Færsluflokkur: Bloggar
12.8.2009 | 12:43
Kópaþrek
Kópaþrek verður haldið fyrir unglinga í aldurshópnum 13-16 ára (alpagreinum og skíðagöngu) helgina 18.-20. september nk. í Bláfjöllum.
Kópaþrek er æfingabúðir þar sem markmiðið er að styrkja félagsleg tengsl unglinga í aldurshópnum 13-16 ára og auka þrek og þol þeirra. Þannig geta skíðakrakkar alls staðar af landinu eytt helginni saman við æfingar, fræðslu og skemmtun. Skíðafélögum er velkomið að senda fararstjóra með þátttakendum.
Á bloggsíðunni http://kopathrek.blog.is/blog/kopathrek/ er að finna ýmsar upplýsingar um Kópaþrek og þar verða upplýsingar birtar um dagskrá o.fl. þegar nær dregur.Þátttökugjaldið er 15.000 krónur og í gjaldinu er allt innifalið, s.s. gisting, fullt fæði, fræðsla og skemmtum. Með ferðum frá Ísafirði/Akureyri/Egilsstöðum er gjaldið 18.000 kr. Þátttökugjaldið skal greiða inn á reikning skíðadeildar Breiðabliks: 0130-05-112373. Mikilvægt er að setja nafn barns í tilvísun.
Við hvetjum alla til að skrá sig sem fyrst og í síðasta lagi 14. september nk., hjá Gísla Gíslasyni á netfanginu: bsmidjan@simnet.is. Gefa þarf upp nafn barns, kennitölu, heimilisfang og félag. Auk þess þarf að gefa upp nafn og símanúmer foreldra.Með bestu kveðju
Kópaþreksnefnd
Skíðadeild Breiðabliks
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2009 | 21:36
Hjólaskíðaæfingar - vantar einhvern til að vera í forsvari
Hef frétt af aðilum sem bíða eftir að formlegar æfingar á hjólaskíðum hefjist og er hér með auglýst eftir einhverjum sem vill vera í forsvari fyrir þeim. Í því fælist að mæta á tilteknum stað og tíma eða tryggja að einhver mæti í staðinn og skipuleggja æfingu, sem ég hef ekki vit á. Tjáið ykkur hér um hvernig þið sjáið æfingu fyrir ykkur.
Þóroddur F.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2009 | 16:32
Koma svo, sagði einhver. Æfingar og Bláfjallafréttir
Sæl öll. Eflaust eru einhverjir komnir 'a hjólaskíðin eða búnir að vera á fullu á hjólaskíðum undanfarið, + hlaup, hjólreiðar og fjallgöngur en ég hef aðeins gert hið síðasttalda en ætla að taka fram hjólaskíðin núna á eftir og fara í Fossvoginn eða niður á Sæbraut/Laugarnes-Reykjavíkurhöfn.
Gaman væri að heyra frá ykkur og koma upp vikulegri samverustund á hjólaskíðunum t.d. í Fossvoginum og t.d. byrja þar á 20-30 mín samæfingu og síðan fari hver á sínum hraða. Stefnum að hjólaskíðamóti í september (var í loks sept, í fyrra).
Deiliskipulag í Bláfjöllum er ekki komið í gegnum kerfið og óljóst hvenær það liggur fyrir við erum því að huga að öðrum "bið" möguleika varðandi húsið og upplýsum það þegar það skýrist. Við þurfum hins vegar að bera fúavarnarefni á húsið, bæta snjógirðingu og vinna áfram við að slétta sporsvæðið og er stefnt að vinnuferð á laugardaginn kemur, fylgist því með hér á síðunni.
Kveðjur
Þóroddur F.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.6.2009 | 23:18
Birkebeinerrennet.
Erum aðeins byrjuð að skoða Birkebeinergönguna sem fram fer laugardaginn 21 mars 2010. Það er ekki búið að opna fyrir skráningu en hún hefst ekki fyrr en í október.
Keppnin fer fram á milli Rena og Lillehammer í Noregi. Gönguleiðin er 54 km og hver þátttakendi verður að vera með a.m.k. 3,5 kg bakpoka á bakinu. Ólíkt Vasagöngunni þá er ekki öllum startað í einu heldur eru ráshópar sem gera það að verkum að þrengslin eru ekki eins mikil. Þrátt fyrir það eru rúmlega 13.500 keppendur.
Brautin er líka meira á fótinn en í Vasa. Fyrstu 20 km eru á fótin svo eru 6 léttir svo aftur 10 á fótinn og svo létt síðustu 13 km. Markið er í Lillehammer á Ólympíuleikvanginum. Mjög auðvelt er að ferðast til Lillehammer. Flogið er til Osló og þaðan er 2ja tíma lestarferð. Fyrirhugað er að gista í Lillehammer en fáir staðir í heiminum bjóða upp á jafn glæsilega aðstöðu til skíðagöngu þannig að þarna er gott að vera.
