Færsluflokkur: Bloggar

Bláfjöll er útlit fyrir skíðafæri???

Ekki leit Bláfjallasvæðið vel út til skíðaiðkunar í morgun, asahláka, stórar tjarnir á sléttlendi og fossandi lækir frá þeim. Fór frá svæðinu um 11:30 og þá var að frysta og komin slydda. Nú um kvöldmatarleitið er komið meira en 2 stiga frost Skv. skeitum frá Bláfjöllum og spáð að kólni meira í nótt, á morgun er útlit fyrir 3 stiga frost, hægan vind og snjókomu. Hætt er við að frostið verði samt ekki nægilegt til þess að ástandið verði þannig að hægt sé að leggja spor með troðara eða vélsleða. Ég stefni hins vegar í fyrramálið í fjöllin á ferðaskíðum og mun hringja inn uppl. um ástandið sem verða þá settar hér inn. Aðrir sem kunna að hafa uppl. um skíðafæri hér á Sv-horninu mættu gjarnan koma þeim á framfæri.

Ef verulega snjóar í höfuðborginni i nótt er hugsanlegt að hægt verði að leggja spor t.d. á Golfvellinum í Garðabæ og er vel þegið að fá uppl. um það hér á síðunni.

Þóroddur F.


Frá Krabbameinsfélaginu

Okkur vantar sjálfboðaliða á landsvísu til að selja skeggja-pinna, en landssöfnun fer fram laugardaginn næst komandi, eða þann 6. mars. Upplýsingar um átakið sjálft má finna hér:

Fréttatilkynning Karlmenn og krabbamein

 

Nánari upplýsingar um þjónustustöðvar vegna söfnunarinnar um land allt má nálgast með því að smella á þennan hlekk:
Sjálfboðaliðar óskast

 

Einnig er nánari upplýsingar að fá í síma 540 1999, eða í kk@krabb.is

 


Spor í Garðabæ?

Fann þennan texta á heimasíðu Golfklúbbs Garðabæjar, en hann var settur þar inn á hádegi mánudags: 

Skíðagöngufólk athugið. 

Nú er búið að troða skíðagöngubraut á Vífilstaðavelli fyrir félaga og aðra.  Brautin hefst við áhaldahúsið og liggur um dalinn. Best er að leggja bílum við áhaldahúsið og hefja göngu þaðan.

Við biðum þá sem ganga á skíðum um að fylgja brautinni og ganga ekki annars staðar s.s yfir flatir og teiga.

Vallarstjóri


Bláfjölll í dag, þriðjudag.

 Göngubraut verður ekki tilbúin fyrr en kl. 16.

Samkvæmt tölvupósi sem ég var að fá er það  "vegna gríðalega mikillar vinnu troðaramanna að reyna halda úti brekkum á skíðasvæðinu. Verður ekki svona í vetur, en á meðan að ýtingar eru svona miklar, þá verður þetta svona. En ef að þeir klára áður, þá verður göngubrautin tilbúinn fyrr. Svo langar mig að benda þér á að hér skefur mjög mikið, bæði í gær og í dag, þannig að sporið helst betra lengur."

Hef ekki náð í leiðbeinanda til að sjá um æfingu í dag en uppl. hér um leið og það skýrist. Verð sjálfur kominn uppeftir 16:30 og verð til 18:30 og húsið allavega opið þann tíma.

Þóroddur F.


Æfing á þriðjudag

Veðurútlit mjög gott á morgun og er ástæða til að hvetja fólk til að fjölmenna í Bláfjöll og taka góða æfingu. Styttist í næstu Íslandsgöngu sem verður á Hólmavík 13. mars.

Þóroddur F.


Skíðaspor í dag, sunnudag?

Útlit er fyrir að lokað verð í Bláfjöllum í dag vegna hvassviðris. Skárra veður er trúlega í skóginum í Heiðmörk en þar er ekki troðið með sleða, aðeins af skíðafólki sjálfu.

Færi er á túnum og golfvöllum um allan bæ en það verður fólk að troða sjálft, hugsanlegt er að spor verði lagt á Golfvellinum í Garðabæ en Auður Ebenez. og maður hennar hafa verið að kanna þann möguleika og koma þá vonandi fréttir um það hér.

Aðrir sem hafa vélsleða og spora og leggja spor eru einnig beðnir að láta vita um það hér.

Þóroddur F


Skafrenningur í Bláfjöllum

Búið að troða hring í Bláfjöllum segir formaðurinn, en þar er hvasst og mikill skafrenningur.


Bláfjöll í dag, laugardag

Líklega best að reyna fyrir hádegi, stefnt er að spori kl 10, verð kominn þá uppeftir og mun hringja í einhvern til að setja hér inn nánari uppl. Veðurhorfu e.h. ekki góðar. Skrifið í athugasemdir ef þið hafið fréttir af aðstæðum, golfvöllum, vötnum....

Þóroddur F


Fréttir úr Bláfjöllum

Mikill púðursnjór. Troðinn hringur á sléttunni tæpl. 1,5 km, skóf í sporin á köflum vindur 9-10 m/s skv. Veðurstofunni. Betra að hafa stórar kringlur á stöfum, fara annars í gegn í tvöföldu staftaki. Mjög erfitt færi utan troðna hringsins, skíða sökkva í miðjan legg en stafir á kaf.

Á morgun verður sami hringur troðinn ef veður leifir en það er lítið vit að fara uppeftir ef vindur verður yfir 10-12 m/s.

Ef veður leifir verður búið að troða hringinn kl 10, en veðurspáin er snjókoma og hvassviðir svo líklega veður ekki veður til að fara í fjöllin. Veður á sunnudag verður skárra og er stefnt að því að húsið meira opið en meira um það á morgun.

Þóroddur F


Bláfjöll m.m.

Talsvert mikill snjór er komin á Bláfjallasvæðið en Árni Tr. er þar staddur og sagði ófærð á bílastæðum og skafrenningur þannig að ekkert er sporað í dag en vonandi á morgun, munum uppl. um það hér.

Í Heiðmörk er snjór á stígum en verður ekki sporað þar sem starfsmenn eiga von á hláku þar á sunnudaginn.

Hugsanlegt að sporað verði á golfvellinum í Garðabæ á morgun og munu þá fréttir um það koma hér.

Þóroddur F.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband