Munið aðalfundinn 15. apríl. Bláfjöll í dag

Sæl öll.

Fór í Bláfjöll í morgun og þar var fjöldi fólks í sporum, 10 km upp á heiði og 5 km við til suðurs og vesturs frá bílastæðinu á móts við húsið, en engar merkingar voru um sporin og fann ég hvergi skiltin sem útbúin voru af Árna Tryggvasyni og Skíðasvæðinu. Aðeins skiltið með einstefnumerknu var sjáanlegt út við spor. Líklegast virðist vera að einhver hafi sett þau út við spor en síðan hafi þau ekki verið tekin inn að kvöldi og því komin undir snjó.

Ef einhver veit um þau er hann beðinn að láta vita hvar þau eru. Ég dauðskammaðist mín á svæðinu í morgun því merking skíðasproanna er eitt af þvi sem við ættluðum að bæta.

Þóroddur F.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband