Færsluflokkur: Bloggar

Fjórðu verðlaun Ullunga á Andrés.

 

andres-3678Í dag var keppt með frjálsri aðferð.  Við áttum 12 krakka í brautinni í dag og komust tveir á pall. Það voru þeir Gunnar Birgisson og Gústaf Darrason sem endurtóku leikinn frá því í gær.  Á http://www.skidi.is/ má sjá úrslit og svo eru tvær góðar myndasíður með myndir úr göngubrautinni  http://internet.is/einartb/      http://frontpage.simnet.is/gjakobs/ Eitthvað ólag er á myndasíðunni þannig að ég kem ekki myndunum okkar inn en það stendur til bóta,  Mikil stemmnig og samstaða er á meðal okkar barna.  Þau eru dugleg að hvetja hvort annað og hrósa.  Hólmfríður (mamma Heiðu og Gústafs) útbjó myndarlegan matarkassa handa okkur svo að Ullungar eru alltaf með fullan maga :) og næga orku. 

kv. frá Akureyri, bra bra


Gaman saman á Andrés

andres 006

 Fyrsti dagurinn á fyrstu Andrésarleikum Ullarunganna gekk vonum framar.  Við vorum með 25 krakka skráða til leiks, allir brosandi glaðir og ánægðir. Enda skein sólin í heiði og hár bærðist ekki á höfði, nema hjá keppendunum sem þutu um víðan völl.  Krakkarnir stóðu sig allir frábærlega og gerðu sitt besta, eins og ein stelpan sagði þegar hún kom í mark "ef ég hefði gengið tveimur cm lengra hefði ég dáið"  Ekki mikill afgangur þar. 

Það fóru fjórir Ullungar á pall í dag, gengið var hefðbundið.  Gústaf Darrason lenti í 3. sæti í flokki 8 ára, Gunnar Birgisson lenti einnig í 3. sæti í flokki 13-14 ára og þær Hugrún Elfarsdóttir  og Freydís Halla Einarsdóttir tóku 2. og 3. sætið.

Ullungarnir grilluðu saman í Kjarnaskógi í kvöld áður en við fórum og tókum á móti verðlaununum.  Bæði börn og fullorðnir skemmtu sér vel í góðum hópi.

Á morgun er skaut og svo boðganga og leikjabraut á laugardag.  Kveðja frá stoltum Ullungum á Andrés. Vala


Félagsgjald fyrir árið 2008

Ágætu Ullungar

Á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gærkvöldi 21. apríl 2008 var ákveðið að félagsgjald fyrir árið 2008 yrði 1.500 kr. fyrir hvern félagsmann 16 ára og eldri og miðast það við þá sem verða 16 ára á árinu 2008.  Þeir sem yngri eru geta skráð sig í félagið en greiða ekki félagsgjald.

Einnig var ákveðið að gefa þeim félagsmönnum sem þess óska kost á að greiða félagsgjaldið með millifærslu inn á bankareikning félagsins.  Aðrir fá sendan greiðsluseðil og leggst þá seðilgjald (líklega ca. 375 kr.) ofan á fjárhæðina.

Þetta verður útfært þannig að félagsmenn sem vilja greiða beint inn á reikninginn geta gert það til 31. maí nk. en þeir sem ekki hafa gert skil fyrir þann tíma fá sendan greiðsluseðil í byrjun júní með gjalddaga í júní.

Ef greitt er beint skal setja ÁRGJ08 í tilvísun.  Vinsamlega greiðið aðeins 1 gjald í hverri færslu þ.a. hægt sé að sjá fyrir hvaða  félagsmann er verið að greiða.  Senda má kvittun í tölvupósti á skidagongufelagid@hotmail.com

Reikningur félagsins er nr. 0117-26-6770 kennitala 600707-0780

Stjórnin 

 


Aðalfundur í kvöld, mánudaginn 21. apríl

Minni á aðalfundinn í kvöld, mánudaginn 21. arpíl kl. 20.00 í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6.

Fjölmennið.

Þóroddur F. Þ.


Ullarpylsupartý, allt undir

IMG_3263Mikið pylsuát fór fram við tjörnina í suðurgili í dag.  23 kátir krakkar gengu á myrinni, fóru í leiki  og fengu svo pylsur að launum.  Ekki var nóg að ganga á jafnsléttu heldur þurftu sumir að reyna sig í brekkunum og fóru nokkrar ferðir upp með stólalyftunni, engin slasaðist og engin skíði brotnuðu þrátt fyrir MARGAR byltur. Set inn myndir á morgun í albúmið okkar.

IMG_3245 

kv. Vala


Ungliðahreifingin pylsar sig upp

Veðrið lofar góðu á laugardag.  Krakkaæfing verður kl 13:00, mæting á flötinni við suðurgilið eins og alltaf.  Ég ætla að taka með grill og þið takið með pylsur og svo löbbum við eitthvað út í braut og  pylsum okkur upp :) Gaman væri að sjá fleiri Ullunga, unga sem aldna, það er nóg pláss á grillinu

Metmæting var síðasta laugardag þegar Daníel sýndi okkur skautatakta.  Þá mættu 15 krakkar en samt vantaði nokkra fastagesti.  Það er allt að verða vitlaust í sporinu :)

Hlakka til að sjá ykkur á lau. kv. Vala 821-7374


Buchgangan á Húsavík

Þrír fulltrúar Ullunga tóku þátt í Buchskíðagöngunni á Húsavík, nánar tiltekið á Reykjaheiði.  Gangan fór fram í blíðskaparveðri, sól og logn.  Skíðafæri ágætt og metþátttaka að sögn skipuleggjenda. Frá Ulli tóku þátt Valgerður G. Björnsdóttir í 10 km (0:57:59), Sveinn Guðmundsson(1:33:18) og Skarphéðinn P. Óskarsson (1:15:12) í 20 km. Við þökkum fyrir gott skipulag, kaffið og meðlætið og frábært veður.

Skarphéðinn


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Aðalfundur Skíðagöngufélagsins Ulls

Aðalfundur Skíðagöngufélagsins Ulls verður haldinn í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, mánudaginn 21. apríl kl. 20.

 Málefni sem félagar óska eftir að tekin verði fyrir á fundinum skulu hafa borist stjórn minnst viku fyrir aðalfund.  Mál sem berast eftir að sá frestur er liðinn verða ekki tekin fyrir nema 2/3 fundarmanna samþykki það.  Rétt til fundarsetu með öllum réttindum hafa  skuldlausir félagar.

 Dagsskrá aðalfundar:

 1.         Fundarsetning.

2.         Kosnir fundarstjóri og fundarritari.

3.         Lögð fram ársskýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár og umræða um hana.

4.         Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar, umræða og atkvæðagreiðsla.

5.         Fjárhagsáætlun næsta starfsárs.

6.         Lagabreytingar ef fyrir liggja.

7.         Kosin stjórn:

a)  kosinn formaður

b)  kosnir fjórir aðalstjórnarmenn

c)  kosnir tveir varamenn í stjórn

d)  kosinn skoðunarmaður og annar til vara.

10.       Aðrar tillögur sem borist hafa til stjórnar.

11.       Önnur mál.

12.       Fundarslit.


Krakkaæfing um helgina

hæ krakkar. Æfing á morgun kl 13:00 Daníel ætlar að mæta og kenna okkur smá skaut. Ef veðrið verður almennilegt og allir í stuði getum við tekið einn hring saman á sunnudaginn líka.

kv. Vala


Minni á aðalfundinn 21. apríl

Sjáið nánar auglýsinguna hér neðar á síðunni og minnið félgasmenn á fundinn.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband