Færsluflokkur: Bloggar

Ullungar - vetrarstarfið að hefjast

>Sæl öll.

Vetarstarf Ulls er að hefjast og stjórn og nefndir komin á skrið.

Næst á dagskrá er:

31. ágúst. Ætlunin er að ýta hjólaskíðaæfingum formlega af stað á sunnudaginn. Mæting er heima hjá Hólmfríði Völu í Markholt 9 í Mosfellsbæ á sunnudagsmorgun kl 11:00 þar verður kaffisopi/spjall um það hvernig haga skuli hjólaskíðaæfingum og síðan æfing (t.d. 10 km ekki bannað að fara lengra) þar á eftir. Upplagt er að tala saman og sameinast í bíla uppeftir. FJÖLMENNUM

2. sept. Kynning á hjólaskíðum verður þriðjudaginn 2. sept. við Víkingsheimilið í Fossvogsdal kl 18:00 og stendur til kl 19:00 æskilegt er að sem flestir sem eiga hjólaskíði mæti eða láni skíði og skó og komi á einhvern sem mun mæta. Kynningi opin öllum. Eftir kynninguna verður síðan æfing.

 7. sept. Vinnuferð í Bláfjöll. Mæting á bílastæði við Suðurgil kl. 10:00 (vinna til ca 13) Verkefni:

Ýmskonar tiltekt á gönguskíðasvæðinu, stærra svæði ef kraftar endast.

Uppsetning á fyrstu snjógirðingum við skíðagönguleið.

Grjóthreinsun af skíðagönguleið "meðfram hlíðinni á leið inn í gilið" en þar er grjót sem stendur uppúr sérstaklega í fyrstu snjóum og hefur hindrað lagningu spors og skemmt tækin. Allar líkur eru á að eitthvað af því verki verði einnig unnið með vél.

20/28 sept. Hjólaskíðamót/Bláfjallamót. Eins og í fyrra verður keppni á hjólaskíðum, verið er að skoða staðsetningu með það í huga að fá áhorfendur/auglýsingu og því verður keppnin innan höfuðborgarsvæðisins en ekki á Bláfjallavegi. Einn kostur í staðsetningu hefur í för með sér að keppnin yrði 20. sept. en líklegra er að hún verði um hádegisbil 28. sept. nánar um það síðar.

Þóroddur F.

 


3þraut Vasa á Ísafirði

Jæja hvað er nú að frétta af hressum Ullungum. Eru ekki allir duglegir að æfa, hjólaskíðast, hlaupa, synda, hjóla, hoppa, ganga...  Var að fá póst frá frískum Ísfirðingum sem stefna á þríþraut 6. sept og vilja endilega fá okkur Ullungana til að taka þátt.  Allt um þessa skemmtilegu íþrótt hér www.tri.blogcentral.is

Verið svo dugleg að sprikla áfram og láta í ykkur heyra í athsemdum hvað þið erum að gera.  kv. vala


Víkingsheimilið á morgun, 5.8. kl 20

Það mæta vonandi einhverjir á morgun, ekki veitir okkur af að fara að komast í form.

Þóroddur F.


Allir í fínu formi???

Sæl öll saman. Eins og sumir hafa eflaust lesið í síðasta hefti Vasagöngublaðsins sest topp skíðagönugólk ekki í helgan stein yfir sumarið heldur stundar ýmsar íþróttir svo sem hjólreiða, hlaup og kajakróður. Veðrið hér á landi hefur held ég boðið upp á bestu aðstæður til útihreyfingar og e.t.v. hafa einhverjir farið á hjólaskíðin. Það væri ráð að sem flestir dusti rykið af hjólaskíðunum og fari að mæta í Fossvogsdalinn á þriðjudögum kl 20. Ég mun mæta við Víkingsheimilið á morgun og fara rólega af stað.

Sjáumst.

Þóroddur F.


Hjólaskíðin við Víkingsheimilið kl 20 í kvöld

Góðan daginn, formaðurinn ætlar að láta sjá sig í kvöld og kanna hvort hann getur staðið á hjólaskíðunum eftir langt æfingahlé og taka létta æfingu svo harðsperrur verði ekki of sárar næstu daga.

Þóroddur F.


Þriðjudagsæfingar kl 20 frá Víkingsheimilinu

Gaman væri að heyra í þeim sem hafa mætt á þriðjudagsæfingarnar eða ætla að mæta, skrifa í athsemdir hér fyrir neðan.  Nú er mikilvægt að byrja æfingarnar fyrir veturinn, byggja upp þol og þrek.  Ekki má glata niður þessu frábæra formi sem menn voru komnir í.  Látið í ykkur heyra það er hvetjandi að vita af öðrum félögum við æfingar og að hafa samfylgd.

Hjólaskíðaæfingar á þriðjudögum

Sæl verið þið öll sem lesið þetta. Ég sé að hátt í 40 manns hafa litið inn á heimasíðuna í dag og það er eflaust hópurinn sem er að bíða eftir tilkynningu um að hjólaskíðæfingar séu að hefjast.

Nú er að taka hjólaskíðin fram og dusta af þeim rykið, sumir þegar búnir að því og mæta við Víkingsheimilið kl. 20:00 á morgun þriðjudag og á þriðjudögum í allt sumar. Það eru allir velkomnir, byrjendur-snillingar, þið finnið ykkur jafningja til að fylgjast að, gott að fara rólega af stað, muna eftir jafnvæginu hjálminum og fara varlega niður brekkur (labba). Góð leið til að byrja á er að fara bara fram og aftur um Fossvogsdalinn, síðan má halda áfram út í Nauthólsvík og ef viljinn stefnir enn lengra að Hofsvallagötunni þá eru um 7 km til baka, en auðvitað fer hver og einn eins langt og hann langar til.

Landsbyggðafólki er bent á að hafa með sér hjólaskíðin til borgarinnar og við hér á mölinni ættum að gera það líka þegar farið er út á land á sama hátt og golfararnir taka pokann með og mæta á velli um allar jarðir. Í þessu sambandi væri gott að fá ábendingar af landsbyggðinni um hvar er hentugt að fara á hjólaskíðin.

Þóroddur F. 


Fleiri duglegir Ullungar í Fossvatnsgöngunni

Ég gleymdi  7 km flokkknum en þar voru 2 keppendur.

Karla

Nr. 19 Guðmundur Alex Magnússon  - 40 keppendur,

Konur

Nr. 14 Björk Sigurðardóttir- 45 keppendur 


Duglegir Ullungar í Fossavatnsgöngunni

Fossavatnsganga tóks vel, þrátt fyrir heldur leiðinleggt veður og mjög erfitt göngufæri og er það frábærum undirbúningi Ísfirðinga að þakka sem við getum lengi lært af. Kærar þakkir Ísfirðingar.

Við vorum 10 sem gengum undir merki Ullunga, það ég best veit en er ekki með félagatalið, þó sumir hafi gleymt að skrá sig þannig og þar á meðal undirritaður. Úrslitin eru undir www.snjór.is.

En árangur Ullunga varð eftirfarandi.

50 km

Konur  16-35 ára

Nr. 2 Hólmfríður Vala Svavarsdóttir

Karlar 16-34 ára

Nr. 3 Guðmundur Arnar Ástvaldsson

Karlar  50-65 ára

Nr. 3 Skarphéðinn P. Óskarsson

20 km

Konur  51+ ára

Nr. 3 Gerður Steinþórsdóttir

Karlar 35-49 ára

Nr. 2 Óskar Jakobsson

Nr. 3 Eiríkur Sigurðsson

Karlar 50-65 ára

Nr. 8 Þóroddur F. Þóroddsson

Nr. 9 Sveinn Guðmundsson

7 km

Karlar

Nr. 19 Guðmundur Alex magnússon - 40 keppendur

Konur

Nr. 14 Björk Sigurðardóttir - 45 keppendur 

 


Fossavatnsgangan

Sælir Ullungar. Gaman væri að sjá hér á síðunni hverjir ætla í Fossavatnsgönguna 50 eða 20 km og hvort hægt er að mynda sveitir ef fólk er ekki búið að því nú þegar. Einnig væri fróðlegt að heyra hvernig fólk fer vestur, vantar far eða hefur laus sæti t.d. er hægt að fá far með mér eins og staðan er. Einnig ef vitað er af lausu gistirými.

Fjölmennum í Fossavatnsgönguna.

Þóroddur F. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband