Ofurganga 4. des. á Akureyri

Þann 4. desember næstkomandi heldur SKA Ofurgöngu 2010, en það verður í annað skipti sem mótið er haldið, á síðasta ári var það Sigurbjörn Þorgeirsson sem stóð uppi sem sigurvegari en hann lagði að baki 79,8 km á rétt rúmum 5 klukkustundum. Aðstæður hér í Hlíðarfjalli eru að verða mjög góðar miðað við árstíma, talsvert mikill snjór og troðnar brautir.

Ofurganga SKA er skíðagöngukeppni þar sem markmiðið er að ganga sem flesta kílómetra. Startað verður kl. 10 með hópstarti, markinu verður lokað klukkan 15 og keppendur ljúka þeim hring sem þeir eru byrjaðir á. Í þessu móti gilda almennar reglur um mótahald eins og t.d. einungis eitt skíðapar á hvern keppanda, mönnum er frjálst að smyrja skíðin sín sjálfir, án aðstoðar. Keppendum er frjálst að stoppa eins oft og þeim hentar eða skipta göngunni upp í eins marga hluta og hverjum og einum hentar.
Keppt verður í kvenna- og karlaflokki 16 ára og eldri.
Drykkjarstöð verður við gönguhúsið og verður boðið uppá orkudrykk, brauð og súpu.
Þátttökugjald er 1500kr. Skráning og allar frekari upplýsingar í netfanginu: ganga@internet.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband