Færsluflokkur: Bloggar
27.11.2008 | 15:18
Tilboð frá Hlíðarfjalli
Fullorðnir 10.000 kr
Börn 6.000 kr (miðað er við grunnskólaaldur). Þeir sem ætla að nýta sér þetta tilboð geta keypt árskortið í afgreiðslu Skíðastaða (Hlíðarfjalli). Athugið: þetta tilboð er eingöngu ætlað þeim sem æfa skíði. Þar sem Ullur hefur enn engin félagsskírteini, mun starfsfólk Skíðastaða nota keppnislista frá síðasta Andrésarmóti fyrir 12 ára og yngri, og keppnisleyfalista SKI fyrir 13 ára og eldri, til að sannreyna að viðkomandi æfi skíði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2008 | 17:25
engin snjór, nægur snjór og lærbrot.
Síðustu fréttir herma að það sé klaki í Bláfjöllum og ekki skíðafært. Við fréttum hins vegar af því að nægur snjór væri á Sauðárkrók og troðin braut. Ef einhverjir eru skíðaþyrstir er um að gera að skella sér í 3klst bíltúr og taka góða æfingu á Króknum og fá sér svo hammara áður en haldið er heim. Þeir sem huga á dagsferð og vilja félagsskap þá endilega látið vita hér á síðunni.
Skarphéðinn vinur okkar og Ullungur lenti í óhappi í síðustu viku er hann datt á hjólaskíðum og lærbrotnaði. Hann má ekki stíga í fótinn í 2 mánuði og því er Vasaferðin hans fokin út um gluggann. Ef einhver hefur áhuga á að kaupa Vasanr á gamla genginu þá látið í ykkur heyra. Við sendum Skarphéðni batakveðjur og vonum að hann verði sem nýr þegar snjóa leysir í vor og helst fyrr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.11.2008 | 23:24
Skíðamarkaður Víkings
Þetta var að berast frá Víking
Skíðamarkaður Skíðadeildar Víkings
Skíðadeild Víkings stendur fyrir skíða-, vetrarmarkaði með notaðan skíðabúnað í félagsheimili Víkings Traðarlandi 1 sunnudaginn 16 nóvember kl 11:00 til 16:00
Skíðamarkaðurinn er opinn öllum.
Til sölu verður skíðabúnaður (svig, göngu & bretti), skíðafatnaður, línuskautar og skautar fyrir börn og fullorðna.
Allir eru velkomnir að koma með vörur til sölu á markaðnum laugardaginn 15 nóvember kl 14:00 17:00. Vinsamlegast hafið búnað og fatnað þrifalegann og í þokkalegu standi. Ráðleggingar um verðmerkingu á staðnum. Skíðadeildin tekur 20% söluþóknun og sér alfarið um framkvæmd sölunnar.
Þeir sem koma með búnað til sölu á markaðnum eiga að nálgast búnað sem ekki selst og/eða uppgjör fyrir það sem selst á sunnudeginum milli kl 16:00 og 17:00.
Fatnaður verður flokkaður eftir stærð, skíði flokkast eftir lengd og skór eftir stærð. Hægt verður að greiða með greiðslukortum.
Kökubasar og heitt á könnunni.
Kynning á starfi Skíðadeildarinnar á staðnum.
Allir hvattir til að taka til í geymslunni og gera góð kaup.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.11.2008 | 13:02
Bláfjöll föstudagur 14.11. kl.13:00
Það er blíða í Bláfjöllum og kyngir niður snjó, hringur um leiruna verður þjappaður síðar í dag en líkl. ekki sporað þar sem snjókoman er svo mikil.
Veðurhorfur á morgun flottar og því er hér með kallað eftir einhverjum með vélsleða sem er tilbúinn til að draga sporann í fyrramálið. Út á skíðin öll saman. Nánari fréttir hér eftir því sem tilefni er til.
Þóroddur F. Þ.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.11.2008 | 18:00
Merki Skíðagöngufélagsins Ulls
Komið er í myndaalbúmið á heimasíðunni merki Ulls. Stjórnin hefur látið vinna þetta merki en í lögum félagsins eru engin ákvæði um hvernig skuli taka ákvörðun um merki félagsins. Því eru félagsmenn hér með hvattir til að tjá sig um merkið og í framhaldinu mun stjórnin ákveða hvernig að ákvörðun um merkið verður endanlega staðið en það væri t.d. hægt að gera með því að vinna úr ábendingum hér á síðunni, á félagsfundi eða aðalfundi. Æskilegt er hins vegar að ákveða þetta sem fyrst svo við getum farið að nota merkið.
