Bláfjöll, búið að þjappa hring

Ómar S. í Bláfjöllum var að hringja, hann er búinn að þjappa hring á Slétunni en þar sem snjólagið er ekki þykkt allsstaðar ákvað hann að spora ekki, minni hætta á að skíðamenn lendi á grjóti. Ljós verða á staurum fram til ca 22 í kvöld.

Þóroddur F.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætla að myna ykkur á Ofurgöngna á Akureyri næstu helgi (5.des). Sjá auglýsingu á http://ganga.blogcentral.is/ .

Veður spá er góð fyrir helgina.

Nægur snjór er í fjallinu, og brautinar verða ekki betri.

kveðja

Helgi H. Jóh.

helgi (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 16:16

2 identicon

Fór enginn í Bláfjöll í kvöld? Segið frá hvernig snjóalög eru.

Þóroddur F.

Þóroddur (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 22:03

3 identicon

Við Haraldur  fórum í Heiðmörk og sporuðum sjálfir. Þar er á mörkunum að hægt sé að skíða á grjótskíðum en við skemmtum okkur samt konunglega

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 23:22

4 identicon

Ætlar enginn Ullungur að mæta í Ofurgönguna á Akureyri?

Brautin er mjög góð.

Þetta verður góð æfing, í langri keppni.

Helgi H. Jóh (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 08:36

5 identicon

Ullungar keppa ekki í minna en 6 tímagöngum.

dja

dja (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 15:35

6 identicon

Við Gunnlaugur skruppum í Bláfjöll á föstudagskvöldinu 4.12.

Snjóalög voru ekki þykk og ef fólk stefnir uppeftir mælum  við með grjótskíðum.

Það var búið að þjappa lítinn hring á sléttunni en engin spor þar sem ég leyfi mér að efast um að snjóalög séu nógu þykk til að hægt sé að spora.

Kv.Haraldur

Haraldur Ingi Hilmarsson (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband