11.11.2009 | 22:38
Birkebeiner
Varðandi Birkebeiner þá er staðan þannig að við höfum sent út á Birkebeiner og spurt hvort að við getum skráð alla saman í einu. Höfum ekki enn fengið svar við því.
Hinsvegar ætlum við að fara og reyna að búa saman, höfum líka sent póst út af því. Þeir sem eru alveg staðráðnir í að fara, geta skráð sig á heimasíðu Birkebeiner (þá er það frá) og við reynum svo að vera saman í gistingu og flugi og ferðum.
Ef einhver er að spá í eitthvað endilega hafið sambandi.
dja
Athugasemdir
Við Sandra erum búnar að skrá okkur :)
Annars vil ég benda þeim á sem langar á skemmtilega æfingu á laugardaginn að það verður rathlaup í Elliðaárdalnum. Rathlaup eða orientering er ss. svipað og ratleikur nema að maður hleypur á milli póstanna. Fær kort á staðnum og getur haft með áttavita ef maður vill (ég hef nú ekki gert það þessi skipti sem ég hef prófað, enda yfirleitt lítil svæði sem kortið nær yfir hér og ég er ekkert allt of flink að nota slíkt apparat). Það hafa verið nokkur svona hlaup í sumar og haust á vegum Rathlaupsfélagsins (held að það heiti bara það) og þetta er mjög skemmtilegt. Á laugardaginn verður ræst frá félagsheimili Orkuveitunnar og brautirnar (ein stutt og auðveld og önnur erfiðari og lengri) opnar milli kl. 12 og 14. Fólk getur semsagt mætt á þeim tíma og hlaupið af stað þegar það mætir, svo er tekinn tími á hverjum og einum.
Nánari upplýsingar má sjá á Facebook síðu félagsins með því að skrifa "Rathlaupsfélagið" í leitarkassann.
Hrefna (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.