Bláfjallagangan um næstu helgi

Teaser600

Kaffisamsæti eftir Bláfjallagönguna

Kæru meðlimir í Ulli
Að aflokinni Bláfjallagöngunni á laugardaginn (sjá auglýsingu neðar á síðunni), verður kaffisamsæti og verðlaunaafhending í Skíðaskála Breiðabliks.  Við fáum salinn til afnota klukkan 15.00, og myndi hófið hefjast sem fyrst eftir það.
Í þessu hófi þarf að bjóða upp á veitingar, og langar mig að biðja alla sem vettlingi geta valdið að baka eitthvað til að leggja á hlaðborðið. Á þetta jafnt við um þá sem hafa hugsað sér að ganga og þá sem ætla kannski bara að koma og fylgjast með.
Þetta þurfa ekki að vera hnallþórur, heldur eru bollur, snúðar, upprúllaðar pönsur, möffins, skúffukökur, eplakökur, kryddbrauð.........og allt annað sem fólki dettur í hug vel þegið.
Ég yrði mjög þakklát ef þeir sem sjá sér fært að verða við þessari beiðni myndu senda mér tölvupóst á darriogfrida@internet.is og segja hvað þeir hefðu hugsað sér að koma með, svo ég geti haft yfirsýn yfir úrvalið.
Með fyrirfram þökkum
Fríða Þórodds.

Tímamót í sögu Ulls og fjör í sporinu í Bláfjöllum

Þau tímamót í sögu Ulls urðu í dag að við fengum lykil að húsi í Bláfjöllum sem við munum hafa umráðarétt yfir og opna fyrir öllu skíðagöngufólki. Húsið er á bílaplaninu gengt svonefndu gönguplani og verður þar í vetur. Nánar síðar um opnunarhátíð en í húsinu mun verða aðstaða til að smyrja á skíðin í Bláfjallagögunni á laugardaginn kemur.

Ég fór útí sporið um hádegi og var nokkur blástur og skafið í það á köflum en lagaðist við göngu og fór ég hringinn frá gönguplaninu og efst upp í gilið. Ég var á leið yfir leiruna þegar vélsleði kom aftan að mér og þaut framúr, tveir menn á honum og eftir sporinu á tuga metra kafla framan við mig svo hvarf hann upp gilið. Ég hringdi í stjórnstöð Blá. og þar var sett í gang áætlun um að ná  tali af ökumanninum. Hring síðar var ég á svipuðum stað þegar sleði með einum manni kom eftir sporsvæðinu niður gilið ég og tveir aðrir stöðvuðum ökumanninn. Ég var alveg brjálaður og hellti mér yfir hann og hinir bættu við. Skírðum hvað hann væri að gera auk þess sem hann væri í fólkvangi og á vatnsverndarsvæði þar sem akstur utan vega væri bannaður. Hann sagði mér að vera ekkert að æsa mig hann vissi ekkert um þetta og væri þarna í fyrsta sinn. Ég jós yfir hann áfram og þegar hann gaf í danglaði ég með stafnum í bakið á honum, enda alveg brjálaður. Ef þið heyrið einhvern tíman sögur af þessu þá var það ég sem barð helv. manninn. Svo kom hann aftur neðan frá bílastæði og var með snjóbretti, þá sá ég að hann var á númerslausum Polaris og lét stjórnstöð vita og Árni öryggisvörður fór og náði tali af honum uppi á heiði. Nokkru síðar var ég á leið upp efstu brekkuna í gilinu og þá komu þessir tveir gaurar niðureftir aftur og snarbeygðu sleðanum vestur fyrir hólinn og brenndi niðurúr, ég kláraði brekkun og æddi svo niður á plan, það hreinlega bráðnaði í sporinu undan mér slíkur var hraðinn á Ulli. Vélsleðakapparnir vissu greinlega hvað kynni að gerast og þegar ég hljóp upp á planið reikspóluðu þeir í burtu á hvítum sendibíl. Þeir munu örgglega ekki láta sjái sig hér aftur því þá er ekki víst að verði mikill vindur í dekkjunum hjá þeim til heimferðar.

Þóroddur F.

e.s. er aðeins að róast og náði 18 km því ég varð náttúrulega að ganga þar til þeir komu niður.


Bláfjallagangan

blaaugl


Engin nákskeið eða æfingar í dag sunnudag vegna veðurs.

Engin nákskeið eða æfingar í dag sunnudag vegna veðurs.

Gott spor í Bláfjöllum

Formaður tilkynnir að gott 10-12 km spor sé á heiðpinni í Bláfjöllum. Bjart og fallegt veður, blæs aðeins en ekki til vandræða. Áfram svo skíðamenn.

Skarphéðinn


Námskeið og æfingar laugardaginn 7. feb.

Námskeið fyrir Laugaskokkara kl 11:00 á Leirunni.

Barnaæfing kl 13:00 sama stað og alltaf, á Leirunni.

Veður  fínt samkv. heimasíðu skíðasvæðanna.

Hiti: -4,0°
Vindur:  ASA  3-6 m/ sek
Skyggni: bjart 
Úrkoma: Engin

Hlökkum til að sjá ykkur. kv. dja og vala


Fræðslukvöld í gær og Bláfjöll i dag

Um 100 manns var á fræðslufundi sem við stóðum að með Ferðafélagi Íslands í gærkvöld. Þóroddur Ingvarsson sá um skíða og áburðar fræðsluna en ég spjallaði á undan, var rótari hjá Dodda og saman spjölluðum við svo við gesti á eftir. Frá FÍ fjallaði Auður, fyrirgefðu man ekki hvers dóttir, um ferðaskíði og skíðaferðir, skemmri og lengri.

Færið var gott í sporinu í Bláfjöllum áðan en blint á leiðinni ofan af heiði og sporið náði líka bar þar upp á brúnina. Lýsingin við sporið var ekki komin á um kl. 18:30 og gerðum við Darri athugasemd við það við starfsmann er við hittum og þakkað i hann ábendinguna og fór að kanna hverju þetta sætti.

ÍRingar og Víkingar eru að flytja inn í nýja húsið sitt og sátu ÍRingar áðan og borðuð nestið sitt þar inni. Um helgina vonum við að flutningum ljúki og við getum þá tekið við litla húsinu og komið okkur fyrir þar með smurbekki og fleira. Vonum bara að veður verði skikkanlegt um helgina þó mest um vert sé að fá almennilegt veður laugardaginn 14. þegar Bláfjallagangan mun fara fram en undirbúningur fyrir hana er í fullum gangi.

Þóroddur F. 


Skíðagöngunámskeið í Bláfjöllum í kvöld kl. 19:00

Skíðagöngunámskeiðið verður á hefðbundnum stað í kvöld kl. 19:00

Það verður í Bláfjöllum. Veðurútlit er mjög gott þannig að nú hvet ég alla til að mæta enda síðasti tíminn.

Kær kveðja Daníel


Fræðslukvöld Ulls og FÍ um skíðagöngu á fimmtudagskvöld

 Færðslukvöldið verður kl 20 á fimmtudagskvöld í sal FÍ í Mörkinnni 6 og er fyrir alla. Ullungar munu  fjalla um brautarskíð og sporgöngu og tilheyrandi búnað en FÍ um ferðaskíði, ferðlög og ferðabúnað til skíðaferða að vetri. Sýnikennsla varðandi áburð.

 Skiptimarkaður FÍ á notuðum skíðabúnaði

Ferðafélagið stendur nú fyrir skiptimarkaði á notuðum skíðabúnaði. Þar er hægt að selja notaðan skíðabúnað á góðu verði. Búnaðurinn er auglýstur á heimasíðu FÍ. Þeir sem vilja nýta sér þetta tækifæri senda inn lýsingu á fi@fi.is á því sem þeir ætla að selja og gefa upp nafn og símanúmer og síðan munu viðskiptin eiga sér stað milliliðalaust. Á gönguskíðanámskeiði FÍ nk. fimmtudagskvöld er tilvalið að mæta með notaðan skíðabúanað og selja en á fimmtudaginn verður skiptimarkaðurinn opnaður á heimasíðu FÍ.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband