Færsluflokkur: Bloggar
31.7.2007 | 09:07
skíðagöngufélagið sendir keppendur á mót :)
Skíðagöngufélagi átti fulltrúa í Jökulsárhlaupinu síðasta laugardag. Anna Kristín varaformaður og Hólmfríður Vala hlupu 32,7 km frá Dettifossi og niður í Ásbyrgi. Þær stóðu sig vel, eins og þeirra var von. Tímar liggja ekki fyrir enn Hólmfríður sigrað kvk flokkinn á 2:54 ca og Anna Kristín var á 3:45 ca. Úrslit koma inn á hlaup.is von bráðar. Skíðagöngumenn voru í meirihluta þátttakanda og voru á palli í öllum flokkum, alveg þindarlaust lið!!. Athygli vakti 11 ára skíðagöngupiltur frá Akureyri, Skúli Halldórsson. Hann hljóp 13 km, frá Vesturdagal og niður í Ásbyrgi á tímanum 1:14.
Minni á þriðjudagsæfingarnar frá Víkinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2007 | 22:53
Bongó á þriðjudagsæfingu 17/7/07

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.7.2007 | 13:43
Þriðjudagsæfing í blíðskaparveðri

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2007 | 08:08
Hjólaskíðapakkar
Nú er tími hjólaskíðaæfinganna og hefur Daníel Jakobsson aðstoðað við að fá hjólaskíði en hér er einnig netverslun með aðsetur í London sem bæði er hægt að panta frá og kaupa beint frá ef einhver á leið gegnum í London. Þóroddur F.Þ.
http://www.rollerski.co.uk/buypackages.html
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2007 | 13:09
Stofnun Skíðagöngufélagsins tilkynnt til ÍBR
Í dag var lögð inn tilkynning um stofnun Skíðagöngufélagsins til ÍBR, þar verður væntanlega stjórnarfundur í næstu viku sem tekur málið fyrir og vísar til laganefndar ÍSÍ, hvenær hún fundar er ekki vitað. "Snjóboltinn" er semsagt farinn að rúlla.
Þóroddur F. Þ. formaður
Bloggar | Breytt 6.7.2007 kl. 08:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2007 | 16:15
Hjólaskíðaæfingar

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2007 | 01:18
Nafn
Hið nýja skíðagöngufélag hefur enn ekki hlotið nafn. Stjórnin auglýsir eftir nafni sem skírskotar til viðfangsefnisins og er jafnframt þjált og þægilegt í meðförum. Anyone...?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.6.2007 | 00:29
Heimasíða Skíðagöngufélagsins
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)