Færsluflokkur: Bloggar

Skíðastaðagangan, 31. janúar

Skíðastaðagangan fer fram laugardaginn 31. janúar í Hlíðarfjalli og hefst kl. 13:00.  Gangan er hluti af Íslandsgöngumótaröð sem fram fer vítt og breitt um landið og er tilgangurinn m.a. að  hvetja almenning til þátttöku í þessari hollu íþróttagrein.

Skráning hefst kl 11:00 í gönguhúsinu.  Verðlaunaafhending og veitingar verða í Íþróttahöllinni kl 16:00, þar verður einnig hægt að fara í sturtu. Keppt verður í eftirfarandi flokkum: Skíðastaðagangan 24 km.: Karlar og konur 16-34 ára, 35-49 ára og 50 ára og eldri.  Þátttökugjald er 2000 krónur. Skíðastaðagangan 8 km. og 4 km.:  Karla- og kvennaflokkur Þátttökugjald 16 ára og eldri er 1.500 krónur  Þátttökugjöld 13-16 ára 1000 krónur  Þáttökugjöld 12 ára og yngri 500 krónurAllar frekari upplýsingar á www.skidi.is og í síma 878-1624  Skráning: ganga@simnet.is Með von um að sjá sem flesta í Hliðarfjalli á laugardaginn 31.janúar,  Skíðafélag Akureyrar.         

Skíðagöngunámskeið byrjar á laugardagurinn

Ullur-aulg an 66.Skíðagöngufélagið Ullur og Skíðasamband Íslands standa fyrir Skíðagöngunámskeiði í Bláfjöllum.
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja auka við hæfni sýna á gönguskíðum. Farið verður í undirstöðuatriði skíðagöngunnar, meðferð skíðabúnaðar auk þess að skautaskrefið verður tekið lítillega fyrir.

Námskeiðið er 6 tímar. 1 klst í senn og byrjar n.k. laugardag og stendur í 3 vikur.  Kennt verður á laugardögum og þriðjudögum.

Hvað:                    Skíðagöngunámskeið
Fyrir hverja:        Alla sem hafa áhuga á að verða betri á gönguskíðum
Hvenær:               Fyrsta skipti laugardaginn 17.1 n.k. kl 11:00 eftir það er kennt á þriðjudögum  kl 19:00 og á laugardögum kl 11:00

Hvar:                     Í Bláfjöllum, mæting á bílastæðinu við stólalyftuna í Suðurgili.

Skráning:             skidagongufelagid@hotmail.com
Kennari:               Daníel Jakobsson
Verð:                     4900 kr.

Nánari upplýsingar á http://www.skidagongufelagid.blog.is/blog/skidagongufelagid/

Félagsmenn í Ulli greiða 3500 kr. en hægt er að gerast félagsmaður fyrir 1000 kr.

Í skráningarpóstinum þarf að koma fram

Nafn:

Kennitala:
Netfang:
Félagsmaður í: ( Ulli)
Óska eftir að gerast félagsmaður í:

Fyrsta barnaæfing vetrarins

blöðrufjör

Nú er snjór í Bláfjöllum og spáin að ég held góð fyrir helgina.  Fyrsta Ullarungaæfingin verður á laugardag kl 13:00. Við hittumst á leirunni við suðurgilið eins og í fyrra og leikum okkur saman til kl 14:00. Á meðan er tilvalið fyrir mömmur og pabba að taka nokkra hringi

Nú hefur Ullur fjárfest í 5 pörum af barnaskíðum.  Þeir sem hafa áhuga á að pófa eru velkomnir á æfingu. 

Við stefnum sem fyrr á Andrésarleikana á Akureyri í apríl.  þeir sem fóru í fyrra muna hvað það var gaman og við viljum endilega fá fleiri með okkur.

Sjáumst á laugardag. kv. Vala 821-7374


Meira um Bláfjöll í dag.

Ég er búinn að koma því á framfæri að ef veður skánar ( hefur lægt um 1m frá kl 10) komi nýjar fréttir um spor um kaffileytið inn á síðu Bláfjalla. (Fer eftir vinnu hvernig sem viðrar, frá Rauðavatni 16:30)

Þóroddur 


Aðstæður í Bláfjöllum

Veðurspáin lofar góðu svo langt sem séð verður. Spor eru ennþá takmörkuð í Bláfjöllum en með auknum snjó mun vonandi rætast úr.