Startið er í 280 metra hæð og hæst er farið í 910 metra hæð eða um 600 metra hækkun sem mest. Eftir það er svo mikið niður á við og markið er í 490 metra hæð yfir sjávamáli.
Birkebeineren er ein af stræstu göngunum í Fis marathon cup. Gangan er yfirleitt líka sú síðasta á árinu og þarna ráðast því oft úrslitin í samanlagðri keppni í FIS marathon cup. Í ár er þetta líka Heimsbikar þannig að líklega verða flestir bestu skíðamenn heimsins þarna.
Hér má sjá kynningarmyndband um gönguna.
Nokkir hafa lýst áhuga á að koma með í gönguna og er stefnt að því að ferðast og gista saman. Það væri því gaman ef áhugasamir myndu senda meil á danielj@landsbankinn.is þannig að hægt sé að fara að skipuleggja.
KK danielj.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.6.2009 | 09:11
Yfir 100.000 þátttakendur í Worldloppet.
Á heimasíðu FIS má sjá frétt þess efnis að met þátttaka var í Worldloppet seríunni á s.l. ári og voru þátttakendur í fyrsta sinn yfir 100.000 eða nákvæmlega 101.500 gönguskíðamenn og konur.
Wordloppet er samheiti fyrir bestu skíðagöngur hvers lands. Nú eru 15 meðlimir í félaginu en þær eru.
Europe: | Jizerská padesátka (CZE), Dolomitenlauf (AUT), Marcialonga (ITA), König Ludwig Lauf (GER), Tartu Maraton (EST), La Transjurassienne (FRA), Finlandia-hiihto (FIN), Vasaloppet (SWE), Engadin Skimarathon (SUI), Birkebeinerrennet (NOR), Bieg Piastow (POL) |
America: | American Birkebeiner (USA), Keskinada Loppet (CAN) |
Asia: | Sapporo International Ski Marathon (JPN) |
Australia: | Kangaroo Hoppet |
Hægt er að kaupa svokallaðan Worldloppet passa en þá fær maður stimpil eftir hverja göngu. Svo verður maður Worldloppet Master þegar að maður hefur fengið 10 stimpla í a.m.k. 2 heimsálfum á minna en 10 árum.
Einn Íslendingur er Worldloppet Master en það er Einar Yngvason frá Ísafirði.
Samhliða Worldloppet er svo FIS marathon cup en það er bikarkeppni á vegum FIS (Alþjóðaskíðasambandsins) Þar eru 10 af þessum 15 göngum með á ári hverju og þar samna menn stigum og sigurvegarinn verður FIS marathon cup meistari. Ár frá ári skiptast göngurnar á að vera með í þessu, en þær allra stærstu s.s. Vasagangan, Marcialonga og Birkebeiner eru með árlega.
Heimasíða Worldloppet: http://www.worldloppet.com
Mótaskrána í Worldloppet má sjá hér: http://www.worldloppet.com/calendar.php
Mótaskrána í FIS marathon cup má sjá hér: http://www.worldloppet.com/fmcprogramme.php
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.5.2009 | 14:44
Skíðavertíðin búin, en sumarið framundan.
Sælt veri fólkið.
Ég ætla að byrja á að þakka fyrir skemmtilega samveru hjá Völu og Daníel um daginn.
Flott slútt á skíðavertíðinni sem vonandi verður að hefð í starfseminni.
Nú er sumarið framundan og eflaust eru flestir búnir að pakka saman brautaskíðunum, áburðarlagernum og gallanum.
Svo er bara að láta sig hlakka til næsta vetrar og hafa stór persónuleg fyrirheit og markmið varðandi hann.
Aftur á móti er núna frábær tími framundan. Heillandi aðstæður fyrir fjallaferðir, endalaus sumarkvöld til að hlaupa, búið að sópa stígana fyrir hjólaskíðin og svo bíða allar gönguleiðirnar á fjöllum.
Eigum við ekki að virkja þennan frábæra hóp sem Ullungar eru að verða til frekari afreka yfir sumarið?
Nú væri því gaman að vita hverjir hafi áhuga á eftirfarandi atriðum:
A. Sumarferðir á hærri fjöll og jökla á skíðum. Nú eiga ýmsir hér ferðaskíði og búnað til slíkra ferða og því tilvalið að hóa saman fólki. Sjálfur er ég t.d. búinn að plana tjaldferð á Drangajökul í júní og margt fl. í deiglunni.
Aðrrir staðir sem geta verið skemmtilegir eru t.d. Geitlandsjökull, Eyjafjallajökull, Tindfjallajökull og Hekla sem eru allt saman áfangastaðir í hóflegri fjarlægð.
B. Hlaup. Sumir hér setja markið á Laugavegshlaupið. Aðrir halda sig í byggð og stefna á Reykjavíkurmaraþonið. Vilja einhverjir stefna á hlaupahópa og jafnvel mynda lið í Reykjavíkurmaraþoninu? Getur fólk sem býr á svipuðum slóðum hóað sig saman til að hlaupa með stuttum fyrirvara?
