Færsluflokkur: Bloggar
26.9.2009 | 15:34
Hart barist á hjólaskíðamóti
Ullarmótið á hjólaskíðum fór fram á Blikanesi í Mosfellsbæ. 5 keppendur mættu en veður var með versta móti, mikið rok og rigning.
Úrslit eru hér að neðan.
Hringur 1 | Hringur 2 | Hringtími | Hringur 3 | Hringtími | Hringur 4 | Hringtími | Hringur 5 | Hringtími | ||
1 | Daníel | 05:39 | 11:17 | 05:38 | 16:42 | 05:25 | 21:59 | 05:17 | 27:57 | 05:58 |
2 | Birgir | 05:40 | 11:17 | 05:37 | 16:43 | 05:26 | 22:09 | 05:26 | 28:36 | 06:27 |
3 | Óskar | 06:40 | 12:39 | 05:59 | 18:30 | 05:51 | 24:27 | 05:57 | 31:20 | 06:53 |
4 | Haraldur | 06:30 | 13:10 | 06:40 | 19:55 | 06:45 | 28:07 | 08:12 | 35:44 | 07:37 |
5 | Niels Chr | 07:00 | 13:57 | 06:57 | 20:53 | 06:56 | 29:15 | 08:22 | 37:38 | 08:23 |
Bloggar | Breytt 27.9.2009 kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2009 | 23:28
Esjuferð á sunnudaginn
Sunnudagsæfingin verður gönguferð á Esjuna.
Mæting við bílastæðið kl 10:00 með nesti og nýja skó.
kv. dja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2009 | 23:17
Hjólaskíðamót Ulls
Okkar árlega hjólaskíðamót fer fram á laugardaginn næsta, 26.09. kl 14:00 við golfvöllilnn í Mosó.
Gengnir verða 6 hringir á 1,5km braut á nýlögðu malbiki.
Veitt verða verðlaun í karla og kvennaflokki og svo aldeilis góð úrdráttarverðlaun :)
Við hvetjum alla til að koma og taka þátt eða fylgjast með. Í fyrra voru um 20 þátttakendur og var keppnin jöfn og spennandi.
Hægt er að leggja bílum við golfvöllinn eða við Úlfarsána, þar sem Korpuvöllur og golfvöllurinn í mos mætast.
Allar nánari upplýsingar og skráningu er hægt að nálgast hjá Hólmfríði Völu, 821-7374
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2009 | 20:32
Æfingar hefjast á þriðjudaginn.
Jæja nú er komið að því að fara að hittast reglulega. Hugmyndin er að vera með tvær æfingar í viku. Hjólaskíði á þriðjudögum fram að snjó. Kl 17:30 mæting við Víkingsheimili.
Svo er stefnt að því að taka fjallgöngu eða hlaupatúra kl. 10 á sunnudagsmorgnum.
Daníel Jakobsson ætlar að sjá um æfingarnar og eru þær öllum opnar, byrjendum sem og lengra komnum. Aðalmarkmiðið er að efla félagsandan þannig að gaman væri að sjá sem flesta. Jafnframt verður farið í tækniæfingar o.fl.
Þeir sem óska eftir því að fá uppsetta æfingaáætlun geta haft samband við Daníel Jakobs, danielj@landsbankinn.is
Gott væri ef áhugasamir myndu, láta vita með mætingu á ofangr. meil.
Hólmfríður Vala og Daníel verða saman með barnaæfingarnar. Þær verða á laugardögum og sunnudögum kl 13:00 og hefjast um leið og snjórinn kemur.
KK dja.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.9.2009 | 15:08
Leyfi til að flytja skálann í Blállfjöum
Skipulagsnefnd Kópavogs og Byggingarfulltrúi hafa fallist á að við meigum færa skálann suðurfyrir Sólhól að svæðinu þar sem við höfum verið með æfingar, kennslu og markið í skíðagöngukeppnum. Vonir standa til að húsið verði fluttt í þessari viku. Nokkuð verk verður að losa húsið og festa aftur og þarf til þess áhöld sem gott væir að fá hjá félagsmönnum ef þeir eiga eða hafa aðgang að, annars þarf að leigja þau, það sem vantar er:
Slípirokkur, við kaupum á hann skífur til að skera járn.
Höggborvél sem getur boarð fyrir 10 mm múrboltum.
Allt að 150 m rafmagnssnúrur (vegna vinnu með þessi tæki þar sem rafmagn verður tekið af húsinu fyrir flutning og verður ekki komið í það aftur þegar festa þarf það niður.
Látið mig vita sem fyrst um þetta í síma 861-9561.
Þóroddur F.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.9.2009 | 07:42
Fræðslukvöld ÍSÍ
Allar frekari upplýsingar um fræðslukvöld ÍSÍ veitir sviðsstjóri fræðslusviðs í síma 460-1467 eða á vidar@isi.is.
Fim. 17. sept. á Akureyri. Næring íþróttafólks/lyf og íþróttirFim. 24. sept. í Reykjavík. Skipulag þjálfunar (fyrri hluti)Fim. 8. okt. á Akureyri. Íþróttameiðsl.Fim. 15. okt. í Reykjavík. Skipulag þjálfunar (seinni hluti)Fim. 22. okt. á Akureyri. Skipulag þjálfunar (fyrri hluti)Fim. 29. okt. í Reykjavík. Starfsemi líkamansFim. 5. nóv. á Akureyri. Skipulag þjálfunar (seinni hluti)Fim. 12. nóv. í Reykjavík. ÍþróttasálfræðiFim. 19. nóv. á Akureyri. Siðfræði/forvarnir.Fim. 26. nóv. í Reykjavík. Siðfræði/forvarnirBloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2009 | 18:31
Frá mótanefnd, hjólaskíðamót
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2009 | 17:04
Góð vinnuhelgi í Bláfjöllum
Hópur félaga úr Ulli fjölmennti í Bláfjöll um helgina og lét hendur standa fram úr ermum. Húsið var málað (eða fúavarið) að utan, snjógirðingin við hólinn var lengd, grjót hreinsað úr leiðum og síðast en ekki síst var spáð í væntanlega staðsetningu skálans neðan við Suðurgil, þar sem honum verður ætlaður framtíðarstaður.
Allt gekk að óskum og það var óneitanlega skondið að sjá hópinn reyna að mynda útlínur væntanlegs skálastæðis. Þeir allra áköfustu reynsu svo af öllum mætti að líkjast húsinu sem mest.
Hér eru nokkrar myndir frá laugardeginum, þar sem allir voru í sólskinsskapi, þrátt fyrir nokkrar kröftugar rigningarskúrir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2009 | 13:02
Vinnuhelgi í Bláfjöllum, verkefnaskrá
Sæl, öll. Verkefnin verða í megin atriðum eftirfarandi.
1. Fúaverja húsið.2. Lagfæra snjógirðinguna og bæta við hana annarri einingu.
3. Framhald grjóthreinsunar úr skíðasporssvæði.
4. Tína upp spítur/drasl og taka niður gömul ónýt skilti á skíðaleiðum.
5. Ljúka við að bræða í skíðin sem voru keypt í fyrra.
6. Borða nesti og ræða um húsið og hvaðeina sem starf okkar varðar.
Fúavarnarefni og áhöld verða á staðnum, gott að 2-3 láti vita hér að þeir komi með tröppu/stuttan stiga, grófa garðhrífu, malarskóflu og 1-2 hjólbörur. Hafið líka hamar í skottinu,vinnuvettlinga, nesti og gamla skó.
Vinnan hefst kl 10 á laugardagsmorgun og það fer eftir mætingu og veðri hvað við verðum lengi frameftir (15-16) og hvað hver og einn hefur tíma aflögu.
Þóroddur F.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.8.2009 | 12:04
vinnuhelgi

Sælt veri fólkið.
Nú erum við farin að huga að vetrarstarfinu okkar.
Fyrir liggur mikil vinna í Bláfjöllum, m.a. við að fúaverja húsið okkar, bera undir skíði sem keypt voru í fyrra, huga að snjógirðingum og margt fl.
Við ætlum að fjölmenna í fjöllin á laugardag og ef til vill á sunnudag líka. Edilega takið daginn frá og leggið okkur lið.
Nánari verkefnalisti og tímasetningar koma á morgun, fylgist líka með síðunni okkar og látið fréttina berast.
kv. Ullar stjórnin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)