30.6.2010 | 07:45
Opin landsliðsæfing á vegum skíðagöngunefndar SKÍ
Haldin verður opin landsliðsæfing á vegum skíðagöngunefndar SKÍ dagana 28. júlí 4. ágúst 2010 að Steinsstöðum í Skagafirði. Mæting er á miðvikudegi 28. júlí og heilir æfingadagar verða frá fimmtudegi til þriðjudags, brottför á þriðjudagskvöldi eða á miðvikudegi 4 ágúst.
Einnig verður boðið uppá fræðslu í formi fyrirlestra og/eða kynninga á samæfingunni. Samæfingin verður fjölskylduvæn og opin ÖLLUM (foreldrar og börn og gamalreyndar Vasakempur) og er fólki frjálst að mæta þá daga sem því hentar (þarf ekki að vera allan tímann), en á áður upptöldum dögum mun verða skipulögð dagskrá á vegum skíðagöngunefndarinnar ásamt Linusi Davidsyni landsliðsþjálfara.
Hver og einn verður þarna á sínum vegum og við höfum fengið eftirfarandi tilboð frá ferðaþjónustunni á Steinsstöðum: Uppbúið rúm : 2ja manna : 12.900 kr. Uppbúið rúm : 1 manns 8.900 kr. Svefnpokapláss pr.mann: 4.500 kr. Tjaldstæði pr.mann: 1.000 kr. Öll herbergin eru með snyrtingu, hvort sem það er uppbúið eða svefnpokapláss. Síðan er ein nótt frí. Morgunverður: 900 kr.( hlaðborð), Hádegisverður : 1.600 kr.( t.d. súpur, salatbar, brauð - fiskisúpur - gúllassúpa og fl.), Miðdagskaffi: 700 kr., Kvöldverður:1.900 kr ( miðað er við venjulegan heimilismat, fiskréttur, lasagne, pottréttur, kjúklingur)Skíðagöngunefnd innheimtir ekki neitt þáttökugjald fyrir æfingarnar. Gert er ráð fyrir að þáttakendur hafi meðferðis venjulegan búnað til sumaræfinga. Hjólaskíði, hlaupaskó og inniskó og NÓG af æfingafötum sérstaklega ef einhverjir ætla sér að gista í tjaldi.
Áhugasamir Ullungar eru beðnir um að hafa samband við undirritaðann (s 861-9561) fyrir 6. júlí sem mun senda lista yfir þátttakendur og hvaða daga þeir ætla að mæta til SKÍ. Hvatt er til að Ullungar notfæri sér þetta tækifæri.
Þóroddur F.
Athugasemdir
Eru menn ennþá að hittast á hjólaskíðum? Ef svo er hvenær þá?
kv
Steini
Steini Hymer (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 10:45
Þetta gæti verið gaman... :) Er einhver að hugsa um að fara?
Hrefna (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 18:42
Einhverjir eru að hittast á þriðjudögum kl 17:30 við Víkingsheimilið en ég á þó von á að það séu ekki margir og þannig verði það fram í miðjan ágúst þá vonani fer þetta af stað aftru fyrir alvöru.
Varðandi æfinguna fyrir norðan þá veit ég að Hólmfríður Vala og Daníel eru velta fyrir sér að vera þarna um verslunarmannahelgina.
Þóroddur F.
Þóroddur (IP-tala skráð) 4.7.2010 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.