12.10.2009 | 16:50
Skálinn, vantar efni til að loka af geymslu
Ætlunin er að setja vegg í forstofuna og búa þannig til lokaða geymslu t.d. fyrir skíðaskó sem félagið á og eitthvað að skíðunum Ulls kemst þar vonandi líka.
Skarphéðinn Ófkarsson er að undirbúa smíðina og auglýsir eftir efni, það er uppistöður í millivegg, spónaplötu í klæðningu og 1 stk. innihurð sem ætlunin er að hafa sem rennihurð. Nánari uppl. gefur Skarphéðinn, sendið póst á hann: skarpo@mr.is
Þóroddur F.
Athugasemdir
Hríkalega flott það sem er í gangi hjá félaginu. Á því miður ekkert svona efni heima. Áfram Ullur!
Corinna (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 09:17
Get útvegað 2 innihurðir í sitthvorri breidd. Er annars að lesa Sakleysingjana eftir Ólaf Jóhann Ólafsson þar sem aðalpersónan fæddist á hurð. Þær eru til ýmissa hluta nytsamlegar. Veit ekki til þess að þessar hurðir eigi sér nokkra merkilega fortíð, en það er aldrei að vita nema vanfærar konur eigi eftir að nýta sér aðstöðuna í þessum nýja, flotta skála Ullunga. Það væri ekki nema sjálfsagt.
Björk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.