2.1.2010 | 14:44
"skíðafæri" á höfuðborgarsvæðinu
Gleðilegt ár Ullungar og annað skíðagöngufólk. Ég var að koma úr gönguferð um Bláfjallasvæðið og eini möguleikinn til þess að fara þar á skíði er inni í Kerlingardal, austan Bláfjalla, þar hefur myndast að venju stór tjörn sem er ísilögð og ágætis snólag á ísnum. Þarna má ná svona 300 m beinum sprettum og upp undir 1 km hring. Hugsanlega er hægt að ná smá brekkupúli á gömlum sköflum í hlíðunum í kring sem ég skoðaði ekki. Til þess að komast að þessu svæði þarf að ganga eftir vegslóð upp að Suðurgilslyftunni og niður hinumegin og þá er bara spölur að tjarnarstæðinu, skíðaskór og nesti í bakpokann og skíðin á öxlina. Ég stefni á að leggja á brattann um kl 10 í fyrramálið. Þetta er náttúrulega svolítið hjákátlegt en betra er ekki í boði. DANSIÐ snjódansinn hér sunnan heiða.
Þóroddur F
Athugasemdir
Sjálfur fór ég á Urriðaholtsvöll í dag og gékk 10km. Þar gerðum við heimatilbúinn hring á grasinu. Ætla mér að mæta þar í fyrramálið og skíða. Vegna þess að þetta er 98% á grasi þá ættu skíðin ekki að fara svo illa þó svo að ég mæli með grjótskíðum.
Kv.HalliHaraldur Ingi Hilmarsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 17:08
Fór upp í Bláfjöll, gekk yfir þau við Suðurglslyftuna og niður í Kerlingardal (30 mín) ágætist skíðafæri var á tjörninni og náð ég 700-800m hring, fór líka upp í hlíðarnar, á sköflum frá því í byrjun október og var það ágætis tilbreyting.
Þóroddur (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 15:38
Já misjafnt höfumst við að. Við Haraldur tókum flotta æfingu á golfvellinum í Urriðaholti, samanlagt um 30 km, ég á spariskíðunum. Mæli með því
Annars er hægt að ganga 4 km hring í Laugardal á grjótskíðum (kringum Grasa- & Húsdýragarðinn), svo var líka nokkuð um fólk á Vífilstaðavatni í dag. Örvæntum ekki........
Gunnlaugur (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 18:22
Þá er bara að mæta á Urriðakotsvöllinn eftir vinnu í dag og ætli það verði ekki allsherjar æfing þar á morgun ???(höfðuðljós). DJ og Hvala ákveða það.
Þóroddur F
Þóroddur (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 13:00
Já er það ekki bara, Golfvöllurinn við Urriðaholt? kl 18? Næ ekki þangað fyrr held ég.
Er þetta ekki Golfkúbburinn Oddur?
KK dja.
Daníel (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 21:04
Jú best að aka upp að Vífilsstaðavatni, framhjá Heiðmerkurveginum upp með Vífilsstaðahlíð og upp á næstu hæð þá er völlurinn til vinstri og vel upplýst skilti við afleggjarann, leggja bílum á bílastæði rétt innan við hliðið.
Þóroddur F.
Þóroddur (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.