Skemmtileg hjólaskíðaæfing.

8 jaxlar mættu á æfingu í dag. Einar Óla, Halli, Biggi, formaðurinn, Viðar, Kjell, Gunnlaugur og þjálfi. Vel var tekið á því, gengið sem leið liggur upp að gullinbrú þar sem teknir voru ca 10 eins mínútna ýtingarsprettir.

Síðasti spretturinn var hópstart með forgjöf á þröngum stígnum, frábært fjör.

Næsta æfing er svo við Lágafellslaug á sunnudaginn kl: 10 langtúr. Biggi verður með æfinguna.

KK þjálfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, takk fyrir frábæra æfingu.

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 21:44

2 identicon

Frábær æfing og sniðin fyrir toppmenn og meðaljóna (sunnudagsæfigning líka) og er fyllsta ástæða til að hvetja alla sem eiga hjólaskíði til að taka þátt. Það verður gaman þegar við verðum orðin 20 á æfingu og ekki langt í það held ég.

Þóroddur F.

Þóroddur (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 22:19

3 identicon

Aldeilis frábær æfing í góðum félagsskap.

Birgir G (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 14:16

4 identicon

Takk fyrir frábæra æfingu, bíð spentur eftir sunnudeginum.

Haraldur Ingi Hilmarsson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 20:33

5 identicon

Verður sunnudagsæfingin á hjólaskíðum?

Sandra Dís (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 20:44

6 identicon

Veðrið bendir til hjólaskíðaæfingar ef það breytist verður látið vita hér á heimasíðunni.

Þóroddur F.

Þóroddur (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 21:52

7 identicon

Takk fyrir frábæra ferð bæði sunnudaginn og flotta æfingu á þriðjudaginn, hlakka til að hitta ykkur aftur á sunnudaginn næsta.

Kjell (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 22:44

8 identicon

Vitið þið um einhvern sem á hjólaskíði til sölu, ný eða notuð?

Glataði upplýsingum um aðilann sem flutti inn hjólaskíði fyrir c.a 2 árum.

Allar upplýsingar eru vel þegnar.

Kveðja, Ásgeir

Ásgeir B. Böðvarsson (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 23:22

9 identicon

Ég veit ekki betur en að Bobbi sé með hjólaskíði í Núpi á Ísafirði. Linkur á Núp hérna til hliðar og hægt að senda tölvupóst á nupur@nupur.is .

Hrefna (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband