18.8.2010 | 21:57
Fréttir af stjórnarfundi
Stjórnarfundur var haldinn í kvöld.
Meðal annars rætt um vinnu við skálann í Bláfjöllum og verður látið vita þegar hendur kann að vanta.
Rætt um þjálfara fyrir börn og unglinga og er ætlunin að heyra í nokkrum einstaklingum á næstu dögum og í framhaldinu að ganga frá samkomulagi við þjálfara. Einnig rætt um þjálfun fullorðinna svo og námskeiðahald.
Hjólaskíðaæfingar verða með svipuðu sniði, a.m.k. til að byrja með, á þriðjudögum og hefjast við Víkinsgheimilið í Fossvogi kl 17:30.
Rætt um hjólaskíðamót og er hér með kannað hver er áhugi fyrir að það verði haldið í september, látið heyra í ykkur annað hvort hér á síðunni eða með tölvupósti á stjórnarmeðlim.
Þóroddur F.
Athugasemdir
Ég myndi taka þátt í hjólaskíðamóti ef það yrði.
Kv.Haraldur
Haraldur Ingi Hilmarsson (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 21:27
Ég líka ef heilsan heldur :-)
Gunnlaugur (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 21:48
Hvenær eigum við að redda Skíðagöngum eins og þessum?????.....
http://www.skitunnel.se/omoss.8.html
Þetta er það sem við þurfum, hvað haldiði að margir hafi stundað skautaíþróttina í Reykjavík þegar skautahöllin var byggð, einmitt 200 manns. Ég býst við að Ullingar sé fleirri en það, hvað erum við annars mörg?
Gunnlaugur (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 21:59
Það verður nú talsverð bið á því er ég hræddur um, hver ætli sé lágmarks stofnkostnaður? Sé á verðskránni að það er ekki alveg frítt inn en sé líka hugmynd að verðlagningu námskeiða það er grunngajld fyrir 1-8 + gjald á einstakling, gott að hafa í huga í vetur.
Þóroddu F.
Þóroddur F. Þóroddsson (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.