Færsluflokkur: Bloggar
18.11.2010 | 10:54
Þessum vef lokað, nýr tekur við
Skíðagöngufélagið Ullur hefur nú tekið í notkun nýjan vef og þessi, sem hefur þjónað sínu hlutverki vel undanfarin ár, er nú lagður niður. Slóðin á nýja vefinn er http://ullur.is og það er von félagsins að hann nýtist félagsmönnum og öðrum áhugamönnum um skíðagöngu enn betur en sá gamli.
Efnið á þessum vef er þó ekki glatað. Hann verður til áfram og á nýja vefnum er krækja í hann. Það verður því enn hægt að rifja upp sögu félagsins með því að fletta í þessum vef.
Slóðin http://ullur.is hefur um skeið verið tengd þessum vef. Það er því hugsanlegt að einhverjir vafrar geymi gömlu slóðina í skyndiminni (cache) og birti áfram gamla vefinn. Það er mismunandi eftir vöfrum hvernig farið er að því að tæma skyndiminnið en hér eru leiðbeiningar sem má styðjast við. Þeir sem lenda í þessu og komast ekki fram úr því sjálfir eru beðnir að skrifa athugasemd við þessa færslu og skilja þar eftir tölvupóstfang, þá verður reynt að koma þeim til aðstoðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2010 | 18:55
Félagsfundur þriðjudagskvöld kl. 20:00-22:00
Ágætu Ullungar, félagsfudnur verður næstkomandi þriðjudagskvöld þar sem fjallað verður um mót vetrarins, æfingar, væntanlega opnuð ný heimasíða ofl. Umræður verða um starf og stefnu okkar framundan. Mikilvægt er að sem flestir mæti og taki þátt í umræðum. Fundurinn verður í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6, salur C á þriðjuhæð (þar sem við höfum haldið aðalfundi), fyrsta bygging sem komið er að.
Þóroddur F.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.11.2010 | 09:18
Bláfjöll um helgina 13.-14. nóv.
Stefnt er að því að það verði viðvera í skálanum 10-17 það er á sama tíma og svæðið er opið. Benda má á að hægt verður að fá lánaðan skíðabúnað fyrir 12 ára og yngri leigja fyrir þá eldri á góðu verði.
Athugið að þó veðurstöðvar sýni talsverðan vind er hann oft minni á sléttunni við skálann.
Þóroddur F.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.11.2010 | 16:16
Æfing á morgun þriðjudag 9. nóv.
Stefnum á æfingu á morgun þriðjudag kl 18, sjáum hvernig mæting verður og hvort tímasetningin hentar. Veit að nokkrir þurfa að vera komnir í bæinn kl 20 vega fundar í Landsmótsnefnd og það er ekkert sem bannar að mæta fyrr eða seinna.
Þóroddur F.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
5.11.2010 | 23:01
Barna og unglingaæfing á sunnudag kl 11 í Bláfjöllum
Börn og unglingr hvött til að mæta og taka mömmu og pabba með hahaha :o)
Komið er ágætis spor á sléttunni og frétst hefur af skíðagöngumanni sem fór upp á Heiðina há í gær á ferðaskíðum.
Þóroddur F.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.11.2010 | 22:58
Ofurganga 4. des. á Akureyri
Þann 4. desember næstkomandi heldur SKA Ofurgöngu 2010, en það verður í annað skipti sem mótið er haldið, á síðasta ári var það Sigurbjörn Þorgeirsson sem stóð uppi sem sigurvegari en hann lagði að baki 79,8 km á rétt rúmum 5 klukkustundum. Aðstæður hér í Hlíðarfjalli eru að verða mjög góðar miðað við árstíma, talsvert mikill snjór og troðnar brautir.