C. Reiðhjólin. Sjálfur nota ég hjólið þegar ég er orðinn aumur eftir mikil hlaup. Nú erum við með eitt stk. "hjólagúru" í félaginu sem gæti kannski verið hægt að plata til að segja okkur meðalskussunum í því sporti eitthvað til.
D. Fjallgöngur. Fjallgöngurnar finnst mér alltaf vera næsti bær við skíðagönguna. Er hægt að fá saman fólk hér í skemmtilegar göngur? Bæði styttri og lengri ferðir koma til greina. Þess vegna að taka góðann sprett á Þverfellshornið eh. kvöldið, þar sem við skríðum lafmóð upp á topp með blóðbragð í munni og höfum vonandi öll sett persónuleg met á þeirri leið og líka hægt að stefna á lengri en rólegri göngur.
Látið í ykkur heyra og komið með hugmyndir hvað við getum gert til að vera áfram í topp formi, þó snjórinn sé farinn úr Bláfjöllum. Svo stefnum við vonandi á góðar vinnurferðir þangað þegar líður á sumarið.
kv. Árni Tr.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.5.2009 | 10:32
uppskeruhátið SKKR
Uppskeruhátið SKKR-Skíðaráð Reykjavíkur
Hátíðin verður haldin þriðjudaginn 12. maí, kl 17:30, í KR heimilinu, Frostaskjóli 2, 107 Reykjaví
Veit verða verðlaun og viðurkenningar fyrir helstu afrek vetrarins í öllum aldursflokkum.
Skíðaráðið skorar á alla til að mæta og taka þátt í Uppskeruhátíðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2009 | 21:42
Eplakaka fyrir Árna Tryggva
Tek hér með áskorun Árna Tryggva, og set hér uppskriftina af eplakökunni sem í boði var á aðalfundinum um daginn:
½ bolli sjóðandi vatn
3 epli, afhýdd og söxuð
225 gr hveiti
225 gr heilhveiti
350 gr sykur
150 gr brætt smjör, eða 1,3 dl olía
1,5 tsk natron
1,5 tsk kanill
1 tsk negull
1 tsk salt
1,5 tsk vanilludropar
4 stór egg
Vatninu hellt yfir eplin og látið standa í 3-4 mínútur.Öllu öðru svo blandað í eplin og hellt í smurða skúffu.Blanda saman ¾ bolla af söxuðum hnetum og 3 msk púðursykri, og því dreift yfir deigið.
Bakað við 175 °C í 35-40 mínútur
Verði ykkur að góðu, Fríða
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.5.2009 | 21:29
Félagsgjöld Ullunga
Ágætu Ullungar
Á aðalfundi félagsins sem haldinn var 15. apríl 2009 var ákveðið að hafa félagsgjöldin með sama sniði og á síðasta starfsári, þ.e. félagsgjald fyrir árið 2009 yrði 1.500 kr. fyrir hvern félagsmann 16 ára og eldri og miðast það við þá sem verða 16 ára á árinu 2009. Þeir sem yngri eru geta skráð sig í félagið en greiða ekki félagsgjald.
Einnig var ákveðið að gefa þeim félagsmönnum sem þess óska kost á að greiða félagsgjaldið með millifærslu inn á bankareikning félagsins. Aðrir fá sendan greiðsluseðil og leggst þá seðilgjald (líklega ca. 375 kr.) ofan á fjárhæðina.
Þetta verður útfært þannig að félagsmenn sem vilja greiða beint inn á reikninginn geta gert það til 31. maí nk. en þeir sem ekki hafa gert skil fyrir þann tíma fá sendan greiðsluseðil í byrjun júní með gjalddaga í júní.
Ef greitt er beint skal setja ÁRGJ09 í tilvísun. Vinsamlega greiðið aðeins 1 gjald í hverri færslu þ.a. hægt sé að sjá fyrir hvaða félagsmann er verið að greiða. Senda má kvittun í tölvupósti á skidagongufelagid@hotmail.com
Reikningur félagsins er nr. 0117-26-6770 kennitala 600707-0780
Stjórnin
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2009 | 22:26
Fossavatnsgöngunni lokið og glæsileg þátttaka Ullunga
Ullungar fjölmenntu og stóðu sig vel í Fossavatnsgöngunni í dag og hef ég safnað til gamans saman úrslitum er varða Ullunga, hugsanlega voru fleiri úr Ulli en þá ekki skráðir sem Ullungar en lenti í vandræðum við að setja þetta inn á læsilegan hátt en við vorum 26. Þátttaka í göngunni var held ég met og heyrði ég bæði tölurnar 290 og 310. Veðrið var köflótt, dálítill strekkingur, einkum í byrjun og snjóaði lítillega.
Úrslitin eru á fossavatn.com
Þóroddur
Bloggar | Breytt 3.5.2009 kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)