15.11.2009 | 22:07
Frábær árangur Íslendings í Noregi.
Snorri Einar Einarsson er hálfur Íslendingur og búsettur í Noregi. Hann er fæddur 1986 og hefur æft gönguskíði um árabil. Um helgina tók hann þátt í opnunarmótunum í Beitostölen í Noregi og sló heldur betur í gegn.
Í gær laugardag var keppt í 15 km skauti og það fór ekki fram hjá neinum sem fylgdust með göngunni á NRK að Íslendingur var að standa sig vel. Hann fór nefnilega snemma af stað og tók forystu og hélt henni alveg í mark. Sat lengi á sigurvegarastólnum og fékk mikla umfjöllun. Þegar að stórkanonurnar í síðasta ráshóp fóru að koma í lokin færðist hann niður listann og endaði í 38. sæti sem enga að síður er glæsilegur árangur, sérstaklega með það í huga að það hætti að snjóa þegar að hann var kominn í mark og hinir gegnu í mun betra færi.
Í dag bætti kappinn svo enn um betur en nú var keppt í 10 km. með hefðbundinni aðferð. Snorri varð í 18. sæti 1.26 á eftir Martin Sundby sem sigraði. Mótið var gífurlega sterkt, allir bestu Norðmennirnir með og margir útlendingar líka. Fyrir mótið fékk Snorri 43 punkta en ekki er komið styrkstig á mótið enn, en það getur ekki verið hátt. Snorri er því kominn með farseðil á ÓL, ef hann vill vera Íslendingur, en hvort hann vill það er ekki vitað.
Til að setja árangur Snorra í samhengi má benda á að á eftir honum voru m.a. Jon Kristian Dahl sem er í norskur meistari og var m.a. í 2. sæti í Heimsbikarnum í Stokkhólmi í fyrra, Vasagöngu- heims- og Ólympíumeistarinn, Anders Aukland, Sergei Dolidovich frá Hvíta Rússlandi sem hefur verið meðal eftstu manna í Heimsbikar.
Úrslitin má sjá hér
Athugasemdir
Væri gaman að hafa hann í Ulli en e.t.v. mikil fjárútlát vegna keppni eða hvað??
Glæsilegur árangur
Þóroddur F
Þóroddur (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.