Færsluflokkur: Bloggar
9.4.2008 | 08:03
Skíðagöngufélagið Ullur er orðinn aðili að ÍBR
Til hamingju Ullungar og allt skíðagöngufólk. Skíðagöngufélaginu Ulli barst í gær bréf frá ÍBR þess efnis að félagið hefði fengið aðild að ÍBR. Þetta er merkur áfangi og hvatning til góðra verka. Jafnframt var stjórn félagsins boðuð til fundar með framkvæmdastjóra ÍBR til að far yfir ýmis mál er aðildinni fylgja og verður sá fundur á næstu dögum.
Höldum upp á þetta með því að stunda skíðagönguna eins og kostur er og tak þátt í mótum sem eftir eru í vor. Minni á Íslandsgönguna á Húsavík á laugardaginn og Fossavatnsgönguna 3. maí.
Minni á aðalfundinn 21. apríl.
Þóroddur F.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2008 | 23:28
nýtt albúm - ýmislegt
Fékk ljómandi flottar myndir frá Ásdísi Arnardóttur frá helginni., setti þær í albúm merkt ýmislegt. Bláfjöllin voru svo sannarlega falleg . Gaman væri að fá fleiri myndir af öllu mögulegu sem tengist skíðagöngu.
Hvernig heppnaðist kaffiboðið hjá Skarphéðni, ég var mikið svekt að missa af því en kannski eru til myndir.
Er einhver sem ætlar norður um helgina í Buchgönguna?
kv. Vala
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.4.2008 | 12:04
Aðalfundur Skíðagöngufélagsins Ulls
Aðalfundur Skíðagöngufélagsins Ulls verður haldinn í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, mánudaginn 21. apríl kl. 20.
Málefni sem félagar óska eftir að tekin verði fyrir á fundinum skulu hafa borist stjórn minnst viku fyrir aðalfund. Mál sem berast eftir að sá frestur er liðinn verða ekki tekin fyrir nema 2/3 fundarmanna samþykki það. Rétt til fundarsetu með öllum réttindum hafa skuldlausir félagar.
Dagsskrá aðalfundar:
1. Fundarsetning.
2. Kosnir fundarstjóri og fundarritari.
3. Lögð fram ársskýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár og umræða um hana.
4. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar, umræða og atkvæðagreiðsla.
5. Fjárhagsáætlun næsta starfsárs.
6. Lagabreytingar ef fyrir liggja.
7. Kosin stjórn:
a) kosinn formaður
b) kosnir fjórir aðalstjórnarmenn
c) kosnir tveir varamenn í stjórn
d) kosinn skoðunarmaður og annar til vara.
10. Aðrar tillögur sem borist hafa til stjórnar.
11. Önnur mál.
12. Fundarslit.
Bloggar | Breytt 13.4.2008 kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2008 | 17:47
Bláfjöll -æfing og kaffi (súkkulaði)
Gönguæfing á sunndag kl. 12 og heitt súkkulaði og kleinur í boði Skarphéðins á eftir, meðan meðlætið endist. Vonandi komi sem flestir.
Kveðja
Skarphéðinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.4.2008 | 15:42
Engin æfing hjá ungum Ullungum um helgina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2008 | 13:59
Ullungar hittist í Bláfjöllum um helgina
Hvet Ullunga og alla hina að hittast um helgina t.d. á sunnudag kl. 12 í Bláfjöllum og taka eina æfingu saman. Drekka saman kaffi og njóta samverunnar, veðurs og meðlætis. Hvað segja félagar um það ?
Kveðja
Skarphéðinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.4.2008 | 14:43
Buchgangan 12.-13. apríl
Svo að eingin fari fíluferð til Húsavíkur um helgina er rétt að benda á að fjórða Íslandsgangan, Buchgangan, verður haldin á Húsavík 12.-13. apríl. Í mótaskrá SKÍ er hún skráð 5.-6. apríl sem er ekki rétt. Einnig er rangt símanr. á plaggati Íslandsgöngunnar, rétt nr er 660-8844. Ég held að konan sem á númerið sem sem er skráð á plaggatið verði ekki glöð þegar við förum öll að hringja og skrá okkur inn:)
Nú ætlum við Ullungar að fjölmenna í þessa skemmtilegu göngu. Sameinumst í bílana og eigum skemmtilegan dag saman. Koma so
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.3.2008 | 08:27
Opið í Skálafelli
hittumst þar kl 13:00 kv. Vala 821-7374
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.3.2008 | 22:12
páskar á Akureyri og bráðum Andrés önd
það eru auðvitað æfing á morgun, ég steingleymdi að skrá það á síðuna. Vona samt að allir mæti og fleiri til
Páskarnir voru góðir hjá Ullarungunum. Það má segja að við höfum farið í keppnisferð til Akureyrar því við fjölmenntum á tvö mót hjá vinum okkar í Hlíðarfjalli. Kók-mótið var á föstudaginn langa og þá áttum við 10 af 28 börnum sem kepptu, úrslitin eru á síðu Ska, en eru ekki í tímaröð heldur rásröð. http://www.skidi.is/index.php?option=com_content&task=view&id=752&Itemid=109 Á páskadag var páskaeggjamót, heppnir gátu unnið flugmiða og páskaegg. Gústaf Darrason var svo heppin að vinna páskaegg nr. 5 frá Nóa Síríus. ég vona að hann komi með það á æfingu á morgun, ég get gert því góð skil. Börn og fullorðnir gengu saman eða sundur 1km, 3,5 eða 7,5km. Að venju var mikið um að vera í gönguhúsinu á í Hlíðarfjalli. Margir saman komnir til að skemmta sjálfum sér og öðrum, grilla pylsur, drekka kakó og ganga hring eftir hring í frábæru veðri og færi.
Ég tók nokkrar myndir af krökkunum en því miður kláraðist rafhlaðan á vélinni minni þannig að ég náði ekki myndum af öllum en ég set það sem til er inn á albúmið okkar.
Ég er búin að skrá 15 Ullarunga til leiks á Andrés, sjö stelpur og átta strákar. Það verður fjör á okkur.
7-8 ára ganga 1 km., 9 ára ganga 1,5 km., 10 ára ganga 2 km., 11-12 ára ganga 2,5 og 13-14 ára ganga 3 km. Þetta á við um bæði hefðbundið og skaut.
kv. Vala
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.3.2008 | 21:24
Orkugangan á laugardaginn
Minni á Orkugönguna í Mývatnssveit á laugardaginn, hef heyrt í áhugasömum Ullungum og væri e.t.v. ráð að þeir tjái sig hér t.d. ef það kemur til greina að samnýta farkosti alla leiða eða frá Akureyri. Ég kemst ekki.
Þóroddur F.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)