9.9.2010 | 08:16
Farið að hausta - Æfingabúðir á Ísafirði í lok nóvember
Ísfirðingar minna á æfingabúðir síðustu helgina í nóvember þá mun þjálfari frá Noregi ásamt þjálfurum Skíðafélags Ísfirðinga sjá um æfingar. Nú verður þetta helgina 25/11-28/11 og miðast við
1 æfing á fimmtudegi, 2 æfingar á föstudegi, 2 æfingar á laugardegi og 1 æfing á sunnudegi.
Bent er á að Hótel Ísafjörður hefur alltaf boðið kostakjör á gistingu og fæði, einnig verður sameiginlegur kvöldmatur á laugardeginum fyrir allan hópinn. Nánari upplýsingar þegar nær dregur.
Við Ullungar ættum að skoða möguleika á að fjölmenna.
Þóroddur F.
Athugasemdir
og svo verður auðvitað kaffi í félagsheimili Ullar á Ísafirði.
Ísafjarðardeildin bíður spennt eftir því að fá heimsókn.
Kv. Vala og Daníel
Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, 10.9.2010 kl. 23:56
Ég ætla að fara :) A.m.k. stefni ég á það núna. Vona að fleiri drífi sig í gleðina!
Hrefna (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 01:37
Mæti á Ísafjörð bæði á æfingu og í kaffi í félagsheimilinu.
Þóroddur F.
Þóroddur F. Þóroddsson (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 17:57
Ég er byrjuð að baka Þóroddur :)
vala (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.