Fundur um snjóframleiðslu - allir að mæta - fimmtudagskvöld

Skíðasamband Íslands og Skíðaráð Reykjavíkur boða hér með til fundar í félagsheimili Ármanns/Þróttar í Laugardag fimmtudaginn 29. apríl 2010 (á morgun) kl. 20:00 þar sem nýliðinn skíðavetur á höfuðborgarsvæðinu verður gerður upp og skoðað hvort snjóframleiðsla á skíðasvæðum höfuðborgarinnar hefði breytt einhverju. Til fundarins er boðið öllum áhugamönnum um skíðaíþróttina, fulltrúum í sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu, stjórnarmönnum í ÍTR, ÍBR og Skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins, frambjóðendum í komandi sveitarstjórnarkosningum og fjölmiðlafólki.

Dagskrá:


1. Inngangur - Daníel Jakobsson, form. SKÍ og Þorbjörn Jónsson, form. SKRR

2. Steinunn Sæmundsdóttir - Sjónarmið skíðaþjálfara og foreldris

3. Helgi Geirharðsson, mannvirkjanefnd SKÍ - Hvað þarf til? Uppsetning snjóframleiðslukerfa á skíðasvæðum höfuðborgarinnar.

4. Umræður



Með skíðakveðju,


Þorbjörn Jónsson
form. SKRR

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband