4.5.2010 | 22:10
Vetraralok
Nú held ég að við getum sagt að veturinn sé búinn. Fossavatnsgangan að baki og nú er bara að skella sér á hjólaskíðin og gera sig klár fyrir næsta vetur.
Í 50km áttum við 3 keppendur, í 20km áttum við 22 kependur í 10km áttum við 13 keppendur og í 7km áttum við 9 keppendur. 47 Ullungar, það er ekki slæm þátttaka eftir snjólausan vetur.
Færið í ár var frekar snúið, nýr og gamall snjór til skiptis. En við látum það ekki á okkur fá frekar enn fyrri daginn.
Mótahald var til fyrirmyndar eins og venja er þarna á Ísafirði. Kökuhlaðborðið stóð fyllilega undir væntingum og það er það sem skiptir máli :)
Verið nú iðin við sumaræfingarnar svo að þið komið vel undan sumrinu og tilbúin í slaginn í haust.
Takk fyrir helgina. kv. Vala
Athugasemdir
Takk sömuleiðis :)
Hrefna (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 23:53
Þetta er náttúrulega frábær þátttaka. Vala, ég held að fjórir frá Ulli hafi keppt í 50 km göngu, Hrefna Katrín, þú, Ólafur Helgi og Þórhallur. Með sumarkveðju, Gerður
Gerður Steinþórsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 21:27
En verst að við vorum næstum öll skráð sem "Reykjavík" en ekki "Ullur"! Ég skráði mig ekki þannig en þannig er ég samt skráð á úrslitalistanum. Hafiði heyrt einhverja skýringu á þessu? Ég hef bent á þetta áður í tengslum við Íslandsgönguna en það virðist ekki hafa breytt neinu.
Hrefna (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 22:26
Hrefna, það er af því að beðið er um sveitarfélag en ekki félag. Líklega best að setja hvoru tveggja næst. Frábært hjá þér að fara 50 km. Kær kveðja, Gerður
Gerður Steinþórsdóttir (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.