23.10.2010 | 20:19
Opin samæfing og þjálfaranámskeið 29-31. okt. í Reykjavík
Frétti í dag að eftirfarandi viðburður verður í Reykjavík en til sótð að hann gæti orðið á Akureyri. Þetta er einstakt tækifæri og hvetjum við alla til að nýta sér það, Ullungar notfærum okkur þetta.
Skíðagöngunefnd og Fræðslunefnd Skí boða til þjálfaranámskeiðs og samæfingar í skíðagöngu dagana 29-31 okt. n.k. Leiðbeinandi verður Linus Davidsson landsliðsþjálfari. Námskeiðið er ætlað öllum sem koma að þjálfun og/eða vilja kynna sér það nýjasta í þjálfun í skíðagöngu. Linus hefur mikla reynslu á þessu sviði og hefur tekið að sér ýmis verkefni á vegum sænska skíðasambandsins auk þess að þjálfa og kenna við Skíðamenntaskóla í Svíþjóð. Þátttaka tilkynnist á netfangið olafur@vma.is sem fyrst.
Nánari upplýsingar um staðsetningu og dagskrá verður vonandi komin á mánudaginn en námskeiði hefst á föstudagskvöld. Upplýsingar um kostnað koma alveg á næstunni en ætlunin er að reyna að jafna svolítið út ferðakostnað bæði við námskeið og samæfingu.
Þóroddur F
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.