangan, Ísafirði www.fossavatn.com 7km, 10 km, 20 km, 50 km
Þó ekki sé skíðafærinu fyrir að fara hér á sv-horninu sem stendur vil ég hvetja fólk til dáða og ættum við að reyna að fjölmenna til Akureyrar þann 23. jan., sameinast í bíla og gistingu.
Þóroddur F.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2010 | 12:41
Hlaupaæfing á morgun
Mér dettur ekkert annað í hug fyrir morgundaginn en hlaup.
Lágafellslaug kl 1030?
Einhver með betri tillögu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)