Ofurganga SKA er skíðagöngukeppni þar sem markmiðið er að ganga sem flesta kílómetra. Startað verður kl. 10 með hópstarti, markinu verður lokað klukkan 15 og keppendur ljúka þeim hring sem þeir eru byrjaðir á. Í þessu móti gilda almennar reglur um mótahald eins og t.d. einungis eitt skíðapar á hvern keppanda, mönnum er frjálst að smyrja skíðin sín sjálfir, án aðstoðar. Keppendum er frjálst að stoppa eins oft og þeim hentar eða skipta göngunni upp í eins marga hluta og hverjum og einum hentar.
Keppt verður í kvenna- og karlaflokki 16 ára og eldri.
Drykkjarstöð verður við gönguhúsið og verður boðið uppá orkudrykk, brauð og súpu.
Þátttökugjald er 1500kr. Skráning og allar frekari upplýsingar í netfanginu: ganga@internet.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2010 | 14:11
Bláfjöll - búið að leggja fyrsta spor vetrarins
Búið er að leggja spor umhverfis sléttuna við skálann og slaufu inn á hana líka. Snjólag er þunnt og því má búast við að sandur komi úppúr á stöku stað, farið því ekki með spariskíðin en þetta gæri lagst fljótt þar sem það er aðeins mugga uppfrá. Ísing á vegi ofantil og því best að aka varlega.
Þóroddur F.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2010 | 17:01
Æfingabúðir á Ísafirði 25.-29. nóvember
Árlegar æfingabúðir verða á vegum Fossavatnsgöngunnar 25.- 28. nóv.
Fimmtudaginn 25. verður æfing 19-21. Þátttökugjald kr. 10.000.
Föstudag og laugardag frá 10 að morgni fram að kvöldmat og 10-12 á sunnudeginum. Nánari upplýsingar eru á www.fossavatn.com og skráining fyrir 20. nóv. á fossavatn@fossavatn.com. Frekari uppl. hjá Kristbirni (Bobba) í síma 8960528.
Ullungar hvattir til að fjölmenna og hafa samráð um ferðir og gistingu til að gera ferðina eins ódýra og kostur er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.10.2010 | 07:49
Opna æfingin um helgina
Athugið að eftirtaldar æfingar eru öllum opnar og fara fram út frá miðstöð ÍSÍ í Laugardalnum þannig að það er betra að mæta tímanlega til að sjá hvert hópurinn fer í hvert sinn.
Laugardagur 10.30 Verklegt (1.5 klst) Frjáls aðferð þjálfarinn leikir
15.30 Verklegt (1.5 klst) Úti. Hlaup + æfing með stafi
Sunnudagur 10.30 Verklegt (1.5 klst) Hefðbundið tækni o.fl.
16.00 Styrkur bolti 2.00 klst
Mánudagur1. Hjólaskíði hefðbundið. A3 æfing. Sprettþjálfun. 2.00 klst
2. Hlaup. A1. Langþjálfun
Þriðjudagur
1. Hjólaskíði A2 Hefðb/skaut Efri og neðri hluta líkamans (Delkroppsarbete) 2.00 klst
2. Hlaup A3 Nerförstege 2.00 klst
ÞFÞ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2010 | 23:18
Þjálfaranámskeið SKÍ og opin landsliðsþjálfun
Komin er dagskrá fyrir þjálfaranámskeið SKÍ og opna landsliðsæfingu í Reykjavík sem byrjar 29.10. Fyrsti bóklegi þáttur mun hefjast föstudagskvöld um 19.00. Bóklegi þátturinn verður á ÍSÍ og verklegi þátturinn sennilega þar nálægt. Þátttakendur hafi með sér æfingaföt og hjólaskíði þau sem möguleika hafa á því.
Kostnaður við námskeið er 15.000 kr fyrir þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu og 10.000 kr fyrir þá sem koma langt að.
Nákvæm tímasetning mun berast á morgun, mánudag. Æfingin er opin og kostar ekkert og stendur fram á þriðjudag. Þeir sem vilja fá dagskrána hafi samband við undirritaðan.
Þóroddur F.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)