Færsluflokkur: Bloggar
10.10.2009 | 12:44
Sunnudagur með Ulli
Ekki er skiðafæri lengur í Bláfjöllum. Því ætlum við að hittast á Borgarstjóraplaninu í Heiðmörk á morgun kl. 10. Þar geta menn svo hlaupið eða gengið allt eftir stemmingu. Allir velkomnir.
Svo er fyrirhugað að hittast í Bláfjöllum eftir þetta ca. kl 13 og smíða tröppur og pall við húsið.
KK dja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.10.2009 | 21:40
Hvað er til af gönguskíðum eða verður til í verslunum, verð???
Nýlega sendi ég fyrirspurn til nokkurra skíðainnflytjenda til að kanna hvort þeir geti hugsanlega flutt inn eldri framleiðslu, eða útlitsgölluð (t.d. lakkgallar) skíði, þannig að verð á nýjum skíðum verði viðráðanlegt. Þetta sendi ég til Útilífs, Everest, Núps, Marksins, Fjallakofans og Íslensku Alpanna.
Eftir er að kanna hjá Intersport og Skíðaþjónustunni á Akureyri. Markið svaraði að þar yrðu ekki gönguskíði.
Frá Núpi á Ísafirði barst eftirfarandi: Ég á til ca. 10 pör af Madshus Ultarsonic riffluð skíði á kr. 26.500,-12 pör af Hypersonic keppnisrifflur á ég á kr. 34.900,-Skó á ég e-ð til, vantar að vísu stærð 43,44,Það eru einhver keppnisskíði til, ekki að vísu í þyngd 70-80 kg, heldur 45-65 kg og 85-95kgSvo fæ ég sendingu í nóvember sem ég vona að ég nái að halda í svipuðu verði og í fyrra.
Frá Íslensku Ölpunum barst eftirfarandi:
Við eigum nú þegar á lager gömul módel sem við erum að gefa 50% afslátt af. Um er að ræða brautarskíði almennings án rifla. Um er að ræða 2 pör 179cm án bindinga fullt verð 16.995. -50% og eitt 193cm með bindingum. 26.996. -50%.
Nú er um að gera að fara og skoða það sem til er og gera góð kaup.
Þóroddur F.
Bloggar | Breytt 9.10.2009 kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2009 | 22:24
Spor í fjöllunum
Flott spor í fjöllunum í dag og blár extra. Starfsmenn skíðasvæðanna brugðust vel við og lögðu 2km spor á leirunni.
Þó nokkrir mættir á æfingu og gengu hring eftir hring, börn og fullorðnir. Ljósmyndari Mbl mætti á svæðið og tók nokkur skot af okkur. Veit ekki hvort við Ullungar erum góðar fyrirsætur en þetta er allavega góð kynning fyrir okkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.10.2009 | 08:59
Bláfjöll í kvöld - spor verður lagt
Sæl öll.
Tökum stefnuna á Bláfjöll í kvöld. Ég ætla að reyna að vera kominn uppeftir um kl 18. Gott að fá comment frá þeim sem ætla að mæta.
Fínt að taka ennisljós með.
dja
Var að ræða við Magnús í Bláfjöllum og hann mun láta leggja spor fyrir lok vinnudags í dag, verið er að tengja húsið við rafmagn en óljóst hvort það næst fyrir kvöldið.
Þóroddur F.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.10.2009 | 22:00
Blár extra í haustsólinni
Nýji flotti skálinn okkar. Þarna er gott að hlýja sér.
Geggjaður dagur, reyndar bara "heimatilbúið" spor en þar dugði okkur vel. Hringurinn var rúmir 2km og voru einhverjir sem gengu hátt í 20km bæði á lau og sunn
Snjóhúsagerð stóð fram eftir degi og þurfti auðvitað að flagga fyrir því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2009 | 14:50
Skíði á morgun sunnudag.
Þóroddur og Þórhallur fóru í Bláfjöll í dag. Það var fært, nokkuð góður snjór, harðpakkaður. Við stefnum því til Bláfjalla á morgun, mæting kl 10 við skálan okkar við stólalyftuna í Suðurgili.
Reynum að vera með 2 km sjálftroðinn hring.
Endilega látið sjá ykkur. Helgafell flellur þ.a.l. niður.
Dja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.10.2009 | 16:51
Snjóar í Bláfjöllum
Var að tala við fólk í Breiðabliksskálanum sem sagði mokandi hríð í Bláfjöllum. Ég stefni á að kíkja uppeftir í fyrramálið, spáin góð, fer með "grjótskíðin" og sé hvort hægt er að ganga eitthvað og reynni að koma boðum til einhvers sem getur komið fréttum hér á síðuna. Það væri nú ekki amalegt ef við hér næðum æfingu á snjó á undan þeim fyrir norðan og vestan eða kannski eru þeir þegar komnir af stað?
Húsið nýtist samt varla þar sem ekki er búið að tengja rafmagnið en það verður um miðja næstu viku. Einnig er ætlunin að setja möl að húsinu og í kringum það og síðan þarf að smíða tröppur/pall við dyrnar væntanlega gæti það orðið um næstu helgi.
Þóroddur F.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.9.2009 | 23:25
Masterklass á Ísafirði
Hið árlega gönguskíðanámskeið (masterclass) þeirra Ísfirðinga verður helgina 26.-29. nóvember, uppagt að taka helgina frá en nánari uppl. koma síðar.
Þóroddur F
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2009 | 22:16
Bætt lýsing á skíðagöngusvæðinu í Bláfjöllum
Starfsmenn skíðasvæðisins hafa hafið endurbætur á lýsingu vegna skíðagöngu og er búið að tengja raflínu við staur sem gefur möguleika á að lýsa talsvert upp í gilið suður frá Neðri Sléttu.
Þóroddur F.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2009 | 16:48
Skáli fyrir skíðagöngufólk fluttur dag
Skálinn sem Ullur hefur fegnið til afnota var í dag fluttur upp að Neðri Sléttu, skammt frá Suðurgilslyftunni þar sem við höfum haft miðstöð æfinga, námskeiða og keppni og er þarna að verða til enn betri vettvangur fyrir síðagöngufólk á "Ullarvangi". Eftir er ýmis vinna, svo sem að festa húsið, lagfæra glugga, tengja rafmagn og ljósleiðara ofl.
Þóroddur F.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)