Færsluflokkur: Bloggar

Frábær dagur í Bláfjöllum í gær

skidi-ullur 023 Já þeir voru heppnir sem gátu lagt leið sína í Bláfjöllin í gær, sól og 6st. frost. Hringurinn náði frá neðra stæði og upp á brún 3,5 km. Mannmargt var í brautinni og reyndar fyrir utan líka því margir fóru upp á heiði og eitthvað lengra.

Næstu helgi er fyrsta gangan í Íslandsgöngunni og fer hún fram á Akureyri. Hægt er að velja um fjórar vegalengdir, 1km, 5,10 og 20 km.  Als verða fjórar göngur í vetur og gefur hver ganga stig þannig að það er um að gera að mæta í fyrstu gönguna og næla sér í stig.

kv. vala


Gaman á skíðum

2008 01 19_0323Það var gaman á skíðum í dag hjá Ullarungununum. Níu krakkar mættu á æfingu og tóku hraustlega á því þrátt fyrir að það væri búið að loka lyftunum vegna veðurs, sannkölluð hörkutól. Margmenni var í  göngubrautinni í dag, það skóf í sporið en Ullungar tróðu það jafnharðan og höfðu gaman af.

kv. Vala


Skíðaspor í Heiðmörk og innan höfuðborgarsvæðisins.

Samkvænmt uppl. frá Árna Tryggvasyni er búið að leggja með vélsleða/spora 9,5 km spor frá Helluvatni/Elliðavatnsbænum og upp í Heiðmörk.

Spor er einnig á golfvellinum í Garðabæ en ég hef ekki staðfest að það hafi verið lagt með vélsleða/spora eða bara troðið.

Troðið spor er á grasvelli ÍR við Skógarsel í Breiðholti.

Þóroddur F.


Kort af gönguskíðasvæðinu í Bláfjöllum

Þetta kort af gönguskíðasvæðinu í Bláfjöllum var unnið af Árna Tryggvasyni.

Til að fá myndina stóra þarf að klikka 3x á hana.

Copy of rcmAttmntFRRfgu


Vantar fólk í mótsnefnd

Sæl félagar í Ulli. Enn vantar 2-3 í mótsnefnd en við þurfum að fara að huga að undirbúningi Bláfjallagöngunnar 9. feb. Gefið ykkur fram með því að tjá ykkur hér á síðunni.

Þóroddur, formaður


Gaman á skíðum - skíðagönguæfingar fyrir börn.

Ullungur býður upp á barnaæfingar í vetur á laugardögum kl 13:00-14:00. Hólmfríður Vala sér um æfingarnar sem verða að mestu byggðar upp á leikjum. Allir velkomnir bæði byrjendur og lengra komnir, við hittumst á flötinni við efra stæðið (fyrir neðan stólalyftuna

í Suðurgili. Tilvalið fyrir mömmur og pabba að labba á meðan

krakkarnir æfa sig.

Nokkrir áhugasamir krakkar mættu síðasta laugardag og léku sér saman á skíðum, alveg frábært fjör í góða veðrinu.

kv. Vala 821-7374


Frábær helgi í Bláfjöllum - framhaldið, tjáið ykkur

Ég vona að allir sem komust í Bláfjöllin nú um helgina séu jafn ánægðir og ég. Leiðsögnin á laugardaginn tókst vel, gott að fá fáa nemendur (2x4 + 5-6 börn) til að prufukeyra, Sigurður Sigurgeirs sá um leiðsögnina og á hrós skilið. Það er Ulli að þakka að spor var lagt á neðra svæðinu og notfærðu margir sér það bæði í gær og dag. Nú væri gott að heyra frá ykkur um allt sem ykkur dettur í hug að við gætum stuðlað að við að bæta aðstæður í Bláfjöllum.

Hvaða áherslur eigum við að leggja á spor virka daga næstu vikuna, neðra svæðið, efra svæðið eða bæði?

Við erum í brasi með að koma gámaskúrnum fyrir, með áburðaraðstöðu m.m., þar sem ekki er auðvelt að tengjast rafmagni þar sem við ætluðum honum stað-kostar talsvert og við gerum ekkert sem kemur félaginu í skuldir!!!!!!!!!. Hvar á svæðinu teljið þið að skúrinn komi að bestum notum??

Hvað með lýsingu til kvöldgöngu, hve mikilvæg er hún, hvað ætti að stefna að löngu upplýstu spori??

Ég hugsa að um 200 manns hafi verið á gönguskíðum í dag, flestir á munstruðum skíðum og margir á ferðaskíðum en það skiptir ekki máli, getum við gert eitthvað fyrir þetta fólk þannig að það hafi áhuga á að ganga í félagið?

Sendið inn hugmyndir, svarið spurningunum, það hjálpar stjórninni að vinna að framgangi mála.

Áfram Ullungar.

Þóroddur F (og f)


Komið 10 km spor í Bláfjöllum og leiðbeining í skíðagöngu á morgun laugardag.

Skíðagöngufélagið Ullur mun leiðbeina áhugafólki um skíðagöngu í Bláfjöllum  laugardaginn 12 janúar 2008.

 

Leiðbeiningin fer fram í skíðasporum á móts við bílastæði skammt neðan Bláfjallaskála, ef snjóalög gera það mögulegt, að öðrum kosti við Suðurgil. Leiðbeiningin hefst annars vegar kl. 12:00 og hins vegar kl. 13:00 og í seinni tímanum verður einnig sérstakur barnahópur.  Fólk komi með eigin gönguskíði. Hópur félagsmanna í skíðagöngufélaginu Ulli mun sjá um leiðbeininguna.

  Minnt er á Bláfjallagönguna sem verður um helgina 9.-10. febrúar en hún er liður í Íslandsgöngunni og er þátttaka öllum heimil. Keppt verður í 5, 10, og 20 km göngu í ýmsum aldursflokkum karla og kvenna.

Óvíst með spor - skýrist kl.14:00

Sjá vef skíðasvæðanna: http://www.skidasvaedi.is/

Kv. Anna


Spor í Bláfjöllum í dag

Af vef skíðasvæðanna: 

9. jan kl. 13:00

Gönguskíðafólk athugið

Verið er að fara með litla sporið.  Upphafsstaður er bílastæðið á suðursvæðinu.

Kveðja, starfsmenn 

Spáin fyrir Sandskeið kl.18.00 er austan 5 m/s, -2 gráðu frost og lítils háttar snjókoma.

Kv. Anna


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband