Færsluflokkur: Bloggar
27.9.2008 | 15:19
Ullarmótið - Andri vann í karlaflokki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2008 | 22:14
Ullarspretturinn, 10km
Bara að minna ykkur á að koma og taka þátt eða fylgjast með frábæru móti á laugardaginn. Spáin er góð, við erum búin að fá hljóðkerfi til að skapa stemmningu. Þetta er góð auglýsing fyrir íþróttina og enn betri ef mætingin verður góð. Það verða eflaust skíði á lausu svo þeir sem ekki eiga skíði geta tekið með skóna og stafi og fengið að prufa.
Sjáumst á fösdugaskv. og svo aftur á laugard. kv. Vala
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2008 | 21:47
Bobbi með vörukynningu í Mosó
Núpur ehf, þ.e. Bobbi ætlar að vera með vörukynningu fyrir okkur á föstudagskvöldið 26. sept. í Markholt 9 í Mosó hjá okkur Daníel. Núpur selur skíði, skó, stafi, hjólaskíði, skíða- og hlaupafatnað, áburð já bara allt sem viðkemur skíðunum. Nú er tækifæri að skoða úrvalið fyrir veturinn og hjólaskíði fyrir haustæfingarnar. Verið velkomin að kíkja og spjalla.
kv. Vala
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2008 | 13:41
Leiðin er greið
Leiðin sem verður farin er í Fossvogsdalnum hefst rétt vestan við Víkina, yfir brúnna rétt hjá Fossvogsskóla (skrúfuð verður krossviðsplata á hana). Vinstri beygja upp skógarstíg og önnur vinstri beygja Kópavogsmegin alla götur að Kjarrhólma og þar niður að rásmarki. Þetta er um 3 km hringur og verðar gegnir 3 slíkir. Mjög góð leið og ekki brattar brekkur.
Munið kynninguna hjá Bobba kl 20:00 á fös.kv. í Markholti9 mos
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2008 | 21:36
Hjólaskíðamót Ulls
Kæru Ullungar og aðrir skíðamenn. Okkar árlega hjólaskíðamót verður haldið laugardaginn 27. september kl. 13 í Fossvogsdal. Gangan hefst við Félagsheimili Víkings í Víkinni. Vegalengdin verður 10 km. Keppt verður í flokki kvenna og karla. 1km skemmti ganga á línuskautum með stafi fyrir krakka 12 ára og yngri
Verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin í karla og kvennaflokki, auk gjafa frá Núpi ehf. Mótsgjald er 500 kr.á keppanda en frítt fyrir börn.
Skráning fer fram á staðnum og á netfangi skíðagöngufélagsins. Gott væri að heyra hverjir hyggjast vera með til að auðvelda framkvæmd mótsins
Bobbi (Núpur) ætlar að vera með vörukynningu í kringum mótið og verður það auglýst síðar.
kv. mótanefnd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
9.9.2008 | 10:28
Æfing í dag
Hjólaskíðaæfing í rokinu og rigningunni. Ætla ekki allir að mæta? Kl 18:00 Frá Víkinni.
kv. vala
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2008 | 08:58
Vinnuferð frestað
Góðan daginn Ullungar, við frestum vinnuferðinni i Bláfjöll þar sem þar er rok og rigning og ekkert vinnuveður. Látum vita síðar hvenær af ferðinni verður.
Þóroddur F.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2008 | 23:20
vinnu- stuð- og skemmtiferð
Kæru skíðafélagar
Á sunnudaginn kemur verður farin vinnuferð í Bláfjöll. Mæting er kl. 10:00 og reiknað með að við verðum að verki til um kl 13. Hafið með nesti (og nýja skó), verið klædd eftir veðri og með vettlinga til að taka á grjóti og spýtum. Hamar og sög má gjarnan vera með. Verkefnin felast einkum í því að tína grjót af svæði þar sem spor er lagt í fyrstu snjóum og uppsetningu snjógirðinga í tilraunaskyni. Einnig munum við taka til svo svæðið líti betur út en ýmislegt, stikur, spýtur, liggur hér og þar og einnig gömul skilti sem ekki þjóna tilgangi. Öll fjölskyldan á að geta tekið þátt.
Vegna skipulagningar verksins eru þeir sem geta mætt beðnir að svara þessum pósti.
Kv. stjórnin
p.s. ég hef fengið nokkra pósta endursenda vegna netfanga sem ekki eru lengur í notkunn. Vinsamlegast sendið mér póst ef þið hafið fengið ykkur ný netföng svo ég geti sett ykkur á ný inn í póstlistann. (t.d. Jón Gauti og Beggi)
kv. vala
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.9.2008 | 23:23
Hjólaskíðakynning í Víkinni
Við nældum í nokkra nýja æfingafélaga í dag þegar við kynntum hjólaskíðin í Fossvoginum. Veðrið lék við okkur og voru Ullungar duglegir að fara með nýliðana nokkrar ferðir eftir stígunum. Að lokinni kynningu var tekin létt klst. æfing og fóru "lengstu menn" um 12km. en hinir styttra. Nú stefnum við að vikulegum æfingum, kl 18:00 á þriðjudögum og vonumst til að fá sem flesta svo að breiddin í hópnum verði góð og allir finni æfingafélaga við hæfi. Takk fyrir góða æfingu. kv. Hólmfríður Vala
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2008 | 23:10
Hjólaskíði í blíðunni í Mosó
Fyrsta formlega hjólaskíðaæfing tímabilsins var tekin í dag í Mosfellsbæ. Múgur og margmenni mætti í Markholtið hjá Daníel og Völu. Gengið var frá 1km upp í 30km. Það var gaman að hitta skíðafélagana aftur eftir sumarfrí, flestir hafa verið iðnir við æfingar í sumar og koma sprækir inn í haustið. Það fannst best á lyktinni á kaffisamsætinu eftir æfingu að menn og konur tóku vel á'ðí
Næsta æfing verður frá Víkinni á þriðjudag kl 18:00 en þá ætlum við að vera með kynningu á hjólaskíðum fyrir almenning og taka svo æfingu saman kl 19:00 Gott væri ef félagar gætu mætt með útbúnaðinn sinn svo við getum breytt út fagnaðarerindið og leyft sem flestum að prófa.
Ég sendi út póst til félaga um æfinguna í dag. Ef einhver sem les þetta er skráður félagi en fékk ekki póst, vinsamlegast sendið okkur línu svo hægt sé að bæta viðkomandi inn á póstlistann.
Takk fyrir daginn og sjáumst á þriðjudag.
kv. Hólmfríður Vala
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)