Færsluflokkur: Bloggar
22.3.2008 | 08:54
Frábært í Bláfjöllum í gær, > 25 km spor
Góð vísa er aldrei of oft kveðin.
ÞF
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2008 | 08:45
Frábært í Bláfjöllum í gær, >25 km spor
Þrjár leiðir voru sporaðar í Blájöllum í gær, 4 km hringur um Strompagíginn, 11-12 km upp á Heiðina há og síðan stóð Ullur fyrir því að lagt var 13 km spor vestur í Grindaskörð sem vakti mikla ánægju og eiga Bláfjalla menn þakkir fyrir hvað vel var tekið í þá hugmynd. Ullungar útbjuggu einnig frumstætt kort er sýndi þessar gönguleiðir og vegalengdir og var því komið fyrir á stórum pappakassa út við sporin, ef einhver tók mynd af kassanum/kortinu væri hún vel þegin í sögusafn Ulls.
Þóroddur F.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.3.2008 | 22:11
Gleðilega páska
Hæ krakkar. Það verða engar æfingar með mér um páskana því ég er komin norður. Þið verðið samt dugleg á skíðunum og við hittumst vonandi sem fyrst.
kv. Vala
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.3.2008 | 23:51
Sól og 13km hringur
Við erum hætt að reyna að telja gönguskíðafólkið í Bláfjöllum. Ég held að það sé næstum hægt að segja að það hafi verið múgur og margmenni í brautinni í dag enda einmuna blíða. Ég mætti út í braut kl 13 og var þá með krakka æfingu. Sá fyrsti sem ég mætti var Skarphéðinn en hann var líka sá síðasti sem ég hitti þegar ég fór heim í gær. Gaman væri að vita hvað hann hefði náð mörgum klst og km um helgina. Ég var s.s. með krakkaæfingu. Átta börn mættu, þar af tvær nýjar stúlkur. Krakkarnir stefna á Andrésarleikana í lok apríl og eru full af áhuga og eldmóð. Ég setti inn nýjar myndir í Ulluarungaalbúmið.
Þann 29. mars er Orkugangana í Mývatnssveit, sjá augl. fyrir neðan. Gaman væri ef við Ullungar þjöppuðum okkur saman og fjölmenntum í gönguna. Miðað við hvað við erum dugleg í Bláfjöllum þá munar okkur ekkert um að rölta þessa 60km!! Endilega látið í ykkur heyra ef þið ætlið að skella ykkur.
kv. Vala
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.3.2008 | 00:21
Bláfjallaganga Ulls 2008 - myndband
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.3.2008 | 08:21
krakkaæfing á sunnudag kl 13:00
Hæ krakkar. Á laugardaginn eru Landsbankaleikarnir á skíðum, (hinsegin skíðum ), og því ætla ég að hafa æfinguna á sunnudag því mörg ykkar verða á leikunum. Nú fer að styttast í Andrés og því þurfum við að vera dugleg
Munið að fara á skíði þegar tækifæri gefst.
Sjáumst hress á sunnudag kl 13:00 og vonandi líka á Landsbankaleikunum, þeir eru fyrir alla.
kv. hvala
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2008 | 13:14
Ísl.mót í lengri vegalengdum
Frétt frá Akureyri var að berast. Takið eftir að Íslandsmóti í lengri vegalengdum verður á laugardag. Kk ganga 30 km. en konur 10 km. Nú er víst allt á kafi í snó á Ak og því tilvalið að skella sér norður. Aldrei að vita nema við Ullungar nælum okkur í okkar fyrsta Íslandsmeistaratitil :)
Endilega tjáið ykkur hér fyrir neðan, hvort ykkur vantar far eða eruð með laust sæti.
27.-30. mars verður Skíðamót Íslands haldið á Ísafirði. Gaman væri að fjölmenna þangað og setja í boðgöngusveitir, nóg eigum við af duglegu fólki.
Nú eru góðar aðstæður í Bláfjöllum -3 og 10m/sek
kv. Vala
BIKARMÓT SKÍÐASAMBANDS ÍSLANDS Í SKÍÐAGÖNGU.
AKUREYRI 14.-16. MARS 2008. Bikarmót SKÍ í skíðagöngu verður haldið á Akureyri dagana 14.-16. mars næstkomandi ásamt Íslandsmeistaramóti í lengri vegalengdum í flokkum 17 ára og eldri.
Dagskrá:
Föstudagur 14. mars 2008: Kl. 18:00 Sprettganga allir flokkar, hefðbundin aðferð. Fararstjórafundur í gönguhúsi að móti loknu.
Laugardagur 15. mars 2008 : Kl. 13:00 Frjáls aðferð. Íslandsmeistarmót í lengri vegalengdum: Karlar 20 ára og eldri 30,0 km Piltar 15-16 ára 7,5 km Konur 17 ára og eldri 10,0 km Stúlkur 15-16 ára 7,5 kmPiltar 17-19 ára 15,0 km Piltar 13-14 ára 5,0 km Stúlkur 13-14 ára 5,0 km
Sunnudagur 16. mars 2008
Kl. 11:00 Hefðbundin aðferð, hópstart. Karlar 20 ára og eldri 10,0 km Piltar 15-16 ára 5,0 km Konur 17 ára og eldri 5,0 km Stúlkur 15-16 ára 3,5 kmPiltar 17-19 ára 10,0 km Piltar 13-14 ára 3,5 km Stúlkur 13-14 ára 3,5 km
Þátttökutilkynningar í mótin berist fyrir kl. 20:00 miðvikudaginn 12. mars 2008 í tölvupóstfangið: karijoh@simnet.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.3.2008 | 23:05
enn ein blíðuhelgin í Bláfjöllum
Þeim fjölgar góðu dögunum í Bláfjöllum. Held að ég hafi aldrei séð jafnmarga bíla á neðra planinu og í dag. taldi 35 bíla um hádeginu. Brautin var skemmtileg, 5km. keppnishringurinn og svo auka upp á heiði.
Strandagangan fór fram í dag að ég best veit. Ekki veit ég um úrslit né Ullunga sem gengu. Vonandi koma fréttir af því seinna.
Í gær var ég með æfingu fyrir krakkana. Sex krakkar mættu, tóku nokkra brekkuspretti og fóru svo í einn leik í ótroðnum snjónum.Ég setti nokkrar myndir í Ullarungaalbúmið. Takk fyrir góða skíðahelgi.
kv. hvala
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2008 | 12:29
krakkaæfing
Hæ krakkar. Á morgun verður æfing í Bláfjöllum kl. 13:00. Hittumst á flötinni við suðurgilið kát og hress.
kv. Vala 821-7374
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2008 | 09:43
Orkugangan 2008
Sælt veri gönguskíðafólk,
Orkugangan 2008
Í samstarfi við Landsvirkjun.
Orkugangan er almennings skíðaganga sem verður haldin laugardaginn 29. mars
kl. 10:00 og hefst gangan við Kröfluvirkjun í Mývatnssveit. Genginn verður
60 km hringur á Kröflusvæðinu og er þetta því lengsta skíðagangan hér á
landi. Mývetningur Íþrótta og Ungmennafélag og Björgunarsveitin Stefán eru
framkvæmdaaðilar göngunnar. Gengið verður að mestu um ósnortið land þar sem
sjá má margar náttúruperlur sem og svæði sem jarðskjálftar og eldsumbrot
hafa mótað og má víða sjá merki um þá orku sem enn býr í þessu svæði. Leiðin
verður troðin fyrir þátttakendur og lagt verður að minnsta kosti eitt spor
alla leið. Drykkjarstöðvar verða með reglulegu millibili þar sem boðið
verður upp á orkudrykki og súkkulaði. Allir fá svo súpu og brauð eftir að
komið er í mark. Þátttökugjald er 4.000 kr. og er innfalið í því aðgangur að
Jarðböðunum við Mývatn eftir gönguna og lokahóf með léttum veitingum sem
hefst kl. 18:00 í Hótel Reynihlíð þar sem veittar verða viðurkenningar og
dreginn verður út einn heppinn þátttakandi sem hlýtur utanlandsferð að eigin
vali í vinning. Skíðasvæðið við Kröflu verður opið fram eftir degi en þar er
togbraut og góð aðstaða til skíðaiðkunar.
Nægt gistirými er í sveitinni og eru sumir ferðaþjónustuaðilarnir með
Orkugöngutilboð þar sem í boði er helgarpakki með gistingu og fæði á góðu
verði.
Allar nánari upplýsingar og skráning er hjá Upplýsingamiðstöð staðarins í
síma 464 4390 eða í netfangið info@visitmyvatn.is eða
orkuganga@visitmyvatn.is Hægt verður að fylgjast með framkvæmdum á
http://visitmyvatn.is/vidburdir/page/orkugangan
Þorgeir
Mývatnsstofa ehf
Hraunvegi 8
660 Mývatn
Sími: 4644390 fax: 4644392
info@visitmyvatn.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)