Færsluflokkur: Bloggar
6.2.2008 | 23:18
Vel heppnað fræðslukvöld um skíðagöngu
Það voru hvorki meira né minna en 140 manns sem mættu í sal Ferðafélags Íslands í kvöld og hlýddu á fróðleik um gönguskíði, jafnt ferðaskíði og ferðalög á skíðum sem brautarskíði, trimm og keppni. Undirritaður spjallaði almennt um skíðagöngu í spori og Daníel Jakobsson leiddi fólk m.a. í sannleikann um val á skíðum og um áburðarmálin en hann og Sigurður Sigurgeirsson bræddu og skófu af miklum móð og svöruðu ótal spurningum að formlegri kynningu lokinni. Sýnd voru brot úr myndbandi um Vasagönguna 2007. Þetta var velheppnuð kvöldstund og rós í hnappagat Ulls og er FÍ þakkað fyrir samstarfið en þess má einnig geta að FÍ sá um alla auglýsingu auk þess að leggja til húsnæði.
Þóroddur F.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2008 | 19:27
Íslandsgangan-Bláfjallagangan
Ágæta skíðafólk
Laugardaginn 9. febrúar heldur Skíðagöngufélagið Ullur, Bláfjallagönguna, sem er liður í Íslandsgöngu Skíðasambands Íslands. Gangan fer fram í Bláfjöllum og hefst klukkan 13:00 við Suðurgil. Skráning fer fram í Ármannsskála við Suðurgil og hefst klukkan 11:00 og lýkur 12:30. Aðstaða skíðamanna verður í Ármannsskála. Verðlaunaafhending og kaffiboð verður í Fylkishöllinni að Fylkisvegi 6 í Reykjavík (rétt við Árbæjarlaug). Hefst hún kl.16:30. Þar verður hægt að komast í sturtu áður en verðlaunaafhendingin hefst.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
Íslandsgangan 20 km. Karlar og konur 16-34 ára, 35-49 ára og í flokki 50 ára og eldri. Þátttökugjald er 1.500 krónur
Skíðatrimm 10 km. Karlar og konur 13-16 ára, 17-49 ára og í flokki 50 ára og eldri. Þátttökugjald er 1000 krónur
Skíðatrimm 5 km. Karlar og konur 12 ára og yngri, .13-16 ára og 17 ára og eldri . Þátttökugjald er 1000 krónur
Skíðatrimm 1 km. Yngri en 12 ára. Ekkert þátttökugjald.
Forskráning er til hádegis á föstudag 8. feb. Hægt er að skrá sig með því að senda póst, á netfangið:skidagongufelagid@hotmail.com og greiða þáttökugjaldið inná reikning nr. 600707-0780 - nr. 0117-26-6770 og setja nafn eða kennitölu + keppnisflokk í skýringu. Mælum með forskráningu til að auðvelda undirbúning. Allar frekari upplýsingar á http://www.skidagongufelagid.blog.is/blog/skidagongufelagid og í síma 821-7374, Vala. Á vef Skíðagöngufélagsins Ulls verða upplýsingar um veðurhorfur og færi frá föstudegi 8. febrúar.
Með von um að sjá sem flesta í Bláfjöllum.
f.h. Skíðagöngufélagsins Ulls
Þóroddur F. Þóroddsson
Bloggar | Breytt 5.2.2008 kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.2.2008 | 17:24
Krakkaæfing á morgun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2008 | 11:32
Fræðslukvöld um skíðagöngu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um næstu helgi stendur Ullur fyrir Bláfjallagöngunni sem er almenningsganga og hluti af Íslandsgöngunni. Stjórn Ullar óskar eftir sjálfboðaliðum úr hópi félagsmanna og annarra áhugasamra til að aðstoða við mótshaldið. Okkur vantar fólk til að aðstoða við skráningu á mótsstað og innheimtu mótsgjalds, afhendingu númera og að safna þeim saman aftur eftir mótið, tímavörslu og tímaskráningu, brautarvörslu og til að gefa þáttakendum drykki á drykkjarstöðvum.
Eftir mótið býður Ullur í kaffi og verðlaunaafhendingu í Fylkisheimilinu. Stjórnin ætlar að baka og hella uppá en þar sem við eigum von á góðri mætingu þá viljum við biðja þá félagsmenn sem eru liðtækir við baksturinn að leggjast á árarnar með okkur í þessu verkefni og mæta með eins og eina tertu, pönnukökur, kleinur eða annað gott sem þeir luma á. Einnig vantar okkur fólk til aðstoðar við uppstillingu og uppáhellingu.
Þeir sem vilja bjóða sig fram til starfa við mótið vinsamlega hafið samband við Sigga Sig. í síma 820-6820 eða sendið línu á sigsig@est.is og gefið upp nafn og síma/netfang. Síðan er bara að mæta í fjallið á mótsdag 9. janúar í góðum gír.
Þeir sem vilja taka þátt í bakstri eða aðstoða við kaffiboðið eru beðnir að gefa sig fram við Maríu í síma 820-0009 eða í netfangið maria@nh.is og láta þá endilega vita í leiðinni hvað þið væruð að hugsa um að baka.
