Færsluflokkur: Bloggar

skíðagöngufélagið sendir keppendur á mót :)

Skíðagöngufélagi átti fulltrúa í Jökulsárhlaupinu síðasta laugardag.  Anna Kristín varaformaður og Hólmfríður Vala hlupu 32,7 km frá Dettifossi og niður í Ásbyrgi.  Þær stóðu sig vel, eins og þeirra var von. Tímar liggja ekki fyrir enn Hólmfríður sigrað kvk flokkinn á 2:54 ca og Anna Kristín var á 3:45 ca. Úrslit koma inn á hlaup.is von bráðar. Skíðagöngumenn voru í meirihluta þátttakanda og voru á palli í öllum flokkum, alveg þindarlaust lið!!. Athygli vakti 11 ára skíðagöngupiltur frá Akureyri, Skúli Halldórsson. Hann hljóp 13 km, frá Vesturdagal og niður í Ásbyrgi á tímanum 1:14.

Minni á þriðjudagsæfingarnar frá Víkinni.LoL

kv. valaanna krisín og vala í markinu


Bongó á þriðjudagsæfingu 17/7/07

Mættir voru Birgir, Magnús og Siggi ásamt tveimur nýjum en þó gömlum köppum að vestan þeim frændum Bjarna Gunnars og Unnari sem höfðu greinilega engu gleymt. Fórum frá Víkinni, hefðbundna rúma 15 km. út á Ægissíðu og tilbaka.  Frábært stuttbuxnaveður að vanda. það er ljóst að það verður orðið mannval mikið á æfingum þegar menn fara að týnast inn aftur eftir sumarfrí. Megneð.Smile   SS

Þriðjudagsæfing í blíðskaparveðri

Það voru fjórir mættir á hjólaskíðaæfingu í gærkvöld: Magnús, Ingólfur, Eiríkur og Anna. Fórum fyrir Kársnesið, Arnarnesið, niður í Kópavog, gegnum Smiðjuhverfið og fjallabaksleið niður í Víking. Mjög skemmtileg leið, fjölbreytt og krefjandi á nokkrum stöðum. Veðrið skemmdi ekki fyrir, glampandi sól og stuttermabolahitastig Smile

Hjólaskíðapakkar

Nú er tími hjólaskíðaæfinganna og hefur Daníel Jakobsson aðstoðað við að fá hjólaskíði en hér er einnig netverslun með aðsetur í London sem bæði er hægt að panta frá og kaupa beint frá ef einhver á leið gegnum í London. Þóroddur F.Þ.

 

http://www.rollerski.co.uk/buypackages.html


Stofnun Skíðagöngufélagsins tilkynnt til ÍBR

Í dag var lögð inn tilkynning um stofnun Skíðagöngufélagsins til ÍBR, þar verður væntanlega stjórnarfundur í næstu viku sem tekur málið fyrir og vísar til laganefndar ÍSÍ, hvenær hún fundar er ekki vitað. "Snjóboltinn" er semsagt farinn að rúlla.

Þóroddur F. Þ. formaður


Hjólaskíðaæfingar

Hópur fólks úr Skíðagöngufélaginu hefur verið að æfa saman á þriðjudagskvöldum. Menn og konur hittast á hjólaskíðum við Víkingsheimilið klukkan 20.00 og þaðan er rúllað, ýmist í Grafarvoginn, Elliðaárdalinn eða út á Ægissíðu. Allir sem hafa áhuga eru velkomnir og þeir sem ekki eiga hjólaskíði geta fengið að prófa. Frábær æfing og frábær félagsskapur Wink

Nafn

Hið nýja skíðagöngufélag hefur enn ekki hlotið nafn. Stjórnin auglýsir eftir nafni sem skírskotar til viðfangsefnisins og er jafnframt þjált og þægilegt í meðförum. Anyone...?


Heimasíða Skíðagöngufélagsins

Jæja, þá er kominn vísir að heimasíðu hins nýja Skíðagöngufélags. Hér verður vonandi að finna gagnlegar upplýsingar í framtíðinni.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband