Sunnudagsæfingin frá Árbæjarlaug

Á sunnudaginn ætlum við að leggja upp frá Árbæjarlaug og taka hring þar ca 15-20 km á hjólaskíðum. Eins og vanalega er sund á eftir.

Ég verð á Akureyri, þannig að mín ósk er að Halli sýni ykkur leið um Grafarholt o.fl. sem hann ræddi í dag. Æfinging er eins og venjulega kl 10:00

Í dag var fín æfing. Einn nýr hjólaskíðari, Hlynur bættist í hópinn. Hann er þá sá 24 sem mætir á æfingu hjá okkur í haust. Flott að fá nýjan mann. Hlynur kom svo sannarlega á óvart en hann átti erfitt með að sannfæra aðra mætta að um að hann væri að fara í fyrsta sinn.

Aðrir mættir voru, Halli, Siggi, Kalli G, Gulli og ég. Við tókum 9 spretti í brekkunum við Borgarspítalann. Mjög fínt. Svo var rúllað út í Nauthólsvík.

Minni þá sem huga að mætingu næsta Þriðjudag að gott er að vera í endurskynsvesti og með ennisljós. Endilega mætið.

Ég myndi gjarnan vilja sjá mætingarmet sem er 10 slegið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan daginn, ég ætla að skrópa frá æfingunni uppfrá en verð við Sæbrautina, Laugarnes-Tónlistarhús frá 9 til 11, slétt og fínt, vatnshrútur, stundum hæfileg gola og svo mannlíf upp úr 10. Lítil hætta á ísingu í dag.

Þóroddur

Þóroddur (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 08:44

2 identicon

Við erum tveir á leið til Ísafjarðar um helgina og ætlum að keyra. Vorum að spá hvort einhverjum vantar far gegn því að deila ferðakostnaði.  Endilega hafa samband. Leggjum af stað um hádegi á fimmtudag.

Kveðja Halli

S:8978794

Haraldur Hilmarsson (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband