17.11.2009 | 22:53
Sunnudagsæfingin frá Árbæjarlaug
Á sunnudaginn ætlum við að leggja upp frá Árbæjarlaug og taka hring þar ca 15-20 km á hjólaskíðum. Eins og vanalega er sund á eftir.
Ég verð á Akureyri, þannig að mín ósk er að Halli sýni ykkur leið um Grafarholt o.fl. sem hann ræddi í dag. Æfinging er eins og venjulega kl 10:00
Í dag var fín æfing. Einn nýr hjólaskíðari, Hlynur bættist í hópinn. Hann er þá sá 24 sem mætir á æfingu hjá okkur í haust. Flott að fá nýjan mann. Hlynur kom svo sannarlega á óvart en hann átti erfitt með að sannfæra aðra mætta að um að hann væri að fara í fyrsta sinn.
Aðrir mættir voru, Halli, Siggi, Kalli G, Gulli og ég. Við tókum 9 spretti í brekkunum við Borgarspítalann. Mjög fínt. Svo var rúllað út í Nauthólsvík.
Minni þá sem huga að mætingu næsta Þriðjudag að gott er að vera í endurskynsvesti og með ennisljós. Endilega mætið.
Ég myndi gjarnan vilja sjá mætingarmet sem er 10 slegið.
Athugasemdir
Góðan daginn, ég ætla að skrópa frá æfingunni uppfrá en verð við Sæbrautina, Laugarnes-Tónlistarhús frá 9 til 11, slétt og fínt, vatnshrútur, stundum hæfileg gola og svo mannlíf upp úr 10. Lítil hætta á ísingu í dag.
Þóroddur
Þóroddur (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 08:44
Við erum tveir á leið til Ísafjarðar um helgina og ætlum að keyra. Vorum að spá hvort einhverjum vantar far gegn því að deila ferðakostnaði. Endilega hafa samband. Leggjum af stað um hádegi á fimmtudag.
Kveðja Halli
S:8978794
Haraldur Hilmarsson (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.