Ólympíudagurinn 2010

Ágætu félagsmenn. Ullur tók áskorun um að taka þátt í Ólympíudeginum sem er næstkomandi miðvikudag. Hugmyndin er að við kynnum hjólaskíði og leyfum fólki að prófa, verðum væntanlega á tartanbrautinni á Valbjarnarvelli eða gervigrasi. Einnig verður sprettstjak (50-100 m), útsláttarkeppni, reynds hjólaskíðafólks og þarf 8 manns í það og síðan e.t.v. stjaktímataka þekktra íþróttamann úr öðrum greinum, líklega 30 m ef við teljum það óhætt, verðum að gæta að öll öryggi.

Ullungar eru beðnir að koma með hjólaskíði og tilheyrandi búnað, skór -stafir-hjálmar-hnjáhlífar, bæði konur og karlar, stórfættir og smáfættir svo sem flestir geti fengið að prófa.

Ágætt væri að heyra frá þeim sem geta mætt með hjólaskíði með tölvupósti á Doddi1@hive.is eða í síma 861 9561

Ullungar eru beðnir að fjölmenna í fatnaði merktum Ulli hvort sem fólk kemur með hjólaskíði eða ekki, þátttakendur fá viðurkenningu frá Alþjóða Ólympíuhreyfingunni.

Ný heimasíða Ulls er nánast tibúin og verður látið vita þegar hún fer í loftið.

Þóroddur F.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband