Fjöldi í Bláfjöllum í dag

Ég tel að 400-500 manns hafi farið á gönguskíði í Bláfjöllum í dag og dreg þá ályktun af því að ég setti 100 miða á bíla skíðagöngufólks þar sem ég greindi frá húsi Ulls og að það væri opið öllu skíðagöngufólki. Ég fór nokkrum sinnum á tímabilinu kl 11-15 út á bílastæðið handan vegarins gengt húsinu og setti miðana undir rúðuþurrku á framglugganum.  Ég spjallaði við talsvert af fólki, meðal annarra forseta Íslands Ólaf Ragnar og Dorrit sem voru að sjálfsögðu að fara á gönguskíði og sjaldan voru færri en tveir í bíl. Þó nokkrir komu í húsið meðan ég var þar, milli þess sem ég skrapp út í sporið.

Ég tel æskilegt að við höfum húsið opið eins og kostur er um helgina og gott að félagsmenn sem verða á svæðinu hafi það í huga og komi þar við, sérstaklega er gott að vita af fóki sem ætlar að vera fram eftir degi og gæti tekið inn fána og skellt í lás. Nokkuð var spurt um áburðarmál og eru margir hæfari en ég til að leiðbeina um þau, en sérstaklega var erfitt að finna réttan áburð fyrir festu framan af degi. Minni ég fólk á að skrifa nafn sitt á "gestablaðið" en fróðlegt er að sjá hve margir nota húsið.

Sjáumst sem flest í Bláfjöllum um helgina.

Þóroddur F.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband