Færsluflokkur: Bloggar
19.11.2007 | 22:03
fréttir frá Ísafirði
Heimir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.11.2007 | 23:33
Skíðagöngufélagið Ullur
Skíðagöngufélagið okkar fékk nafn á félagsfundinum síðast liðin miðvikudag. Kosið var úr nokkrum nöfnum en að endingu stóðu nöfnin Öndrur (sem merkir skíði) og Ullur eftir. Félagsmenn völdu nafnið Ullur, en Ullur þessi var guð skíðamanna samkvæmt Snorra Eddu. Minnst er á Ull í Gylfaginningu og sagt er að hann sé sonur Sifjar og stjúpsonur Þórs. Hann er bogamaður svo góður og skíðafær svo að engi má við hann keppast. Hann er fagur á að líta og hefur hermannalegt atgerfi og þykir gott að heita á hann í einvígi. Já það er gott að hafa svona menn í félaginu. ÍSÍ á eftir að samþykja nafnið en vonandi heitir félagið innan skamms Skíðagöngufélagið Ullur
Eins og fram kom í kynningu á fundinum þá Mætti Magnús Árnason og kynnti starf Bláfjallanefndar. Magnús var jákvæður í garð skíðafélagsins og tók við nokkrum góðum ábendingum frá okkur skíðagöngumönnum um hvað mætti betur fara í fjallinu. Jón Gauti sagði frá ferð sinni í Vasa 2006 og sýndi skemmtilegar myndir með og að lokum kom Daníel Jakobsson með nokkur góð ráð varðandi langar göngur. Mæting á fundinn var góð enda alltaf gaman að hittast og bera saman bækur sínar.
Verið nú dugleg að æfa og biðjið Ull um snjó :)
hlýjar Ullarkveðjur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.11.2007 | 08:22
Félagsfundur miðvikudaginn 14.nóvember
Félagsfundur í Skíðagöngufélaginu verður haldinn í fundarsal Landsbankans í Holtagörðum miðvikudaginn 14.nóvember 2007 klukkan 20:00.
Fyrir liggur álit laganenfdar ÍSÍ um að nafnið "Skíðagöngufélagið" er of opið. Tillaga stjórnar er að bæta nafni aftan við Skíðagöngufélagið og hefur hún kynnt sínar 5 hugmyndir á heimasíðu félagsins. Viðbótartillögur þarf að leggja fram í upphafi þessa dagskrárliðar en síðan verður kosið um nafn. Kosningarétt hafa allir fundarmenn sem skráðir eru í félagið við upphaf fundarins.Magnús Árnason framkvæmdastjóri Bláfjallasvæðis verður gestur fundarins. Hann mun kynna félagsmönnum hvað er á döfinni, svara spurningum og taka við ábendingum. Jón Gauti Jónsson Vasafari mun segja frá reynslu sinni af Vasagöngunni, Daníel Jakobsson ræðir um undirbúning fyrir langar göngur með hliðsjón af hinum almenna gönguskíðaiðkanda og þar sem í hópnum eru menn með reynslu verður í lokin kallað eftir innskotum frá félagsmönnum.
Dagskrá fundarins:
Fundur settur
Ákvörðun um nafn skíðagöngufélagsins
Magnús Árnason kynnir starf BláfjallanefndarReynslusögur Jón Gauti Jónsson og fleiri
Undirbúningur fyrir langar göngur Daníel Jakobsson
Önnur mál
Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt.
Stjórnin
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.11.2007 | 11:02
Hjólaskíðaæfing í bílastæðahúsi Kringlunnar
Rekstrarfélag Kringlunnar hefur heimilað Skíðagöngufélaginu aðgang að bílastæðapalli á 2.hæð í norðurenda Kringlunnar til hjólaskíðaæfinga. Heimildin nær þó aðeins yfir þann tíma dags sem það truflar ekki starfsemi í húsinu. Virka daga og laugardaga má t.d. ekki vera lengur en til kl.08 á morgnana. Á sunnudögum má vera til kl. 11:00. Ef bílastæðin eru ekki lokuð fyrir almenna umferð þegar mætt er að morgni, þurfa félagsmenn sjálfir að setja þar til gerðar grindur fyrir inn- og útgönguleiðir. Tekið er fram að félagsmenn bera ábyrgð á bæði sjálfum sér og öllum sínum munum, sem og þeim skemmdum sem þeir kunna að valda meðan á æfingum stendur(og ber þá að tilkynna til öryggisgæslu.
Fyrsta æfing Skíðagöngufélagsins í bílastæðahúsi Kringlunnar verður sunnudaginn 4. nóvember kl. 9:30-11:00. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og notfæra sér aðstöðuna og ræða framhald æfinga.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.11.2007 | 11:01
Nafn á félagið
Kæru félagsmenn
Nú er komið að því að velja nafn á félagið okkar. Hér til hliðar er komin skoðanakönnun með fimm valmöguleikum. Endilega takið þátt og látið í ljós skoðun ykkar. Ef einhver er með góða hugmynd að nafni þá má láta það fljóta með í kommenti hér að neðan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.11.2007 | 10:45
Skíðasokkatilboð - panta fyrir föstudag 9.nóv
Sokkabúðin Cobra í Kringlunni býður skíðasokka á tilboði fyrir félagsmenn Skíðagöngufélaginu. Þar eru í boði margar mismunandi týpur, háir og lágir, þykkir og þunnir. Sokkatýpur má sjá í viðhengi við þessa færslu.