Þið verðið að tvísmella á myndina til að opna hana í heild og lesið líka skýringartextann. Segið álit ykkar.
Þóroddur F. formaður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.11.2008 | 07:52
Æfingabúðir á Ísafirði 20.-23. nóvember
Sælt veri fólkið
Það kann að vera að einhverjir séu að fá þessa tilkynningu í annað sinn, en sú heppni skýrist af því að við Bobbi eigum eftir að samræma póstlistana okkar. En erindið er sem sagt að minna fólk á hinar árvissu æfingabúðir skíðagöngugarpa hér á Ísafirði, en í ár fara þær fram dagana 20.-23. nóvember. Nú þegar kreppan ríður yfir er gott að komast í skíðaferð á stað þar sem íslenska krónan er tekin góð og gild, og reyndar hægt að fá heilmikið fyrir hana eins og tilboðið um gistingu og mat sýnir (sjá viðhengi). Seljalandsdalurinn er því draumaáfangastaður skíðafólks þennan veturinn. Það hafa verið troðnar brautir þar uppfrá undanfarna viku eða svo og enginn bilbugur á svæðisstjóranum þótt það hláni lítillega, enda var búið að koma fyrir miklu af snjósöfnunargirðingum sem veiddu vel í ofankomunni á dögunum.
Því miður verður þjálfaraparið Åshild og Trond fjarri góðu gamni að þessu sinni, en við bætum bara um betur og fáum besta skíðagöngumann landsins, Sævar Birgisson, til að stjórna æfingunum í staðinn. Sævar er nýútskrifaður úr skíðamenntaskóla í Noregi og kemur því til okkar með allt það nýjasta og ferskasta í þjálfunarfræðunum. Annars er reiknað með að þetta verði á svipuðum nótum og venjulega, hæfileg blanda af rólegheitum og streði, og vídeóhrollvekjan verður á sínum stað eins og í fyrra.
Þeir sem vilja skrá sig eða fá nánari upplýsingar eru beðnir að hafa samband við Bobba (nupur@nupur.is, 896-0528) eða Heimi (heimir.g@simnet.is, 862-3291).
Bestu kveðjur
Heimir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.11.2008 | 23:16
Bréf frá Skipstjóranum sjálfum
Þar sem ég kem ekki til með að vera í landi þegar Vasa 2009 fer fram, er plássið mitt falt.
Ég hafði aldrei ætlað mér að hagnast á skráningunni svo viðkomandi getur fengið plássið á því gengi
sem var þegar ég skráði mig, um miðjan júní. Munar sennilega slatta en veit það ekki nákvæmlega þar sem ég hef ekki aðgang að netinu úti á sjó.
Ef einhver hefur áhuga má hann senda póst á: ontika.7@sjopostur.is eða mosg16@mi.is
Kveðja Eiríkur Sigurðsson.
ps. hér er nógur SJÓR en enginn SNJÓR, svo æfingar liggja niðri að sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2008 | 10:24
Útlit í Bláfjöllum í dag laugardag 1.11.
Það hefur ringt mikið í Bláfjöllum en líklegt að samt sé nægur snjór till að fara á gönguskíði en hætt við að skíðasporið sem var lagt í fyrradag sé orðið lélegt. Veður kl 10:00 þá voru 14 m/s og hiti 0,4 °C spáin kl 12:oo er 12 m/s sólskyn og 1°C. Niðri við Bláfjallaskála var kl 10:00 vindu 10 m/s og 0,1°C. Þannig að ekki er ólíkegt að það sé hægt að ganga umhverfis Leiruna en spurning með sporið. Setjum inn nánari fréttir ef þær berast.
Þóroddur F
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2008 | 17:22
2km hringur og spariskíðin
Formaðurinn í fjallinu og segir aðstæður alveg frábærar, logn og 2km hringur.
kv. vala
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2008 | 15:41
Bláfjöll - mánudagur 27.10. kl 16:40 það er verið að spora.
Var að ræða við Ómar í Bláfjöllum, ágætis veður (-7) og hann ætlar að spora hringinn núna á eftir.
Þóroddur F.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)