Þetta er fyrsta skíðamótið sem Ullur sér um og mikilvægt að vel takist til. Við viljum því biðja alla Ullunga að taka nú vel við sér og standa saman að því að gera gott mót, með góðri þátttöku og góðu starfi við mótið, félaginu til sóma.
Stjórnin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2008 | 10:09
Bragi Ragnarsson í Marcialonga
Var að fá póst frá hörkuduglegum Ullungi, Braga Ragnarssyni. Hann er nú staddur í Ítalölsku ölpunum þar sem hann tók þátt í Marcialonga sunnudaginn http://www.marcialonga.it/á . Gangan er 70 km, startað er í Moena og gengið til Cavalese. Bragi lauk göngunni á 6:47. Meira um ferðalag Braga á Bloggsíðu hans http://bragir.blog.is/blog/bragir/ ,en ég helda að hann ætli að enda ferð sína í Vasa. Hægt er að lesa meira um gönguna á vef Íslandsgöngunnar http://www.blog.central.is/islandsgangan
Annar Ullungur er í keppnisferðalagi. Það eru hún Anna okkar. Hún er í Austurríki og ætlar í König Ludwik Lauf um helgina, 50 km. en gangan fer fram í Þýskalandi. http://www.koenig-ludwig-lauf.com/ Endilega segið okkur frá ef þið takið þátt í erlendum göngum eða vitið af okkur. Alltaf gaman að fá fréttir.
Á vefinn er komin flott æfingadagbók, þetta er opin internet-æfingadagbók, þar sem fólk færir inn æfingar sínar og fær yfirlit yfir eigin æfingar og æfingar annarra. Dagbókin, er ókeypis, og opin fyrir alla, fyrir fólk sem hleypur, gengur, hjólar og / eða syndir, bæði með hollustu og keppni sem markmið. Það er reyndar hægt að merkja inn skíðaæfingar en þá kannski bara hægt að merkja við hjól eða hlaup. Það er bæði gagnlegt og gaman að vera með í svona æfingadagbók - og því fleiri sem taka þátt, því skemmtilegra. Hægt er að fá allar æfingar (eitt ár í einu) sýndar á Excel sniði. Góð auglýsing fyrir skíðaíþróttina að sýna æfingar okkar. http://www.geosoft.dk/VidarAtletik/Hd/MainFrame.htm
Fór annars í Heiðmörk í gær þar sem ekkert spor var í fjallinu vegna hvassviðris. Um kl 15 voru þrír eða fjórir búnir að labba á undan mér og troða slóð því ekkert var búið að troða. Við hvetjum Heiðmerkurmenn til að halda brautinni við því þegar blæs í Bláfjöllum er þetta algör paradís.
Skíðakv. Vala
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2008 | 11:02
Vel heppnað Skíðastaðamót og Íslandsganga á Akureyri í gær
Fjórir Ullungar voru meðal þáttttakenda í Íslandsgöngunni Óskar Jakobsson (í flokki 35-49 ára) og Skarphéðinn Pétur Óskarsson (flokki 50 ára og eldir) sem báðir hlutu brons í sínum flokkum og Darri Mikaelsson og undirritaður sem voru einnig ánæðgir með sjálfa sig. Það tókst semsagt það sem við hugguðum okkur við í blyndbil á Holtavörðuheiðinni á föstudagskvöldið "það bíða okkar verðlaun og veglegt kaffihlaðborð". Gaman var líka að sjá yfir 20 krakka taka þátt í 1-5 km og þar eru mikil efni á ferð. Takk Akureyringar fyrir vel heppnað mót og góðar móttökur. Við hlökkum til að sjá ykkur og alla aðra, í Bláfjöllum 9. febrúar. Úrslitin eru komin á heimasíðu Skíðafélags Akureyrar www.skidi.is.
Þóroddur F.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.1.2008 | 13:24
Íslandsgangan á Akureyri á laugardaginn
Þóroddur F., Darri og Skarphéðinn ætla að mæta og "mála sporið blátt" heyrst hefur að fleiri Ullungar verði með en væri gaman að fá fréttir af því. Keppnin er besta æfing og því um að gera að fjölmenna.
Þóroddur F.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.1.2008 | 16:04
17 km spor í Heiðmörk
Búið er að troða á ný sporin í Heiðmörk og að sögn starfsmanna tók tiltölulega lítinn snjó upp í hlákunni í gær.

Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.1.2008 | 12:28
Til sölu
Til sölu eru Alpina RCL gönguskíðaskór í stærð 39, sjá mynd að neðan. Skórnir hafa einungis verið notaðir í nokkur skipti þar sem þeir pössuðu ekki. Þeir kosta nýjir um 15.000 kr. en fást á 10.000 kr.
Einnig er til sölu blár Craft skíðagöngujakki, félagsjakki Skíðagöngufélagsins Ulls, í stærð S.
Þeir sem hafa áhuga hafi samband við Ragnhildi í síma: 849-1828.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)