Til þess að hjálpa stjórninni að gera sér grein fyrir notkun sporsins og þar með rökstyðja þörf, er hér með óskað eftir að þeir sem hafa farið í fjöllin frá laugardeginum 10. jan og þar til í gærkvöld gefi um það skýrslu hér eða sendi tölvupóst á Doddi1@hive.is. Stjórnin hefur ekki lagt áherslu á lengra spor en kringum leiruna á virkum dögum en nú fer að verða fært að leggja lengri spor um helgar.

Þá væri æskilegt að fá upplýsingar um hve margir Vasafarar eða þátttakendur í öðrum göngun erlendis í vetur eru að æfa í Bláfjöllum.

Frétta af námskeiðum er að vænta.

Þóroddur F.


Íslandsgangan 2009

Ég vil minna fólk á Íslandsgönguna og hvetja til þátttöku. Horfur eru á að skíðafæri haldist ágætt í Bláfjöllum á næstunni og er um að gera að notfæra sér það ekki minnst þeir sem ætla í Vasa-gönguna eða aðrar langgöngur. Við meigum heldur ekki gleyma því hvað skíðaganga er góð líkamsrækt sem við eigum að hvetja fólk til að stunda burt séð frá því hvort það hefur áhuga á að taka þátt í göngum þar sem tími er tekinn.

Bláfjöll í dag?

Spáin er ágæt en gæti þó hvesst síðdegis. Þar sem enginn starfsmaður skíðasvæðisins er líklega á vakt væri mikill munur ef einhver kæmi með vélsleða og dragi litla sporann frá bílasæðinu við Suðurgilslyftuna. Ég verð líklega ekki á svæðinu fyrr en undir hádegi. Þeir sem verða á undan og hafa einhverjar fréttir, geta hringt í mig (861 9561) og ég kem þeim uppl. á netið.

Þóroddur F.


Formaðurinn ánægður í Bláfjöllum

Þóroddur er á gönguskíðum uppi í Bláfjöllum og er mjög ánægður með færið. Þar er nægur þéttur snjór á Leirunni, og fínt að ganga þó ekki sé troðið spor. Það var smá mugga þegar hann hringdi, en blankalogn.

Hann bendir fólki á að það er krapi og snjór á veginum, og því verði fólk að fara varlega á leiðinni upp eftir, þó ekki sé í raun nein fyrirstaða. Hann tók einnig fram að betra væri að keyra upp að stólalyftunni í Suðurgilinu og byrja að ganga þar.

 

Hólmfríður


Skíðamarkaður Víkings um helgina

Skíðamarkaður Skíðadeildar Víkings. Skíðadeild Víkings stendur fyrir skíðamarkaði með notaðan skíðabúnað í félagsheimili Víkings Traðarlandi 1 sunnudaginn 11 janúar 2009 kl 13:00 til 16:00. Öllum gefst kostur á að selja og kaupa allan skíðabúnaður (svig, göngu , telemark, fjallaskíði & bretti), skíðafatnaður, og skauta. Búnaður þarf að vera í þokkalegu standi. Tekið er á móti vörum kl 9:00 til 12:00.á sunnudeginum. Vinsamlegast hafið búnað og fatnað þrifalegann. Ráðleggingar um verðlagningu á staðnum. Skíðadeildin tekur 20% söluþóknun og sér alfarið um framkvæmd. Boðið verður upp á að brýna kanta og bera rennslisáburð á skíði ef óskað er fyrir 700 krónur. Þeir sem koma með búnað til sölu á markaðnum eiga að nálgast búnað sem ekki selst milli kl 16:00 og 17:00 á sunnudeginum. Hægt verður að greiða með greiðslukortum. Uppgjör á seldum búnaði verður 4 febrúar þegar uppgjör kortafyrirtækja verður komið. Kökubasar og heitt á könnunni. nánar á.

ÞFÞ


Æfingaferð í snjóinn á Króknum???

Horfur á skíðafæri hér á SV-horninu eru ekki góðar og því hefur komið upp sú hugmynd að fara norður á Sauðárkrók á laugardaginn ef horfur þar verða góðar. Farið yrði af stað kl 07:00 og teknar 2-3 æfingagöngur áður en ekið væri í bæinn um kaffileytið, þ.a.l. heima um kvölmat. Hugmyndin er að fylla bíla og kostnaði skipt.

Er einhver áhugi á þssu??

Látið þá vita hér á síðunni og hvort þið hafið pláss í bíl eða óskið eftir fari. Sjáum hvað kemur út úr þessu.

Þóroddur F.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband