Færsluflokkur: Bloggar

Birkebeiner

Varðandi Birkebeiner þá er staðan þannig að við höfum sent út á Birkebeiner og spurt hvort að við getum skráð alla saman í einu. Höfum ekki enn fengið svar við því.

Hinsvegar ætlum við að fara og reyna að búa saman, höfum líka sent póst út af því. Þeir sem eru alveg staðráðnir í að fara, geta skráð sig á heimasíðu Birkebeiner (þá er það frá) og við reynum svo að vera saman í gistingu og flugi og ferðum.

Ef einhver er að spá í eitthvað endilega hafið sambandi.

dja


Kynning á SH+ skíðahjálmum og gleraugum

Ulli barst þessi auglýsing: 

Fimmtudaginn 12 Nóvember nk. verður haldin kynning á SH+ skíðahjálmum og gleraugum í versluninni Gleraugnasmiðjunni í Kringlunni (við rúllustigann upp á Stjörnutorg) kl. 18:30. SH+ er ítalskt og framsækið fyrirtæki sem framleiðir örugga, þægilega og flotta skíðahjálma auk skíðagleraugna. Gleraugnasmiðjan hefur það að markmiði að bjóða fyrsta flokks vöru á góðu verði.  Þetta er síðasta kynningin sem við haldinn verður áður en að pantað er inn fyrir jólin .

Þeir sem ekki komast á kynninguna en hafa áhuga á að panta fyrir fimmtudag geta haft samband við Ingva Geir Ómarsson með tölvupósti  ( ingvigeir@gleraugnasmidjan.com ) eða í síma (898 5259) og reynt verður að verða við þeim óskum sem upp koma.


10:00 frá Vesturbæjarlaug á morgun

Sæl öll

Leggjum af stað kl 10:00 frá Vesturbæjarlaug í fyrramálið. Gengið upp að Lágafellslaug.

Svo er skutlað til baka. Hægt að senda sundföt og föt með bíl upp í Lágafellslaug ef fólk vill.

KK dja.


Þriðjudagur 3. nóv í Fossvogi

Enn og aftur þarf ég að skrópa á æfingu, vinnan að gera mér erfitt fyrir.

En við/þið hittist við Víking á morgun kl 1730.

Svo lofa ég að fara að mæta.

Ef veðurspá verður góð fyrir helgina, stefni ég að því að við löbbum frá Vesturbæjarlaug upp að Lágafellslaug (eða öfugt eftir vindátt). Skutl til baka verður í boði. Mæting kl 10 eins og venjulega.

Fylgist með því um helgina.

kk þjálfi.


Skemmtileg hjólaskíðaæfing.

8 jaxlar mættu á æfingu í dag. Einar Óla, Halli, Biggi, formaðurinn, Viðar, Kjell, Gunnlaugur og þjálfi. Vel var tekið á því, gengið sem leið liggur upp að gullinbrú þar sem teknir voru ca 10 eins mínútna ýtingarsprettir.

Síðasti spretturinn var hópstart með forgjöf á þröngum stígnum, frábært fjör.

Næsta æfing er svo við Lágafellslaug á sunnudaginn kl: 10 langtúr. Biggi verður með æfinguna.

KK þjálfi.


Hjólaskíði við Víking kl 1730 - þriðjudag

Ef það verður gott veður þá fara vanir langt, aðrir tækni.

Einhverjir sem ætla að mæta?


Hjólaskíði á sunnudag kl: 10:00

Næsta sunnudag kl: 10 ætlum við að hittast við Lágafellssundlaug í Mosfellsbæ og taka langan hjólaskíðatúr. Fyrirhugað er að ganga sem leið liggur upp að Gljúfrasteini um 19 km fram og til baka.

Á eftir verður svo farið í sund.

Allir velkomnir.

Sjá kort hér að neðan.

gljúfrasteinn


Skálinn, vantar efni til að loka af geymslu

Ætlunin er að setja vegg í forstofuna og búa þannig til lokaða geymslu t.d. fyrir skíðaskó sem félagið á og eitthvað að skíðunum Ulls kemst þar vonandi líka.

Skarphéðinn Ófkarsson er að undirbúa smíðina og auglýsir eftir efni, það er uppistöður í millivegg, spónaplötu í klæðningu og 1 stk. innihurð sem ætlunin er að hafa sem rennihurð. Nánari uppl. gefur Skarphéðinn, sendið póst á hann: skarpo@mr.is

Þóroddur F.


Komnar tröppur á húsið

Fjórir fræknir mættu í fjallið í gær til að smíða.

Daníel, Óli, Þórhallur og Þóroddur. Þetta er afraksturinn, bráðabirgðapallur, nú er hægt að ganga inn í húsið.

Pallur um daginn


Æfing og Bláfjöll í dag

Æfing kl 10 í Heiðmörkinni eins og áður auglýst en förum svo beint eftir hana, þurr nærföt, upp í Bláfjöll og verðum því fyrr á ferðinni þar en reiknað var með í gær ca frá12. Búið er að redda kerru.

Þóroddur F


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband