2.4.2009 | 23:06
Gönguskíðasögur
Mér datt í hug að setja inn á síðuna okkar skíðagöngusögur, sögur af keppnum, ferðum og æfingum. Eitthvað fróðlegt og/eða skemmtilegt.
Það eru margir búnir að upplifa langar, erfiðar og skemmtilegar göngur hér heima og erlendis og nú óska ég eftir að félagsmenn setji niður á blað einhverjar reynslusögur og deili með okkur.
kv. vala ritstjóri :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2009 | 18:57
Ullarungaæfing á morgun miðvikudag
Ef veður verður skaplegt á morgun þá ætlum við Ullarungar að hittast í Ullarhúsinu kl 18:30 og taka smá æfingu saman á leirunni.
Fylgist með síðunni okkkar og svo Bláfjallasíðunni, þ.e. hvort það sé opið og búið að troða.
Ef það eru einhverjir sem ekki hafa fengið bréf um Andrés en hafa hug á að koma með okkur þá endilega sendið mér póst á hvala@simnet.is
kv. vala
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.3.2009 | 23:27
góður dagur í dag
Það var sko ekki lokað í dag vegna veðurs.
10km hringurinn var troðinn og meira að segja var skautaspor í 5km hringnum.
Margir spókuðu sig í sporinu og létu vel af sér.
Ullarungarnir voru með æfingu og mættu 11 galvaskir krakkar og sýndu hvað í þeim býr. Þau undirbúa sig nú á fullu fyrir Andrés og eru full tilhlökkunar.
Ég vil minna félgasmennn á húsið okkar sem stendur gengt neðraplaninu (á móts við nýja víking/ír skálann) Þar eru allir velkomnir. Við höfum aðstöðu til að hengja af okkur yfirhafnir og bera neðan í skíðin.
Í dag var lagt spor í Skálafelli í fyrsta sinn í vetur, vonandi verður framhald á því.
kv. vala
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2009 | 09:45
lokað vegna veðurs
Engin æfing í dag vegna veðurs. Á morgun er betri spá og þá hittumst við í Ullarhúsinu.
kv. Vala
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2009 | 22:57
bláfjallagangan-myndband
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.3.2009 | 11:59
barnaæfing um helgina
Æfing á laugardag og sunnudag kl 13:00
Nú fer að styttast í Andrés og við þurfum að vinna upp alla rok og rigningardagana og vera dugleg.
Hittumst í Ullarhúsinu rétt fyrir kl 13:00 og verðum svo á leirunni ef einhver er seinn.
Fylgist með opnun á heimasíðu Bláfjalla.
kv. Vala 821-7374
Bloggar | Breytt 28.3.2009 kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.3.2009 | 07:59
Aðalfundur Skíðagöngufélagsins Ulls
Aðalfundur Skíðagöngufélagsins Ulls verður haldinn í fundarsal ÍBR í Laugardal, miðvikudaginn 15. apríl kl. 20.
Málefni sem félagar óska eftir að tekin verði fyrir á fundinum skulu hafa borist stjórn minnst viku fyrir aðalfund. Mál sem berast eftir að sá frestur er liðinn verða ekki tekin fyrir nema 2/3 fundarmanna samþykki það. Rétt til fundarsetu með öllum réttindum hafa skuldlausir félagar.
Dagsskrá aðalfundar:
1. Fundarsetning.
2. Kosnir fundarstjóri og fundarritari.
3. Lögð fram ársskýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár og umræða um hana.
4. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar, umræða og atkvæðagreiðsla.
5. Fjárhagsáætlun næsta starfsárs.
6. Lagabreytingar ef fyrir liggja.
7. Kosin stjórn:
a) kosinn formaður
b) kosnir fjórir aðalstjórnarmenn
c) kosnir tveir varamenn í stjórn
d) kosinn skoðunarmaður og annar til vara.
10. Aðrar tillögur sem borist hafa til stjórnar.
11. Önnur mál.
12. Fundarslit.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2009 | 07:42
Buchgangan 2009
Boðið er upp á fjórar vegalengdir, 20 km, 10 km, 5 km, og 1 km fyrir 12 ára og yngri. Að móti loknu gefst fólki kostur á að fara í sturtu í íþróttahúsinu og þar fer einnig fram verðlaunaafhending, ásamt því að boðið verður upp á veitingar. Hægt verður að skrá sig á netfanginu nausti@simnet.is Þetta netfang er varið fyrir ruslrafpósti, þú þarft að hafa Javascript virkt til að skoða það eða í síma 898-8360 (Sigurgeir) og 660-8844 (Kári Páll).
Einnig er hægt að skrá sig á staðnum frá kl.12:00 til 13:15. Þátttökugjald er kr. 2.000 fyrir 16 ára og eldri og kr. 500 fyrir 15 ára og yngri.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
Íslandgangan 20km: Karlar og konur 16-34 ára, 35-49 ára og 50 ára og eldri.
10 km: Karlar og konur.
5 km: Karlar og konur.
1 km: Börn 12 ára og yngri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.3.2009 | 15:03
Búið að sópa á Seltjarnarnesi.
Svona í þessari ótíð, þá vil ég benda fólki á að nú er búið að sópa göngustígana á Seltjarnarnesi, þannig að þar ætti að vera orðið vel hjólaskíðafært.
kv. Árni Tr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2009 | 19:54
Kvennaganga á Akureyri á laugardaginn
Upplagt er að skreppa til Akureyrar í kvennagönguna um helgina úr því ekkert mót verður í Bláfjöllum, sjá nánari uppl. um mótið hér á síðunni.
Þóroddur F.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)