Færsluflokkur: Bloggar
25.10.2008 | 16:37
Fyrsti dagurinn í Bláfjöllum
Frábær dagur í fjallinu. Nægur snjór og frábært veður. Snjógirðingin virðist gera sitt gagn því stór skafl hefur myndast undir henni. Ekki var búið að draga sporið en við redduðum því og báðum spræka snjósleðakappa sem við hittum að draga fyrir okkur og fara hægt yfir. Ekki voru þeir með sama mælikvarða á "hægt" o g við því plógurinn var í loftköstum þennan eina km sem þeir fóru, en við tökum bara viljan fyrir verkið. Vonandi sjáumst við í fjallinu aftur á morgun og næstu helgi og þá næstu og allar helgar fram í júní :)
kv. Vala
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.10.2008 | 10:20
Nægur snjór í Bláfjöllum
Þóroddur er kominn upp í Bláfjöll, og er himinlifandi!!! Þar er nægur snjór, 7 stiga frost og smá gola. Það er búið að troða, en ekkert spor er komið enn, samt fínt að ganga á skíðum, segir formaðurinn. Hann hvetur alla til að skella sér af stað og viðra skíðin.
Hólmfríður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.10.2008 | 17:17
Fréttir úr Bláfjöllum
Varð að ræða við Ómar í Bláfjöllum. Hann fór hring um leiruna á troðara og þjappaði snjóinn en það var tilgangslaust að spora vegna skafrennings, vindur 11 m/s og hviður 14 m/s. Það er sem sagt nægur snjór til æfinga á gönguskíðum og spáin 7 m/s og -7°á morgun. Ég auglýsi aftur eftir vélsleða til að draga sporann. Ég stefni uppeftir kl 10 í fyrramálið en það er háð því að vindur verði ekki yfir 7-8 m/s og mun hringja fréttir í tengilið sem getur sett inn uppl. hér á heimasíðuna.
Þóroddur F.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2008 | 16:49
Snjókornin falla við hvert fet. Húrra!! Húrra!!!!!!!!!!!!
Sælt veri fólkið.
Staðan í Bláfjöllum nú síðdegis var sú að bílastæðin voru að verða ófær og ekki sást til fjalls fyrir ofankomu, eins og Ómar staðarstjóri lýsti því. Það fer eftir veðri á morgun hvort eitthvað verður farið að troða og verður þá einnig skoðað hvort hægt er að troða skíðagönguhringinn umhverfis Leiruna. Meira um það á morgun.
Engin starfsemi verður á skíðasvæðinu í Bláfjöllum um helgina, þ.e. á vegum skíðasvæðisins.
Spori fyrir vélsleða var óvart skilinn eftir í fyrravetur á bílaplaninu við Suðurgilslyftuna sem hafði þær afleiðingar að hann fór með snjómokstri út af planinu og er eitthvað beyglaður en verður skoðaður á morgun. Ef hann reynist nothæfur verður hann reistur upp við ljósastaurinn og bundinn, efst á Suðurgilsplani þannig að ef einhver kemur með vélsleða um helgina uppeftir að þá verður hugsanlega hægt að leggja spor. Mikilvægt er að skilja við sporann á sama hátt. Vélsleðaeigendur skoði þetta og tjái sig hér hvort þeir geti hjálpað til við þetta.
Veðurspáin fyrir sunnudag lítur þokkalega út. Nánari fréttir á blogginu hér á morgun og þegar fréttir verða um aðstæður á laugardag og sunnudag. Fylgist með og verið klár í útkall.
Þóroddur F.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.10.2008 | 12:56
Framkvæmdir við skíðasporshring í Bláfjöllum
Vinna þarf áfram við 1. áfanga skíðasporshrings, hreinsa og slétta þó Bláfjallamenn séu búnir með vél að létta af okkur mest erfiðinu. Þeir sem geta mæti kl 11 í fyrramálið, gott að hafa stunguskóflu og grófa hrífu með.
Þóroddur F.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.10.2008 | 17:45
Framkvæmdir í Bláfjöllum
Vinnuferð var farin í Bláfjöll á laugardaginn og mættu 6. Aðstæður voru ekki mjög góðar, skafrenningur í fyrstu og nokkuð frost komið í jörð. Á myndum í albúminu má sjá smá tilraun sem gerð er með snjógirðingu og snýst hún bæði um að sjá hver verður snjósöfnun og ekki síður hvort mannvirkið stenst veðurálag. Þá var byrjað að hreinsa grjót af 10 m breiðu belti sem er liður í því að útbúa slétta braut sem getur auðveldlega orðið á annan km en til skoðunar er frekari útfærsla sem gæti endað í 2-3 km hring. Undirlagið er verið að gera þannig að í fyrstu snjóum verði hægt að leggja spor, grjóthreinsa, slétta og þjappa. Eflaust þarf að bæta við girðingum til að safna snjó. Mörg handdtök eru eftir og því þarf að fara a.m.k. eina ferð áður en aftur snjóar eða frýs, nánar um það síðar en verið í startholum um næstu helgi ef veður verður skikkanlegt.
Þóroddur F.Þ.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.10.2008 | 16:35
Vinnuferð í Bláfjöll á laugardaginn
Nú er haust í lofti og farið að frjósa í Bláfjöllum og mikilvægt að ná að fara þangað í vinnuferð eins og búið var að kynna áður. Mæting í Bláfjöllum kl 11. á laugardaginn klædd eftir veðri og góðir hanskar í grjóttínslu, 1-2 mættu hafa með sér kerru og hjólbörur-látið mig vita sem getið gert það, hafið líka hamar í skottinu og 2-3 grófar garðhrífur kæmu að góðum notum. Stefnum að því að ljúka verki um kl 14. Öll fjölskyldan getur hjálpað til. Látið vita af þátttöku með tpóst á toroddur@skipulag.is eða í síma 861 9561.
Til stendur að tína grjót úr skíðaleið, setja upp tilraunasnjógirðingar og taka til.
Einar Sveinbjörnsson veðurfr. er að skoða staðsetningu snjógirðinga.
Búið er að tína grjót úr skíðaleið á völdum stöðum svo það sést hvað grjóthreinsun hefur í för með sér m.a. áhrif á umhverfið af grjóthrúgum/grjótgörðum og verður það skoðað á föstudaginn með Magnúsi framkvæmdastjóra, landslagarkitekt sem vinnur að deiliskipulagi og fulltrúum Umhverfisstofnunar og fæst vonandi grænt ljós. Í þeirri ferð verður einnig skoðuð staðsetning á byggingareit/um fyrir gönguhús.
Þóroddur F.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.9.2008 | 18:13
Vel heppnað hjólaskíðamót - vinnuferð í Bláfjöll
Takk fyrir mótið í dag, sem tókst vel og var góð skemmtun í ágætis veðri.
Til hefur staðið að fara í vinnuferð í Bláfjöll en ekki viðrað til þess. Hætta er á að senn fari að frjósa uppfrá og þyrfti að ljúka ákveðnum verkum áður. Veðurhorfur á morgun eru sæmilegar en það er auðvitað alltof stuttur fyrirvari að boða til vinnu þá en ég mun hins vegar vera þar á milli kl 11 og 14 á morgun og hyggst hefja verkið og eru allar hendur vel þegnar. Vonandi viðrar skikkanlega í næstu viku þannig að það verði hægt að fara uppeftir í lok vinnudags. Meira um það síðar en þeir sem hafa færi á að koma á morgun mæti eða hringi í mig.
Þóroddur F.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2008 | 15:21
Ullarmótið - Auður vann í kvennaflokki
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)