Færsluflokkur: Bloggar
17.9.2007 | 14:20
breyttur æfingatími
Æfingafélagar hafa ákveðið að setja vetrartíma á æfingar þar sem daginn er farið að stytta. Verða þær því framvegis kl 18 og auðvitað á þriðjudögum.
En nú er síðasta æfing fyrir stórmót á morgun, síðasti séns að keyra upp formið til að vera í gírnum á laugardaginn. Allir að mæta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2007 | 08:44
Hjólaskíðamót 22.september
Fyrsta hjólaskíðamót Skíðagöngufélagsins verður haldið á Bláfjallaafleggjaranum laugardaginn 22.september. Keppnin hefst klukkan 11.00. Keppt verður í tveimur flokkum, kala og kvenna. Keppendur mæti á gönguskíða-bílaplanið í síðasta lagi 10.30 og þar sameinist menn og konur í bíla sem keyra í startið. Gengnir verða 10 km og byrjað fyrir neðan hlykkjóttu brekkuna. Í markinu verður boðið upp á samlokur og drykki og allir sem taka þátt fá viku aðgang að Silfur Sporti, Hátúni 12.
Mótsgjald er 500 krónur sem greiðast á staðnum. Tilkynning um þátttöku sendist á netfangið: skidagongufelagid@hotmail.com
Bloggar | Breytt 12.9.2007 kl. 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2007 | 14:59
Stelpuæfing
Jæja komin tími á eina góða kvk æfingu (og auðvitað alla sem vilja sérstaklega vera með okkur stelpunum). Mætum kl 18:00 við Víkingsheimilið og tökum nokkrar ýtingar saman. Koma nú stelpur :) kv. vala
Svo er kannski bara komin tími til að setja vetrartímann á, þ.e. að mæta kl 18:00
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.9.2007 | 14:59
Stelpuæfing
Jæja komin tími á eina góða kvk æfingu (og auðvitað alla sem vilja sérstaklega vera með okkur stelpunum). Mætum kl 18:00 við Víkingsheimilið og tökum nokkrar ýtingar saman. Koma nú stelpur :) kv. vala
Svo er kannski bara komin tími til að setja vetrartímann á, þ.e. að mæta kl 18:00
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2007 | 23:44
Hjólaskíðamót og æfingar
Já nú þarf að fara að taka á´ðí fyrir mótið 22. sept. Gaman væri að sjá alla sem eiga eiga eða hafa aðgang að hjólaskíðum. Við lofum keppendum á öllum getustigum og förum ekki heim fyrr en allir eru komnir í mark Sá á umræðunni að menn og konur eru smeyk við að mæta á æfingar og vera síðust. En eins og fram kom þar þá er líklegt að maður finni einhvern á sínum hraða ef það mæta fleiri. Það er alltaf gaman að hitta aðra labbara og bera saman bækur hvað varðar æfingar og fl. Fjölmennum á fyrsta mót Skíðagöngufélagsins og tökum alla familíuna með til að hvetja :)
kv. vala
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.8.2007 | 12:28
Umræðuþráður
Nú er kominn umræðuþráður fyrir áhugasama gönguskíðaiðkendur. Tengillinn "Umræðan" er hér til vinstri undir flokknum Ýmislegt. Slóðin á umræðusíðuna er http://skidagongufelagid.freeforums.org/.
Kv. Anna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2007 | 21:56
Keppnisbrautin testuð
Fjögur hörkutól mættu í Bláfjöllin til að taka út keppnisbrautina, Vala, Magnús, Arnar og Anna. Fórum rúma sjö. Byrjuðum fyrir neðan beyjuna og tættum upp brekkuna í roki og rigningu, u.þ.b. 35 m/sek. Heppin að fjúka ekki út af veginum. Brautin fín og verður notuð laugardaginn 22. sept.
kv. hvala
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.8.2007 | 21:41
Stjórnarfundur á ferð
Stjórnin fundaði á ferð um daginn. Við skelltum okkur í vetvangsferð upp í bláfjöll. Margar hugmyndir kviknuðu sem vonandi komast í framkvæmd og kíktum á aðstæður fyrir hjólaskíðamótið.
munið að láta í ykkur heyra ef þið viljið eitthvað leggja til málanna. kv. hvala
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.8.2007 | 12:58
Þriðjudagsæfing í Bláfjöllum
Minnum á þriðjudagsæfinguna: mæting við Bláfjallaskálann klukkan 18.00 í kvöld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2007 | 13:37
Hjólaskíðamót og þriðjudagsæfing
Ákveðið hefur verið að halda hjólaskíðamót Skíðagöngufélagsins laugardaginn 22.september. Rúllaður verður hluti af Bláfjallaafleggjaranum en nánari upplýsingar munu berast fljótlega. Sem sagt: setja 22.sept á dagatalið (höfum 23.sept til vara).
Af þessu tilefni verður næsta þriðjudagsæfing, 28.ágúst haldin á umræddum afleggjara til að prófa "brautina". Mæting er við Bláfjallaskálann klukkan 18. Látið orð út ganga, allir velkomnir, félagsmenn og aðrir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)