Tilvalið í jólapakka gönguskíðagarpsins
Pantanir þurfa að berast í tölvupósti til Skíðagöngufélagsins fyrir föstudaginn 9.nóvember: skidagongufelagid@hotmail.com
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2007 | 18:34
Gallapantanir - frestur til 30.október!!
Nú er frestur til að panta gönguskíðagallana frá Craft að renna út. Pantanir þurfa að berast í síðasta lagi á þriðjudaginn 30. október. Vala tekur við pöntunum í tölvupósti: hvala@mi.is eða í síma: 821-7374.
Það er um að gera að nýta sér þetta frábæra tilboð frá Bobba í Núpi, góðar vörur á mjög góðu verði . Myndir og verð má sjá í færslunni hér að neðan.
Stærðir á göllum eru frá XXS - XL og einnig er hægt að fá barnastærðir sem eru 25% ódýrari. Ef einhverjar spurningar vakna má hafa samband við Völu eða Önnu í síma: 840-1619.
Bloggar | Breytt 28.10.2007 kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.10.2007 | 22:56
Craft gallarnir-panta á hvala@mi.is eða 821-7374
Gleymdi að setja inn að það eru líka húfur í boði sem hægt væri að sauma í ísl. fánann fyrir þá sem eru að fara í Vasa og svo líka skíðasokkar á kr. 1.200-
húfa kr.1.300-
stakkur kr. 7.500-
utanyfir buxur kr. 4.500-
keppnisbuxur kr. 5.500
keppnistoppur kr. 6.500-
Gallinn er dekkri en á myndunum, svona svarblár. Ég er ekki með utanyfirgalla til að máta en maður þarf sama nr. af utanyfirgallanum og af keppnisgallanum svo að það er auðvelt að finna það út.
kannski sést liturinn betur hér
Bloggar | Breytt 24.10.2007 kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2007 | 10:03
Gallar fyrir veturinn
Erum búin að fá gott tilboð frá Bobba á Ísafirði. Hann ætlar að útvega okkur Craft galla á góðu verði. Þetta eru bæði keppnis og utayfir gallar. Þeir sem ætla að ganga á skíðum í vetur ættu að huga að þessu frábæra tilboði því það er ekki mikið úrval af gönguskíðafatnaði hér á landi.
Í fljótu bragði sýnist mér keppnisgallinn vera á 12.500, buxur á 6.500 og treyja á 6.000. Utanyfir gallinn er á bilinu 10.000-14.000, stakkurinn á 6.000-7.000 og buxurnar á 5.000-7.000.
Ég fæ stærðarprufur frá Bobba í kvöld og þeir sem hafa áhuga á að máta galla geta komið til mín í Markholt 9 Mosfellsbæ annað kvöld til kl 19:30 og svo aftur á miðvikudagskvöld þeir sem ekki komast á morgun. Annars er hægt að hafa samband við mig í síma 821-7374, ég er oftast heima.
Ef við pöntum gallana fyrir mánaðarmót þá fáum við þá um miðjan des, annars ekki fyrr en eftir áramót, svona fyrir þá sem vantar jólagjöf handa sjálfum sér:)
set inn myndir af gallanum í kvöld
kv. vala
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2007 | 22:09
Þjálfaranámskeið í skíðagöngu - Þjálfari 1
16.10.2007 | |
Helgina 17.-18. nóvember verður haldið þjálfaranámskeið í skíðagöngu. Námskeiðið verður haldið á Akureyri. Hér er um að ræða námskeið sem kallast "Þjálfari 1 - sérgreinahluti", eftir þjálfunarskipulagi SKÍ og ÍSÍ. Námskeiðið er 16 tímar og er meiriparturinn verklegur. Námskeiðið er byggt upp með aldurshópinn 13 ára og yngri í huga en einnig verður farið í þjálfun, bæði tækni og almenna þjálfun, sem nýtast öllum aldurshópum og afreksfólki líka. Námskeiðsgjald er 15.000 kr og innifalið í því er námskeiðshefti með æfingabanka og DVD diskur með æfingadæmum. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Ólafur Björnsson. Skráning og nánari upplýsingar fást hjá Óla á netfanginu olafur@vma.is og í síma 861-7692. Við hvetjum alla sem eru að þjálfa eða leiðbeina krökkum og fullorðnum í skíðagöngu, eða eru að hugsa um að þjálfa, að mæta á námskeiðið. Einnig er þetta fínt fyrir þá sem vilja vita aðeins meira up íþróttina og vilja nýta það í eigin þjálfun. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)